Á Refaslóðum....

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Já..... Var að fá sendingu frá félögunum í Bjarmalandi, (Félag atvinnuveiðimanna á ref og mink), þessa frábæru bók eftir Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi í Öxarfirði. Ég hef reyndar gluggað í hana í gegnum tíðina en alldrei átt hana fyrr en núna. Það má segja að þetta sé handbók vargveiðimannsinns ásamt því að vera skemmtileg og fróðleg lesning. Ég hvet alla sem áhuga hafa á refaveiði að lesa þessa bók sem var fyrst gefin út 1955 og hefur verið ófáanleg þar til núna í nánast upprunalegri útgáfu...

kv hr félagi nr. 200

Tags:
Skrifað þann 18 August 2012 kl 22:11
Sýnir 1 til 20 (Af 20)
19 Svör

Herbert

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Sælir.
Salan fer vel af stað og þeir sem kynnu að hafa áhuga sendi póst á gullfesti@simnet.is.
Bókin kostar 5000 kr og verður send á okkar kostnað, venjulega höfum við haft þetta þannig að okkur er sendur póstur og þá svörum við með upplýsingum um reikning sem millifæra má á , biðjið bankann að senda staðfestingu á sama póst og þá fer bókin af stað. 'Eg er ekki í vafa um að þetta verður jólabók veiðimannssins í ár, og allra sem unna góðum bókmenntum.
kv snorri

Skrifað þann 18 August 2012 kl 22:43

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Ágæti Hurðarbak.

Tek heilshugar undir með þér hvað varðar ágæti bókar
Theódórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi!
Þeir voru miklir vinir Theódór og Vilhjálmur Hinrik Ívarsson refabani frá
Merkinesi í Höfnum (steinsnar frá Keflavíkurflugvelli).
Auk þess að hafa verið ein harðasta grenjaskytta landsins var Hinrik
(eins og hann var alla jafna kallaður) faðir þeirra Ellý (Eldeyjar) og Vilhjálms
Vilhjálmssonar, en þau systkyn eru á meðal ástsælustu söngvar þessarr þjóðar.
Það er synd að Hinrik setti ekki saman bókarkver um æfi sína.
Það hafa margir gert af minna tilefni!
Hann er maðurinn sem eyddi refnum af Reykjanesi á sinni tíð!

Með vinsemd
Magnús Sigurðsson

p.s. Þakka þér skynsamlegt innlegg í þráðin þar sem sá ágæti drengur Þorsteinn Hafþórsson
og ég skiptust á skoðunum um rebba og svartfugla. Takk.

Skrifað þann 18 August 2012 kl 23:01

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Já.... En það sem fáir vita og kemur reyndar fyrir á milli lína í þessari bók, og staðfestir það sem ég var alinn upp við, að eina einkvænis dýrið sem er á Íslandi er refur, ekki álft eins og margur vill trúa..... Þannig var passað upp á að drepa ekki læðuna fyrst, heldur högnann á greninu ef eitt dýr var við grenið.... Vandinn var að ef læðan var vegin þá fór högninn í sorgarkasti að leggjast á fé, þar sem högninn er ekki eins lunkinn við veiðar...... Refir eru nefnilega af hunda ætt og þar eru margar skýringar einfaldar....

kv hr sem hvetur alla rólfæra menn að eignast þessa bók........

Skrifað þann 19 August 2012 kl 0:39

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

...vel orðað herra hurðabak

Kv. Hnulli

Skrifað þann 19 August 2012 kl 1:30

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Jú.....

Skrifað þann 19 August 2012 kl 2:22

Byssubrandur

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Sælir..

Ja nú er komin tími á ný gleraugu eða þá panta tíma hjá lækni-geðs...
En mín talva birtir bara ekki orð frá Nafna....
Það skyldi þó aldrei hafa verið að það hafi verið þurkað út....shades
Einhver sérstök ástæða þess...Eða er vefurinn enn með vandræði...

En svo eru bara sumir svo lánssamir að eiga þessa bók frá 1955 gefna út af Búnaðarfélagi Íslands..
Er búin að reyna að senda inn mynd af bókinni...vinur minn gaf mér hana í vor...hann var búin að lesa hana svo oft að hann kunni hana utanaf enda keypti hann bókina 1955...
Það skemmtilega við bókina hún er svo mikið lesin að vinur minn hafði sett plástur á kjölinn til að vernda hana...semsagt plástrað á báttin á henni...það er alveg snilld að sjá það..

kvej

Skrifað þann 19 August 2012 kl 11:22

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Á Refaslóðum....

Tja Brandur, þá væru tölvur okkar með sömu slæmskuna þvi ekki sé ég orð frá Hurðarbak

Skrifað þann 19 August 2012 kl 11:49

Eyja

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Jú.... Það eru greinileg vandræði með Explorer vafrarann, en ég notaði Crome vafrarann við skrifin.

kv hr

Skrifað þann 19 August 2012 kl 12:13

baikal

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

það sést ekki í Crome heldur hr Hurðarbak, né öðrum vöfrum, reyndu aftur

kv Baikal

Skrifað þann 19 August 2012 kl 14:13

Byssubrandur

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Sælir..

Takk bróðir Baikal hehehehehehe..
Ég er búin að nota bæði Google-Crome---Firefox---Og guð veit hvað annað ég þekki...
En það er bara ekkert að virka hjá mér.....

kvebj

Skrifað þann 19 August 2012 kl 15:09

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Jú..... En sorgir manna eru miklar, við lítinn hljómgrunn ráðherra......

Ragna frænka mín á Laugarbóli hefur tapað miklu í kjaft varganna, sem og fleiri sem stunda búskap við landamörk vinstri grænna.... Nú er komið nóg....

Refatryggð við heimahaga
höfðu bændur rægt til baga.
“Vísindin” því vildu sanna
vit og gildi kenninganna.
Líffræðingaflokkur fríður
ferðar ekki lengi bíður
og í blöðum hef ég séð
sóttist vel að merkja ref.
Haustið kom með hríðar argar.
Heldur varð þá fátt til bjargar.
Ef friðland ekki fæðu gefur
til ferðar býr sig soltinn refur.
Austur og suður heldur hjörðin.
Hverfa að baki Drangaskörðin.
Yfir jökul aðrir blýna.
Ekki spara fætur sína.
Djúpsins byggðir heilla hugann:
“Hér er fjölmörg matarsmugan!”
Lyftast vonglöð loðin stýri
- litu við á Rauðamýri.
Fjórir þeirra feigir hittu
fantagóða refaskyttu.
Svo í pósti sendir vini,
sjálfum Páli Hersteinssyni.
“Vísindanna” vöskum smið
varð þá heldur illa við.
Skynsemi fyrir skaut því loku:
“Skömmin hefur villst í þoku!”

Þessi snilldar langloka er náttúrulega eftir Indriða Aðalsteins frá Skjaldfönn... Baráttumanns gegn vargi til fjölda ára.....

kv hr

Skrifað þann 19 August 2012 kl 19:14

vopn

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Þetta er ansihreint góð bók og gott fyrir flesta að lesa sem hafa áhuga á náttúru Íslands, Þið getið haft samband við Snorra nokkurn frá Augastöðum en hann lumar enn á nokkrum bókum ef þið hafðið áhuga.

Skrifað þann 30 August 2012 kl 23:51

EuroHunter

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Kominn með bókina og hef hana í hávegum á besta stað í stofunni. Mjög þakklátur þeim sem hafa séð um endurútgáfu hennar.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 3:04

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Þetta væri kostabók og hana langar mig til að eignast. 5000 kr eru ekki miklir peningar og myndi ég borga fyrir þessa fínu bók brosandi smiling

Skrifað þann 31 August 2012 kl 6:40

feykir

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 31 August 2012

Re: Á Refaslóðum....

Sæll plaffhundur..

Þú ert sennilega ekki alveg með hlutina á hreinu...5000 kr segir þú fyrir gripinn..

Ertu búin að skoða hvað nýja útgáfan kostar...Hún er sennilega hræódýr þó ég viti nú verðið sjálfur..

Persónulega á ég 1955 útgáfuna no 1 og ég mundi ekki selja þér hana fyrir 100.000.kr ekki einu sinni fyrir 200.000. kr..

Svo menn verða að meta hlutina eftir útgáfu og fjölda hverju sinni...þessi bók er dýr hjá fornbókasölunum...

kv... BJ.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 20:38

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

„Það er synd að Hinrik setti ekki saman bókarkver um æfi sína.
Það hafa margir gert af minna tilefni!
Hann er maðurinn sem eyddi refnum af Reykjanesi á sinni tíð!“
Að sönnu var Hinrik merkismaður og vafalaust tófuskytta ágæt. En að hann hafi hreinsað Reykjanesið af tófum er orðum aukið, að minnsta kosti ef átt er við Reykjanesskagann, Reykjanesið sjálft er pínulítið og oftast tófulaust. Ég ek Reykjanesbrautina á hverjum degi allan veturinn og löngu eftir að Hinrik féll frá, blessuð sé minning hans, hef ég séð tófur skokka yfir brautina. Margsinnis. Tvisvar sl. vetur. Og þær voru þarna líka á ferli áður en hann dó. Maður heitir Sigurður Erlendsson og var fræg tófuskytta úr Keflavík. Hann hafði bara talsvert að gera við refaveiðar á efstu árum Hinriks. Sá væri vafalaust til með að segja nokkrar veiðisögur af sér ef til hans væri leitað.
Og nú er ég búinn að lesa bókina hans Theódórs mér til ánægju. Sérstaklega vegna ástarinnar á lífinu sem þar er rauður þráður í gegn.

Skrifað þann 1 September 2012 kl 10:25

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Hr hurðarbak, snilldar kveðskapur, ég sé þetta allt í Mozilla.
Já bókina hana þarf ég.
Mbk

Skrifað þann 1 September 2012 kl 14:26

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Jólagjöf veiðimansinsí ár

Skrifað þann 3 September 2012 kl 20:05

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Á Refaslóðum....

Vissulega eru svona bækur dýrar,það veit ég eða skil að minnsta kosti smiling En þetta er fróðleiksbók og gaman að eiga hana og lesa smiling

Skrifað þann 3 September 2012 kl 21:29