Refaveiðar eru rugl

T.K.

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Rakst á þessa visku á ferð minni um netið. Hver mælti svo......? Ein vísvending, hann er á launa hjá mér og þér.

Og í dag kemur svo talsmaður refaskyttna, sem bregst að sjálfsögðu ókvæða við hugmyndum í umhverfisráðuneytinu um að hætta að niðurgreiða refaveiðar. Og þetta getur maður vel skilið – það er ónotalegt að fá ekki lengur ríkisstyrk við að vera karl í krapinu og liggja á grenjum til að verja búfénað og mannlíf um hinar breiðu byggðir.

Og samt er staðreyndin sú og hefur verið í allmarga áratugi að refaveiðar eru víðast um landið hreint rugl, eiginlega alstaðar nema kringum helstu fuglabyggðir.

Refurinn er ekki drepinn til að útrýma honum, enda ekki um það nein eining – margir líta svo á að hann sé órjúfanlegur hluti af íslenskri náttúru, og að minnsta kosti elsta spendýrið á landi. Með gjörbreyttum sauðfjárbúskap eru nánast tíðindi að refurinn leggist á fé – því er ekki hleypt lengur á fjöll fyrr en nokkuð er liðið á vor, og er miklu hraustara nú en horgripirnir sem voru settir á guð og gæfuna fyrr á öldum.

Skipulag á refaveiðum bendir heldur ekki til þess að verið sé að verja fuglalíf, sem skiptir okkur vissulega miklu máli – vegna þess að skipulag á refaveiðum er ekki neitt. Það er heldur engin sérstök tenging milli refaveiðanna og svo minkahernaðarins, sem reyndar er næstum jafnmikið rugl og refaskyttiríið, en þó með aðeins öðrum hætti.

Sannleikann þekkja allir sem koma nálægt þessum veiðum – stjórnmálamenn á þingi og í sveitarstjórnum, embættismenn, bændur og skyttur: Þetta er atvinnustyrkur til einstakra byggða, sem hagsmunagæslumenn rífast um á hverju ári. Alveg gagnslaust tiltæki – nema auðvitað til að halda við hetjuskap í sveitum og styrkja þjóðlega ævintýramennsku í baráttunni við melrakkann og rífinn, skolla og blóðdrekk, holtaþór, lágfótu, djankann og dratthalann.

Núorðið er þetta kannski meira svona þjóðleg fræði – og varla ástæða til að setja skattpeningana okkar í þessar fjallaferðir. Eiginlega ætti þetta að vera öfugt, að hinir þjóðlegu skotveiðimenn borgi í sameiginlegan sjóð fyrir veiðileyfi á ref, svipað og er um aðra veiði, og þá ekki nema þar sem það er óhætt með tilliti til þokkalegrar refaverndar og varðveislu náttúrufegurðar sem af skepnunni hlýst.

Gömu góðu grenjaskytturnar ætti svo að gera að leiðsögumönnum ferðamanna um helstu refaslóðir.

Gagg, gagg!

Tags:
Skrifað þann 29 October 2012 kl 6:09
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

AxelFreyr

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 19 September 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Það ætti að nota skattpeningana okkar í eitthvað annað en að halda þessum fýr og ónáttúru uppi. Eins og einn sagði, þetta er dapurt blogg.

Skrifað þann 29 October 2012 kl 8:52

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Hann er nafni sínu samkvæmur, hann er óttalegur ......!
"Núorðið er þetta kannski meira svona þjóðleg fræði – og varla ástæða til að setja skattpeningana okkar í þessar fjallaferðir." Það hefur nú ekki verið ástæða til að setja skattpeningana okkar í þessi laun hans. Það er frekar augljóst að vitneskja hans um þessi mál, sem önnur, er ekki víðtæk né mikil. Vonandi sér vinnuveitandi þessa merkikertis ástæðu til þess að segja honum upp fljótlega smiling

Kveðja Keli

Skrifað þann 29 October 2012 kl 9:08

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Ágætu félagar.

Afsakið fáfræðina, en hver er þessi opinberi strfsmaður hvers skrif valda
slíkum leiðindum?


Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 29 October 2012 kl 12:45

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Mörður heitir hann Árnason, atvinnukrati.

Kv. Stefán Jökull.

Skrifað þann 29 October 2012 kl 13:22

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Takk fyrir svarið Stefán Jökull.

Guð minn góður!

Vitið þið ekki að maðurinn Mörður er fæddur óskeikull og
auk þess hokin af erfiðisvinnu til sjós og lands til áratuga??
Eða þannig....

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 29 October 2012 kl 13:45

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Og nú væri fróðlegt að sjá skoðanir félaga Marðar hraktar með einhverju öðru en upphrópunum og ad hominem rökum.
Sömuleiðis væri gaman að sjá vitnað í þær lagagreinar sem skylda alla til að hafa eina skoðun á refaveiðum og lögleiddu brottrekstur þeirra úr vinnu sem hefðu hana ekki.

Skrifað þann 29 October 2012 kl 18:19

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Sæll kæri Þorvaldur það er lítið mál að hrekja þessar fullyrðingar Marðar og þó sérstaklega hvað dýrbitið fé varðar og er þar skemst að nefna allt það fé og myndir af lömbum og rollum í fönn úr síðasta hreti nagaðar lifandi.
Og hef ég hér áður sett inn hlekki á greinar og myndir af skaða af tófum síðustu 2 ár og ef þú villt skal ég grafa þær aftur upp og setja hlekkinn á þær aftur.
Eins og þá sem kom í Feyki um 23 dýr unnin og var skamt milli grenja og fundust ef ég man rétt 78 lambshræ á grenjunum og eitt dyrið var fellt með hjarta og eitthvað annð í kjaftinum að koma heim.
Og svo er þetta vitnað í manninn

Sannleikann þekkja allir sem koma nálægt þessum veiðum – stjórnmálamenn á þingi og í sveitarstjórnum, embættismenn, bændur og skyttur: Þetta er atvinnustyrkur til einstakra byggða, sem hagsmunagæslumenn rífast um á hverju ári. Alveg gagnslaust tiltæki – nema auðvitað til að halda við hetjuskap í sveitum og styrkja þjóðlega ævintýramennsku í baráttunni við melrakkann og rífinn, skolla og blóðdrekk, holtaþór, lágfótu, djankann og dratthalann.

Hvað meinar maðurinn ? Grenjaskyttulaun eru borguð af sveitarfélögum og ríkið endurgreiddi virðisauka af skotverðlaunum.
Það er ekkert verið að úthluta þessu til einhverra byggða! Maðurinn bullar bara með orðskrumi og flottum orðum til að fela ruglið.

Kveðja ÞH

Skrifað þann 29 October 2012 kl 19:31

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Sæll Þorsteinn.
Vitaskuld eru það svona rök sem á að setja fram en ekki upphrópanir. Skynsamir menn hrópa ekki: Heimska, heimska, heldur útskýra hvað orkar tvímælis í málstað háttvirts andstæðings.
Hitt er svo vitaskuld annað mál að skoðanir félaga Marðar eru ekki heldur með öllu órökstuddar. Þannig hefur margsinnis verið sýnt fram að til skamms tíma var miklu meira fé varið til tófuvarna en sannanlegt tjón af völdum tófu var. Svo var ástandið í hausthretinu vonandi ekki dæmigert og fremur ólíklegt að slíkt endurtaki sig. Erfitt er líka að liggja tófum á hálsi fyrir að þiggja þvílíka veislurétti sem þeim berast fyrirhafnarlaust og má minna á að allmargir veiðimenn hafa fóðrað tófur á svipaðan hátt og hrósað sér af og á þann veg lagt sitt af mörkum til að tryggja framgang tófustofnsins. Svo er reyndar eftirtektarvert að í fréttum undanförnu um fundnar lifandi kindur í fönn er ekkert minnst á að tófur hafi farið í þær.
En mergurinn málsins er vitaskuld sá að vilji menn að samfélagið, og ríkið lagði fram fé til þeirra allt til 2010, haldi áfram að styrkja tófuveiðar verður að rökstyðja þörfina fyrir það sem hefur óneitanlega farið minnkandi undanfarna áratugi. Það teljast léttvæg rök að tófan sé grimm, sérstaklega komi þau frá mannskepnunni sem er ein fárra sem drepur sér til skemmtunar. Tófan drepur þó bara af þörf.
En umræða, án gífuryrða, er þörf og nauðsynleg.
Mbkv. Þ

Skrifað þann 29 October 2012 kl 21:10

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Það er satt umræða án upphrópana eða fúkyrða er þörf.
Og reynsla manna misjöfn af tófunni.
Ég er í þeim hópi sem finnst hún full aðgangshörð við sauðféið hér í Austur Húnavatnssýslu og að henni hafi mjög fjölgað hér og það verði að sporna við henni og fækka.
Það vantar heilsteypta skráningu á bitnu féi svo hægt sé að átta sig á umfangi tjóns af völdum tófunar.
En ef við látum mófugla umræðuna vera í bili og einblínum á meint tjón bænda þá koma svona spurningar fljótlega.
En hver á að borga brúsann ?
Bændur geta byrjað og velt því á neitendann sem verður ekki sáttur við það og heimtar að ríkið sjái um þetta og þá erum við kominn á upphafsreit.
Síðasta vetur tóku sig saman 3 bóndabæir og fengu mig til að liggja fyrir tófum því þeir voru búnir að vera að tapa miklu af lömbum og vildu meina að tófan ætti einhvern þátt í því en að sjálfsögðu ekki allan.
Ég er líka sammála því að mannskepnan er sú grimmasta en því miður þá drepur tófan líka þó ekki sé þörf en það er hluti af náttúrunni hún er að búa til varabirgðir ef það skyldi harna á dalnum stundum þarf stundum ekki.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 29 October 2012 kl 22:40

Johann71

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Nú hef ég enga sérstaka skoðun á því hvort eigi að fækka tófu þar sem hún sæki á fé og fugla í auknu mæli, enda þekki ég það bara alls ekki þannig að ég geti tjáð mig um það út frá því sjónarmiði

Hins vegar furða ég mig á því hvers vegna það eigi að greiða refaskyttum laun fyrir að drepa refinn, eða kannski öllu heldur af hverju ég, sem er ekki bóndi né hagsmunaðili þess að fækka ref, og aðrir sem svipað er ástatt um eiga að standa straum af þeim kostnaði !

Mér þykir eðlilegast að þetta sé greitt af dúntekjumönnum, bændum sjálfum og öðrum hagsmunaaðilum, það eru jú bara þeir sem njóta góðs af því að refnum sé fækkað. Er þá ekki sjálfsagt að þeir standi sjálfir straum af þeim kostnaði ?. Af hverju eiga útsvarsgreiðendur að standa straum af kostnaði við að minnka rýrnun annarra í sinni atvinnustarfssemi ?

Sé að sá sem póstaði á undan tæpti eitthvað á þessu, en komst að rangri niðurstöðu. Greiði bændur kostnaðinn við þetta og velta því út í verðið þá hef ég sem neytandi VAL. Ég get valið að kaupa ekki afurðina á því verði ef mér mislíkar það. Hins vegar ef ríkið eða sveitarfélagið greiðir þá hef ég ekkert val um það. Það er ég ósáttur við.

Skrifað þann 30 October 2012 kl 8:14

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Valdur, þú skrifar"Sömuleiðis væri gaman að sjá vitnað í þær lagagreinar sem skylda alla til að hafa eina skoðun á refaveiðum og lögleiddu brottrekstur þeirra úr vinnu sem hefðu hana ekki."
Þetta hefur ekkert með lagagreinar að gera heldur erum við kjósendur atvinnuveitandi þessa manns, auk allra hinna þarna á Alþingi. Svo eru kosningar framundan ef mér skátlast ekki því mun meira og þá er hægt að strika yfir nafn manna, ef vilji er fyrir hendi.
Var þetta nokkuð of flókið fyrir þig og mín hugsun of langsótt, þar sem að greinilega verður að útskýra hlutina mjög mikið til þess að þú sért sáttur??mischievous

Johann71, Mörður fjallar líka um minkinn "minkahernaðarins, sem reyndar er næstum jafnmikið rugl ".
Refur í of miklu mæli veldur tjóni á fuglastofnum og refastofninn er í sögulegu hámarki núna samkvæmt skýrslum þar um. Væntanlega vegna hlýnandi veðurfars og mannanna verka. Minkurinn er aðflutt vargdýr sem er líkust manninum hvað drápsgleði áhrærir og veldur skaða á fugla og fiskastofnum.
Ef að fuglum fjölgar við það að fækka í refa og minkastofninum, þá ert þú að njóta góðs af því ef þú ert veiðimaður eða náttúruunnandi.

Kveðja Keli

Skrifað þann 30 October 2012 kl 12:12

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Sæll Jóhann71 nei ég held að niðurstaðan sé rétt hjá mér þó það sé vitaskuld rétt hjá þér að þú hefur val um að hafna því að kaupa vöruna mislíki þér verðið.
En ég held að við vitum það nú báðir að ef neitandanum langar í vöruna þá kaupir hann hana en kvartar samt undan verðlagninguni því hann geti ekkert að því gert þó tófan sé að valda skaða.
Þetta er gamla sagan um að einhver annar en ég á að borga með réttu eða röngu.
Góð veiðistjórnun kostuð af ríki með eftirliti og aðhaldi og skráningu á tjóni af tófuni er að mínu mati eina lausnin .
Og þá geta menn látið tölulegar staðreyndir tala sínu máli og brugðist við í samræmi við þær.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 30 October 2012 kl 12:55

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Og af hverju, ágæti Keli, ætti ég að vera á sömu skoðun og þú um réttmæti skoðana félaga Marðar á refaveiðum? Og af hverju ætti almennt að segja mönnum upp vinnu vegna skoðana á einstökum málefnum? Nú er það reyndar nánast örugglega svo að miklu fleiri eru sömu skoðunar og félagi Mörður hvað refaveiðar varðar en þinni. Og kjósendur Marðar eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn láta sér flestir refaveiðar í léttu rúmi liggja og önnnur málefni vega þyngra.
Og svo er það kannski ekki vísasta leiðin til að snúa mönnum á skoðunum sínum að láta liggja að því að þeir séu heimskir.
Jamm.

Skrifað þann 30 October 2012 kl 13:10

garpur

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Sem betur fer eru menn ekki sammála um það hvort að refaveiðar eigi rétt á sér eða ekki, nóg er nú samt af meðalmennsku foræðishyggju þvælunni sem er að tröllríða öllu í dag. Eflaust finnst meirihluta landsmanna vitleysa að þeir séu að borga fyrir refaveiðar, sem er í raun vitleysa því að meirihluti landsmanna er ekki að borga neitt. Sveitarfélögin borga brúsan og ríkið hirðir skatinn.
Mig langar í þessu samhengi að benda á frétt í mbl í dag um hund sem lagðist á fé á Suðurnesjunum, hver borgar brúsann þarna er það ekki ég eða þið, hundahreinsarinn hirðir gripinn, hann er trúlega á launum hjá sveitarfélaginu, fer með hundinn til heilbrigðiseftirlits sem við borgum með sköttum. Þar er hann geymdur á okkar kostnað.
Eigandinn er ófundinn, hundurinn óskráður þannig að trúlega er eitthvert félagsmálabatteri sem hefur átt hann og hver heldur þeim uppi...
Rikið okkar á að styðja við refaveiðar þannig að halda megi þessu fallega og skemmtilega dýri í skefjun, það hefur sýnt sig að dýralíf, fyrir utan fé og æður, fer verulega halloka ef engar veiðar eru stundaðar.
Það er eflaust hægt að halda því fram að þetta séu byggðasjónarmið og styrkur við einhverja fjallkarla sem finnst það töff að liggja úti og skjóta málleysingja sér til gamans, það getur hver áttt fyrir sig.
Við sem samfélag erum komin langt frá okkar uppruna þegar við urðum að berjast fyrir tilveru og brauði, það er erfitt að réttlæta veiðar í dag en það er samt hægt en sleggjudómar og upphrópanir duga skammt.
Því miður er það þannig að þessar veiðar eru nauðsynlegar og einhver þarf að borga brúsan.

Fleira um hunda sem eru eftirlitslausir.

http://www.feykir.is/archives/60014...

Skrifað þann 30 October 2012 kl 13:34

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refaveiðar eru rugl

Þetta er vel skrifað og hugsað Garpur og ekki hallað á neinn.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 30 October 2012 kl 13:56