Refur V/S Minkur....

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jú..... Langar að deila mað ykkur vitneskju frá félaga mínum sem á sumarhús nálægt aðalvík á ströndum... Félaginn hefur skráð hjá sér allt dýralíf þar á bæ í um 20 ár, og nú í vetur tók hann þetta saman í samanburðarriti... Á fjögura ára fresti var minkur í hámarki og mógfugl í lágmarki... Svo verður ákveðið sjokk á fjórða árinu og um vorið sést varla minkur.... Étur refurin mink...?

kv hr

Tags:
Skrifað þann 21 March 2013 kl 22:48
Sýnir 1 til 18 (Af 18)
17 Svör

andrimar1

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 14 November 2012

Re: Refur V/S Minkur....

eftir nokkra sekúndna gúggl sá ég þetthttp://wiki.answers.com/Q/Do_foxes_eat_minks... , veit ekki hversu áreiðanlegar upplýsingar þetta eru enn skv. svarinu þá já.

Skrifað þann 21 March 2013 kl 22:52

heimirsh

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 12 August 2012

Re: Refur V/S Minkur....

minkarefur í stað minkahunds? þjálfa upp yrðlinga í þetta smiling

Skrifað þann 21 March 2013 kl 22:56

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Svarið er já, hef séð minka-hræ á greni.

Feldur

Skrifað þann 21 March 2013 kl 23:23

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Jú rebbi étur mink og það hef ég séð sjálfur, hann notar líka tækifærið til þess að fækka lífum kattar um 9 stykki ef hann sér færi áconfused Auðvitað eru kettlingar og yngri kettir meira spennandi en fullfrískur stór fjósaköttur en refur sem að drepur rollur er ekki að fara fá hland fyrir hjartað vegna minkaræfils, frekar að hann fái brjóstsviðamischievous

Kveðja Keli

Skrifað þann 21 March 2013 kl 23:40

odinn_logi

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

ég hef skotið mjög stóran mink á tófugreni og hann var gagngert að koma til að ræna eða spyrja eftir yrðlingonum en væri fróðlegt að vita hvort aðrir hafi séð þetta ?

Skrifað þann 21 March 2013 kl 23:46

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Ágætu félagar!

Þetta finnst mér frábærlega skemmtilegur og fræðandi þráður!!!
Ekki hefði manni dottið þetta í hug!
Sérstaklega finnst mér athyglisvert ef minkurinn
er að ræna (refs) yrðlingum!!
Ef þetta er svona.....fyrst þetta er svona.....þarf þá ekki að
skoða allt málið uppá nýtt?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson,
sem hélt í sinni heilögu einfeldni að pestin af dauðum minknum
yrði til þess að engin gæti étið ófétið?
Svo lengi lærir sem lifir!!

Skrifað þann 22 March 2013 kl 20:15

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Jú .... Magnús, Bensh og að eiífu enter.... Þetta er alment um veiði... Þarna er fátt um svör...

kv Hurðrbakströllið.... Sem er alinn upp í svipaðri sögu ........

Skrifað þann 22 March 2013 kl 21:42

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Ágæti félagi Elías (byðst afsökunar ef ég nefni þig röngu nafni!)

Þessi póstur þinn um þann möguleika að refurinn legðist á
minkinn, í harðræði, er alveg magnaður!!
Í frmahaldinu koma fram frábærir veiðimenn sem styðja
þennan þanka þinn!!
Ég bara spyr eins og sá kjáni ég er í þessum fræðum:
Sú staðeynd að refur étur mink og að minkur hugsanlega
éti yrðlinga...... Eru þetta ekki stórkostlegar breytur í
reiknilíkani þeirra sem allt um refin og minkin segast vita?

Eins og áður segir...spyr sá sem ekki veit.....en vill vita!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 March 2013 kl 22:04

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Jú... Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi deildi með okkur sinni reynslu eftir mesta megni... en þar var ekki minnst á þennann möguleika rebba....

kv hr

Skrifað þann 22 March 2013 kl 22:14

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Ágæti félagi Elías!

Ef þetta er svona þá hjlóta allir að sjá að fyrri rannsóknir á refum / minknum
eru eintóm þvæla...komin er fram breyta sem engin hefur minnst á hingað til.
Kannski er ég of orðhvatur ...og því vil ég spyrja;
Hafa þessar upplýsingar verið byrtar áður?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Hurðarbak...þú ert magnaðri en ég hélt..
hver veit nema ég heimsæki þig og við getum
saman hlegið af öllum heimsins vanda!!

Skrifað þann 22 March 2013 kl 22:29

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Nei... Magnús að eilífu... En þetta er löngu vitað...... Bara ekki hérna inni...... Mér fannst nóg komið af pappaskyttum og prófaði að setja inn eitthvað um veiði.... Og svo verður allt vitlaust út af því líka......

kv hr

Skrifað þann 22 March 2013 kl 23:03

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Þetta er athyglisverð frétt/staðreynd, en kemur í raun ekki svo mjög á óvart. Rándýr éta sér minni dýr og þá sérstaklega þegar harðnar á dalnum. Hýenur éta ljónsunga osfrv. Það sem kom mér stórkostlega á óvart hins vegar var fréttin um að kindur og hross éti mófuglaegg í töluverðu magni og jafnvel unga (Frbl eða Mbl í dag). Ef eitthvað setur nýjan vinkil á niðurstöður dýralífsrannsókna hér á landi, þá hlýtur það að vera þetta.

Skrifað þann 23 March 2013 kl 18:59

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Eru menn að missa sig út af þessu sem löngu er vitað? Auðvitað vita þetta líffræðingar sem ransaka lífríkið.
kv Mummi

ps Álftir borða rollur

Skrifað þann 23 March 2013 kl 20:03

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Ágæti félagi bjasi!

Þetta eru alveg magnaðar fréttir!!
Sannleikurinn er sá að við vitum svo ósköp lítuð um
lífríkið hér á jörð að það hálfa væri nóg!
Við erum tegundin sem fór til Tunglsins í áradaga tölvutækninnar...
og það sem er enn magnaðra.....til baka líka!
Það eru enn að finnast áður óþekktar dýrategundir hér á þurrlendinu ...
svo ekki sé talað um þær furðuskepnur sem höfin geyma.
Náttúrufræðin er svo ung grein að kannski er ekki raunhæft að
ætlast til að þeir fræðimenn séu með réttu svörin.
Ég man þegar ég var ungur maður voru til dæmis uppi kenningar
um sveiflur í rjúpnastofninum á 7 ára fresti....svo var seinna talað um 10 ár ..
ég veit ekki hvernig stigin standa núna....þetta er er ekki sagt neinum til lasts..
eins og ég sagði ...þessi vísindi er svo ung.
Í 33 ár var ég tilsjónarmaður Elliðaánna fyrri hönd eigenda þeirra Reykjavíkurborgar.
Á hverju ári komu flokkar upplitsdjarfra manna og kvenna, af mörgu þjóðerni til að rannsaka
og varpa ljósi á galdur þessar náttúruperlu.
Skýrslur þessa góða fólks voru afar athyglisverðar......ef ekki væri nema fyrir þá staðreynd
að engri þeirra bar saman!!
Niðurstaða: Þessi vísindi eru svo ung að ekki er sanngjarnt að krefja þá sem
þau stunda svara sem höggva má í stein!
Hugsið ykkur....hverjum hefði dottið í hug að blessuð sauðkindin væri eggjaræning!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem sér sauðkindina í alveg nýju ljósi....grín.

Skrifað þann 23 March 2013 kl 20:13

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Sæll mummi, og aðrir. Nú má vel vera að líffræðingar hafi lengi þekkt til ránkinda og -hrossa, en ekki-líffræðingar vita þetta sennilega ekki. Ég hef enn ekki fengið sviðahaus með vígtönn. Ef við pælum þetta aðeins lengra, þá eru sauðfé hér á landi rúmlega 450.000 stk og hross rúmlega 50.000 (Hagstofan 2010). Mér tókst ekki í fljótu bragði að finna áætlaða stofnstærð refs en heyrði töluna 12.000 einhvers staðar nýlega. Finn ekkert um stofnstærð minks. Í fréttinni sem ég vitnaði í (Frbl 23.3.13) var fest á filmu eggjarán í 13 tilfellum. Kindur voru að verki í 7 tilfellum, kjói í 3, hross í 2 og tófa í 1 (enginn krummi!). Með því að taka mið af fjölda nefndra dýra upp um móa og hálendi Íslands finnst mér, án þess að missa mig á nokkurn hátt, að það opnist nýr og mjög athyglisverður vinkill á afrán mófugla.

Skrifað þann 24 March 2013 kl 15:25

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Hef orðið vitni af að sjá ref veiða mink í þarafjöru. Og tók hann í kjaftinn og fór með burt.
Og já, álftir eru skaðræðisskepnur. Horfðum á par drepa gæsaunga undan pari sem álpaðist niður Laxá inn á svæði þeirra líklegast. Sjá aðferðina, elti ungana uppi og er það í eina skiptið sem ég hef séð álft kafa og hverfa undir yfirborðið.. beit síðan í ungana og hélt þeim meðan hún barði þá með vængbarðinu til dauða. Klárið svona sex stóra unga.

Skrifað þann 24 March 2013 kl 15:39

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refur V/S Minkur....

Ég hef séð álft ráðast á lamb sem vogaði sér of nálægt hreiðrinu. Hún beit í dindilinn og barði það með vængunum til dauðs.

kv að veztan

Skrifað þann 24 March 2013 kl 21:24