Refurinn 2013.

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Riffilskyttur athugið:

Nú styttist í Refinn 2013 en mótið fer fram á svæði SKAUST 25 maí n.k. Hér fyrir neðan má sjá reglur um mótið og á linknum þar fyrir neðan má sjá myndband frá Refnum 2012.

Fh. riffilnefndar SKAUST, Hjalti Stef.


A.t.h Það slæddist villa ínn í reglurnar um að Bench Rest rifflar væru ekki leyfðir, það er RANGT, það eru allir rifflar leyfðir. 3" forskefti hafa ekkert umfram nema í skorðum (resti)

http://skaust.net/refur/



http://www.youtube.com/watch?v=C-7v1-7sUic...

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 4 April 2013 kl 12:43
Sýnir 1 til 20 (Af 21)
20 Svör

6,5x55 sako 75

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Það slæddist engin villa í reglurnar (upphaflegu), þær voru samdar svona við fyrsta refamótið til að halda frá BR rifflum.

Þú hefur bara breytt reglunum svo þú megir vera með.

Skrifað þann 4 April 2013 kl 13:39

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Kjartan.

Ekkert rugl hér. Ég hef ekki tekið þátt í Refnum undafarin ár, enda upptekinn við að halda mótið og mynda !

En það er algerlega ástæðulaust að banna BR riffla því að þegar þeim er skotið án rests að þá nýtist 3" forskeptið ekki neitt. Skorður (rest) eru bönnuð og því eru allir jafnir.

Fh riffilnefndar SKAUST, Hjalti Stef.

Skrifað þann 4 April 2013 kl 15:06

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Þetta er bara gaman að svona öðruvísi keppnum og þar sem tíminn er nægur þá væri gaman að geta komist með einhverjum fram og til baka.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 4 April 2013 kl 15:12

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Hvar á maður að skrá sig ?

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 4 April 2013 kl 17:53

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Blessaður Jón.

Þú getur skráð þig á poldinn@gmail.com eða síma 861 7040. Svo verður auglýst meira er nær dregur. Engum verður vísað frá þótt þeir skrái sig seint. Það eru 6 vikur í mót enn. En það er gott að gefa mönnum fyrirvara svo þeir geti skipulagt sig.

Fh riffilnefndar SKAUST, Hjalti Stef

Skrifað þann 4 April 2013 kl 19:06

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Sæll og blessaður félagi Hjalti!

Gaman af þessu!!

Svona fyrir forvitnisakir...mannstu hvað rebbinn (skotmarkið ykkar)
er margar tommur frá kvið uppá bak?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 4 April 2013 kl 20:44

6,5x55 sako 75

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Ekkert rugl hér í gangi.
Ég tel að menn séu nú ekki jafnir með BR riffla sem eru nú taldir nákvæmustu rifflar í heimi.
Það tel ég ekki jafnt en nó um það. ætla nú ekki að skemma neitt fyrir þessu móti enda kom ég því á fyrir austan. En ég setti þetta svona í upphafi til að reyna fá þessa almennu veiðimenn sem stundar veiði mikið en pappa minna til að mæta á mót sem líktist meira veiði. En sumir þessara manna eru hræddir við BR menn og riffla (sem er reyndin)

Ég óska ykkur góðs móts en því miður kemst ég ekki á mótið, verð á fullu í sauðburði.

Skrifað þann 4 April 2013 kl 20:48

Lakason

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Eru hljóðkútar leyfðir?

Skrifað þann 4 April 2013 kl 20:59

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Sæll Magnús.

Þetta eru stríðaldir Héraðsrefir, hreindýraket í annað hvert mál ! Þeir eru um 12 sm á hæðina, að feldinum slepptum, þetta er svipað og lítil kók dós, sjá mynd. Hljóðkútar, því ekki ?

Viðhengi:

Skrifað þann 5 April 2013 kl 12:01

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Sæll og blessaður Hjalti!

Takk fyrir svarið.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 5 April 2013 kl 12:11

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Þurfa kútarnir ekki að vera löglegir (þ.e.a.s. skráðir)?

Feldur.

Skrifað þann 5 April 2013 kl 13:02

K-pax

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Af hverju búum við ekki til fleiri vandamál?

Skrifað þann 5 April 2013 kl 13:42

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Sammála K-pax.
Einn sem heyrir bara það sem hann vill heyra.. shades

Skrifað þann 5 April 2013 kl 13:49

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Fyrir mitt leyti er ég ekkert smeikur við BR kallana og fer með því hugarfari að gera mitt besta og vera með.
Aðalega myndi mér finnast gaman að hitta mannskapinn og spjalla og bara hafa alment gaman.
Fagna bara öllum svona skemtilegum uppákomum.
Vonandi kemst ég.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 5 April 2013 kl 14:15

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Glæsilegt.

Til lukku með frábæra vinnu.
Skoða hvort ég eigi möguleika á að kíkja við og taka botnsætið smiling

Þetta er bráðskemmtilegt mót og er að festasig í sessi.
1-3 tommur ........... ekkert rest ekkert mál smiling
Þekki menn sem nota rest í skothúsum svo þetta er ekki út í hróa

Gangi ykkur vel.


E.Har

Skrifað þann 5 April 2013 kl 14:17

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Sælt.

Gisminn slær rétta tóninn, bara mæta með sinn búnað, góða skapið, hitta fólk með sama áhugamál og vera með. Þetta er ekki flókið

Skrifað þann 5 April 2013 kl 14:42

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Refurinn 2013.

Flott framtak hjá ykkur.
Svona íslenskt Silhouette.

Skrifað þann 7 April 2013 kl 13:03

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Flott myndband, væri gaman að taka þátt í svona en ég held að það verði að fara að taka æfingar fastari tökum en hingað til ef maður á að hitta svona "kríli" á 500 metrum og svo hlýtur sá sem vann að hafa fengið tvöfalda ánægju út úr þessu með því að vinna með "bónusrifflinum" smiling takk fyrir þetta.
kv:Kalli

Skrifað þann 7 April 2013 kl 15:23

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Refurinn 2013.

Já...

Skrifað þann 17 April 2013 kl 20:13
« Previous12Next »