Reynsla af riffilsjónaukum

isak2488

Svör samtals: 19
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Er að fara að panta mér kíkir og er með valkvíða á háu stigi,

http://www.opticsplanet.com/leupold-vx3-85-25x50mm-riflescope.html...

http://www.opticsplanet.com/sightron-siii-ss-10-50x60mm-side-focus-...

http://www.opticsplanet.com/steiner-4-20x50mm-s-7-reticle-riflescop...

http://www.opticsplanet.com/vortex-viper-hs-lr-6-24x50mm-rifle-scop...

http://www.opticsplanet.com/zeiss-hd5-conquest-5-25x50-rifle-scope....

Valið stendur á milli þessara 5. er svolítið skotin í Sightron, en það væri gaman að fá ykkar álit á þessu

Tags:
Skrifað þann 1 July 2014 kl 23:15
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

Væri fróðlegt að fá að vita hvað þú ætlar hann í (veiði, pappi, vargur eða eitthvað bland).

Það er mikill munur þarna á milli sjónauka, t.d. er 10-50X60 Sightron oftast notaður í BR eða mjööög löng færi og í þyngri kantinum eða um 1 kg.

Feldur

Skrifað þann 1 July 2014 kl 23:48

isak2488

Svör samtals: 19
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

Já, er aðalega í vargnum og stökusinnum pappa. Vill samt helst geta zoomað þokkalega á 300+

Skrifað þann 2 July 2014 kl 12:04

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

Fyrir mig personulega þá myndi ég útiloka allt sem ekki er með target turnum í dag vegna þess að þegar þú lærir að skjóta og ert kominn með fjarlægðarmælir þá viltu geta klikkað sjónaukan upp í það færi sem þú ert að skjóta á.

Þetta útilokar Leupoldinn sem þú ert með listaðan þarna, sem er reyndar eini sjónaukinn af þessum sem eru þarna listaðir sem ég á og hef reynslu af því að nota.

Þetta útilokar líka þennan Sightron sem þú ert með. Athugaðu líka að mikið Zoom er ekki alltaf nothæft og 50x Zoom er eitthvað sem þú myndir mjög sjaldann nota á veiðum jafnvel er 30 x Zoom í hærri kantinum til þeirra hluta.

Steiner sjónaukinn er ekki heldur með target turnum ekki frekar en Zeiss-inn.

Eftir Stendur Vortexinn sem uppfyllir þær kröfur, hann er líka FFP sem einhverjum finnst mikill kostur, en ég hef bara átt SFP sjónauka svo ég get ekki mikið kommentað á það. Ég held að þetta sé ágætis sjónauki.

En ég mundi líka skoða þennan NightForce sem Hlað er að selja í þínum sporum. Þetta er örugglega mjög skemmtilegur sjónauki sem þú átt eftir að eiga lengi.

NightForce NSX 5,5 - 22 x 56.

Skrifað þann 2 July 2014 kl 13:03

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

Nokkuð sammála þeim sem hafa sagt sitt álit en ég er með Sightron 8-32x56 milrat mildot og gæti ekki verið sáttari
kv
ÞH

Skrifað þann 2 July 2014 kl 13:09

slingur

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

http://www.theriflescopestore.com/lema4lrlorat.html


Ég pantaði frá þessum reyndar vx1 sjónauka en er samt mjög ánægður með hann og svo er leupold með lífstíðar ábyrgð sem skemmir ekki fyrir ef eitthvað hendir sjónaukan.

Skrifað þann 2 July 2014 kl 18:56

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

sammála Stebba Sniper, Nightforce 5.5-22x56 er sennilega einn skemmtilegasti sjónaukinn á markaðnum, byggður eins og skriðdreki, bjartur og nákvæmur.

erlendis er hann mjög vinsæll í long range skotfimi.. allt að 2.5km og svo allt styttra líka smiling

Skrifað þann 2 July 2014 kl 19:47

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

Tek undir með Stebba og öðrum hérna varðandi turna og þess háttar pælingar. Langar að bæta við að þegar þú ert kominn í svona grip þá mundi ég persónulega passa að færsla og kross stemmi. Það gerir allan útreikning svo mikið auðveldari. Þ.e.a.s. Mil-kross og Mil-færslu.

Sjálfur er ég með Vortex Viper PST 6-24x50 MRAD og sterklega með honum ef þú hefur ekki fjármagn í Nightforce, Zeiss, S&B eða þess háttar gæðagler. Sjá hér:http://hlad.is/index.php/netverslun/sjonaukar/riffilsjonaukar/vorte...

Eins er Bergur að selja Vortex HS týpuna hér á spjallinu. Væri sterkur leikur að heyra í honum og fá meiri upplýsingar um gripinn.
http://hlad.is/index.php/spjallbord/til-soelu-oska-eftir/riffilsjna...

Gangi þér vel með þetta.

Mbk. Tóti

P.s. FFP var alger bylting fyrir mér og ég fer seint aftur í SFP.

Skrifað þann 9 July 2014 kl 0:03

zaxi69

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

Tek undir það með öðrum að auðstillanlegir turnar eru mjög þægilegur fídus.

Keypti sjálfur NightForce Benchrest kíkinn frá Hlað, 8x32/56. Get séð kúlnafar eftir 65x55 á 500 metrum á hvítu blaði, bjartur og góðar stillingar á honum (1/8" færsla í stað 1/4" færsla í veiðisjónaukunum). (http://hlad.is/index.php/netverslun/sjonaukar/riffilsjonaukar/nightforce/nightforce-riffilsjnauki-bench-rest/). Kíkir sem hefur unnið til margra BR verðlauna erlendis að mér skilst.

Þessi kíkir er rétt um 200 gr. þyngri en veiðisjónaukarnir frá NF en ef maður veltir því fyrir sér þá er maður nú ekki mikið að labba með þessar græjur mjög langar vegalengdir, helst þá í hreindýri en þá lætur maður sig bara hafa það smiling

Skrifað þann 9 July 2014 kl 13:55

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynsla af riffilsjónaukum

Þessi hér hefur reynst mér vel, ef hann er eins og minn gamli góði Elite 6500 tactical. Alls ekki verri en nigthforce gler td. Mjög skemmtilegir og passlega stífir turnar til að klikka upp og niður allan daginn smiling
http://www.opticsplanet.com/bushnell-4-5-30x50-matte-30mm-argon-eli...

Skrifað þann 9 July 2014 kl 20:02