Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

bsb

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

Sælir félagar,
Ég er einn að þeim sem hefði gaman af því að prufa þetta. Ég er með Tikku T3 Tactical .308 og 20" hlaup og hef verið að leita mér að upplýsingum um hvernig og hvort að Tikkan með svona stuttu hlaupi væri nothæf í þetta. Netið er fullt af fróðleik um þetta og sumir sem telja að stutt hlaup gæti jafnvel verið betra ef það er vel smíðað meðan aðrir telja að nauðsynlegt sé að hafa lengra hlaup til að koma kúlunum á nægan hraða. Ég læt hér einn hlekk fljóta með af 1000 yarda tilraun með 20" hlaupi.
Þessi aðili er ekki að skjóta með resti og ég verð að segja að þetta er hrikaleg vel skotið.
http://www.youtube.com/watch?v=xesBYKRzqew...
Kveðja
Björn

Skrifað þann 16 December 2012 kl 23:03

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

hvað eru sighterar? svona fyrir þau okkar sem ekki ennþá inni í "lingóinu"

Skrifað þann 16 December 2012 kl 23:08

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Reynum aftur 1000m / yd skotfimi.

sighterar eru þau skot sem þú tekur til að stilla af miðið, þau eru ekki skotin í keppnis skífuna og telja ekki til stiga.

á 1000m er vindurinn farinn að hreyfa kúluna mikið til hliðar og því gott að taka nokkra sightera til að vera viss um að allt sé rétt stillt til að maður hitti blaðið.

Skrifað þann 16 December 2012 kl 23:21