Þrífa olíu/feiti af byssu.

gullli

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir heiðursmenn (og hinir líka).

Mig langaði að vita hvað þið notið til að þrífa feiti, bæði geymslufeiti og gamla olíu, af haglabyssunum ykkar.

Núna var ég að taka í sundur byssu sem ég hef smurt með Fin-lube Teflon spreyinu frá Kemi og svo virðist sem sú feiti þykkni og klístrist þegar hún verður gömul (1+ ár) og lítið hreyft við henni. Ég er búinn að þrífa þessa byssu og gerði það með bremsuhreinsi, úðaði bara í tusku og strauk yfir bolta og skothús en úðaði beint á gikkverkið, og allt varð skínandi fínt.

Svo fóru að renna á mig tvær grímur. Gikkverkið er sambland af gormum, málmum og plasti, og skothúsið er líklega húðað/unnið á sérstakan hátt með einhverjum efnum (synthetic, ekki camo).

Getur verið að bremsuhreinsirinn sé of sterkur til að nota við að þrífa þessa olíu í burtu. Þá á ég við hvort hann gæti unnið einhverjar skemmdir á plastinu eða húðuninni á byssunni. Hann þrífur olíuleifarnar prýðisvel, en verra þætti mér ef byssan skemmdist með hverjum þrifum, þegar maður einmitt stendur í þeirri meiningu að maður sé að "gera henni gott" með þrifum.

Ég smurði (með Fin-lube, teflonspreyi og einhverri "spes" byssuolíu) strax eftir þrifin á byssunni og ég sé ekki neitt á henni að hún hafi borið neinn skaða af - en mig langaði engu að síður að kasta þessum vangaveltum til ykkar og sjá hvaða svör og viðbrögð ég fengi.

Góðar stundir.
Gulli.

Tags:
Skrifað þann 18 November 2012 kl 23:21
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þrífa olíu/feiti af byssu.

Ég nota alltaf WD-40 til að þrífa, blæs svo mest af með þrýstilofti og smyr svo með þunnri olíu. Mæli ekki með bremsuhreinsi, sérstaklega ekki á plast, hann á það til að skemma það (hvítnar).

WD-40 er fínt til að þrífa en ekki sem smurning þar sem það gufar upp tiltölulega fljótt.
Vona að þetta komi að notum.

Feldur

Skrifað þann 19 November 2012 kl 21:45

gullli

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þrífa olíu/feiti af byssu.

Mikið skoðað en fátt um svör.

Þakka þér fyrir þitt innlegg Feldur. Kem til með að prófa þetta næst.

Mbk.
Gulli

Skrifað þann 20 November 2012 kl 18:51

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þrífa olíu/feiti af byssu.

Nota bremsuhreinsir til að þrífa gikkverk og skotfærarörið. Er svo með hreinsisett frá hoppes til að hreinsa rest. Í settum á að vera olía til að smyrja gikkverkið.

Skrifað þann 20 November 2012 kl 23:59