Þrif á rifflum, alltaf að læra

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Jæja alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Eftir að hafa þrifið riffilinn eftir kúnstarinnar reglum kom grisjan alltaf út blá að lit. Að endingu var splæst í froðuna góðu, hún notuð tvisvar, til að vera viss.
Ákvað í restina að taka eina létta þrifumferð með hreinsiefni og koparbursta. Viti menn allt heiðblátt eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Þá gafst ég upp enda nýbúið að massa byssuna þannig að hún átti ekki að vera óskaplega óhrein.
Af einhverjum ástæðum prófaði ég að þrífa þrifáhöldin, jagga, bursta og stöng. Viti menn, auðvitað var þetta allt mengað af óhreinindum. Eftir þessa uppgötvun var enn eitt þrifarennslið tekið og hipp pibb pibb, barbabrella nú er allt hreint og fínt.

Skrifa þetta nú bara ef einhver annar er að reyta hár sitt vegna sama vandamáls smiling

Tags:
Skrifað þann 20 May 2014 kl 12:35
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þrif á rifflum, alltaf að læra

Bore scope er máliðsmiling segir manni allt sem maður þarf að vita um ástand hlaupsins

Skrifað þann 20 May 2014 kl 17:45