Riffill á Hreindýr

Krummi42

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 22 February 2013

Sælir veiðimenn og konur
Er að velta fyrir mér riffli á hreindýr. Ég á Steyr mannlicher 6,5 x 55 tiltölulega nýjan og lítið notaðan með öllu tilheyrandi. Ég er að hitta vel með honum og hann virkar vel á allan hátt. Málið er að mér finnst hann frekar þungur og stór um sig til "drösla" uppá fjöll. Hvað segið þið sem hafið reynslu af þessum veiðum, ætti ég að trappa þetta aðeins niður og fá mér léttari, kannski ódýrari riffil?
Það gæti verið að maður verði dregin út á morgun!!!

Tags:
Skrifað þann 22 February 2013 kl 18:50
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffill á Hreindýr

ef þú ert ánægður með riffilinn er engin ástæða að skipta.

ef þú átt erfitt með að labba með 5kg riffil, hvernig ætlarðu að bera 80-140kg hreindýr frá veiðislóð að næsta vegi ?

Skrifað þann 22 February 2013 kl 18:53

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Re: Riffill á Hreindýr

Ég er með tvo riffla, annan með þungu hlaupi og mjög stórum kíki. Hinn með léttu hlaupi og nettum kíki. Það munur töluverðu í þyngd og ég hef farið með báða á hreindýr, núorðið nenni ég ekki að halda á þeim þyngri heldur fer með þann létta. Það munar töluvert um það, sérstaklega ef menn lenda í langri göngu og kannski í einhverja daga.

Skrifað þann 22 February 2013 kl 19:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffill á Hreindýr

Ágætu félagar!

Eru 140 kg. hreyndýr það sem þið ágætu hreindýrastyttur eruð að skjóta?
Spyr sem ekki veit!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

P.s Ég sem hélt að þessi dýr væru frá 70 til 100 kg.?

Skrifað þann 22 February 2013 kl 20:04

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffill á Hreindýr

það er einn og einn tarfur sem nær 140kg... bara mjög heppnir veiðimenn sem finna þá smiling

Skrifað þann 22 February 2013 kl 20:44

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffill á Hreindýr

Sæll

Ef þú ert sáttur við riffilinn er ástæðulaust að kaupa annan bara til að skjóta einu skoti á 3-5 ára fresti. Þú tekur bara einum félaga fleira með þér í veiðiferðina og lætur hann bera bakpokann. Þá verður líka burðurinn á 140 kg tarfinum léttari.

Magnús, 120 kg tarfur með húð, haus, löppum, lifur og hjarta er farinn að slaga í 140 kg. Tarfar sem ná 140 kg fallþunga eru nú ekki margir, man reyndar aldrei eftir að hafa heyrt um svo stóran tarf, en 130+ hef ég heyrt.

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 22 February 2013 kl 21:25

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffill á Hreindýr

Ef þér líkar vel við Steyr'inn þá brölltiru að sjálfsögðu með hann.

Að mínu mati þá skiptir þetta ekki það miklu máli, keyptu þér frekar tvöfalda ól og keyptu þér léttan camo jakka svo þú getir klætt þig eftir veðri.

í fyrra lenti ég í því að fara í flýti út úr bílnum til að elta tarfahóp, fór í þykku gæsaúlpuna mína og greip riffilinn ólarlausan með, svo endaði þetta í 7km eltingaleik upp í tæplega 900m hæð.

mér var slétt sama um að bera riffilinn en úlpuna hefði ég borgað mikið fyrir að hafa skilið eftir!

Skrifað þann 22 February 2013 kl 21:40

Asgrimur

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffill á Hreindýr

Þú þarf ekkert nýjan riffil. Þú þarf þjálfun.

2-3 kílómetra labb á dag gerir þér gott. Svo lengirðu það uppí 5-6 þegar stutta labbið er orðið of auðvelt.

Skrifað þann 22 February 2013 kl 22:02

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffill á Hreindýr

eg tok tarf 2011, gædinn giskadi a ad hann væri um 180 kg. med hud og hornum. skrokkthunginn var 95kg. semsagt ekki sa stærdsti, en ekki sa minnsti heldur..

Skrifað þann 22 February 2013 kl 22:59

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Riffill á Hreindýr

Fyrsta máliðber ð veiða með hólk sem þú ert sáttur við og hittir með.
Hefur bara harðan gordreng með þér til að bera hólkin.
Vandrin byrja í raun ekki fyrr en búið er að fella.

Magnús þyngdirnar sem þú nefnir eru dilkar, flegið og svo frv.
Lífþyngd er um tvöföld dilkvigt.
Það sem þú dröslar með þér er svona mitt á milli.
Þú flytur dýrið í kápunni, með klaufum. Lifur hjarta haus!
Vigtin var þannig ekkert út í hróa.

En einfalda svarið notaða hólkin sem þú átt. Eftir nokkra túra ferðu að mynda þér akveðnari skoðun um hvernig þú vilt hafa þetta.

Skrifað þann 24 February 2013 kl 13:14