Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Molinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

260 rem hylkið er algjör snilld !

Skrifað þann 27 August 2012 kl 20:52

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ef takmarkið er refur og gæs þá er 243 skemtilegt.
Ef hreindyr og refur eru í sigtinu líka þá 6,5-55.
Einfaldlega vegna þess að það fer betur með þyngri kúlur.
100 gr kúlan er oft leiðinleg í 243 og mín skoðun er að 243 sé svona í lágmarkinu á hreindýr.
Dugar alveg eins og allt ef kúlan endar á réttum stað.

Svo hitt að 243 er helst fyrir þá sem eru of feimnir til að ganga í pilsi opinberlega.

6,5-55 er fínt ef hægt er að fá það méð tvisti fyrir sprækar kúlur, svo ekki sé talað um ef magasínið er langt og hægt að fræsa það út í 6,5-284

E.Har
Einar Kr Haraldsson
860 99 55

Ágæti félagi Einar Kr. Haraldsson (gaman að geta ávarpað menn með réttu nafni)

Áður en en lengra er haldið langar mig að þakka þér fyri málefnalegar umræruð hér á Hlaðvefnum.

Reynsla okkar af .243 Win virðist alls ólík!
Ég hefi til áratuga skotið og drepið langtum stærri dýr en hreindýr (60-120 kg) með .243 Win.
Ég er að tala um útsel sem ekki er óalgengt að vegi á bilinu 200 - 350 kg.
Ég hefi reyndar skotið nokkra brimla þessarar tegundar sem vógu um 400 kg+
Að einhverjir Evrópukommísarar telji 140 grain kúlu lágmark til að fella dýr á stærð
við hreindýr dæmir sig sjálft! Fávitaskapurinn uppmálaður!!!!
Bandaríkjaher hefur til margra ára notað .223 / 55 grein kúlu sem sitt herkalíber.
Slíkt er aðeins hægt ef fyrir liggur samþykkt alþjóðasamfélagsins.
Hafið í huga að hreindýr eru álíka þung og menneskja.

Hvað varðar þessa athugasemd þína um um ákveðinn klæðnað.....
minn ágæti ...ég held að enginn með réttu ráði vildi sjá okkur í pilsi!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem heldur,hvað okkur varðar, að buxur sé málið!

Skrifað þann 27 August 2012 kl 21:05

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

skaustu þessa seli í hjarta/ lungnasvæðið...? bara svona af forvitni.

Skrifað þann 27 August 2012 kl 21:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ágæi félagi toti sesar (mikið skelfing væri gaman að ávarpa þig með nafni!!)

Ég á hagsmuna að gæta hvað varðar ákveðna laxveiðiá þar sem útselur, frekar
en landselur, gerir sig heimakomin á versta tíma.
Það er því miður ekkert annað í stöðunni en að drepa þessa duglegu einstaklinga
þessarar tegundar svo önnur tegund, salmo salar komist til síns heima.
Náttúran er miskunarlaus....en það vissir þú ........enda veiðimaður.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Ef þú vilt ræða 6.5x55 versus .243 Win gerum við það á :
magnuss183@gmail.com

Skrifað þann 27 August 2012 kl 22:06

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

neinei þarf svosem ekkert að ræða þetta frekar, 243 rétt dugar á hreindyrið (samkvæmt reglugerð) og þeir sem reglurnar setja horfa oft til nágrannalandanna þegar á að breyta eða semja nýjar reglur. og þess vegna myndi ég taka 6,5x55 frekar. fúlt að kaupa nýjan 243 riffil og svo kæmi ný reglugerð eftir 4-5 ár, copy-paste frá norðurlöndunum, þar sem 140gr. kúla er lágmark.

annars hef ég ekkert á móti 243, en verður aldrei mitt val á hreindýr eða önnur stór dýr.

Skrifað þann 27 August 2012 kl 22:27

Molinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Magnús.....

Það sem þú getur bullað ! Ég veit ekki hvort þessi póstur þinn hér fyrir ofan á að vera grín eða beri vott um algjört þekkingarleysi af þinni hálfu, kannski sitt lítið af hvoru.....

Með virðingu og vinsemd,
Molinn.

Skrifað þann 28 August 2012 kl 8:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ágæti toti sesar!

Það er mér að sársaukalausu hvaða kalíber þú kýst að nota.....
6.5x55 er ágætis kalíber.. þótt ekki sé það gallalaust.

En þú þarft endilega að átta þig á að hreindýr er ekki stórt dýr!!
Til áratuga hafa bændur fellt allan sinn búpening með .22 LR!!
Þessi fallbyssudýrkun seinni tíma veiðimanna er alveg drep fyndin!
Er það ekki magnað að um leið og veiðidýrin verða minni og minni
verða skothylkin stærri og stærri!!!
Er eitthvað annað sem stækkar og stækkar...jú reyndar.
Það eru auglýsingastofur skotvopnaframleiðenda sem telja auðtrúa
byrjendum trú um að meira sé betra....og langtum meira sé miklu betra!!
Meiri kraftur...flatari ferill..( meiri gróði) meiri hamingja!!??
Góð skytta með .30-06 er óendanlega betri veiðimaður en nýgræðingur
með .30-378 Weatherby...og góð skytta með .30-378 er bara góð skytta
með .30-378...og hvað?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 28 August 2012 kl 8:49

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ágæti Moli (sem hvað hægast getur verið brot af einhverju....til dæmis kurteisi?)

Það sem þú getur bullað ! Ég veit ekki hvort þessi póstur þinn hér fyrir ofan á að vera grín eða beri vott um algjört þekkingarleysi af þinni hálfu, kannski sitt lítið af hvoru.....

Með virðingu og vinsemd,
Molinn.

Vinsamlegast skýrðu mál þitt nánar.
Eða er það svo að ef menn eru ekki sömu skoðunnar og þú þá eru þeir berir af
algjöru þekkingarleysi og öðrum ómögulegheitum? Þannig fólk er víst til..því miður.
Taktu þér nú tak og hafðu í frammi málefnalegar og rökstuddar athugasemdir.
Ég hef hingað til ekki verið sakaður um þekkingarleysi hvað riffla varðar og
ætla ekki að sitja undir slíkum ásökunum frá þér.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 28 August 2012 kl 9:08

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

sælir. ég veit alveg hvað hreindýr eru stór, hef fellt nokkur. ég get ekki séð að ég sé að mæla með nokkru magnum caliberi þegar ég er að tala um 5.5x55 enda frekar rólegt í tíðini. en það hentar betur með tilliti til reglugerða, og einnig ef færin fara að lengjast.
það er lika alveg hægt að fara í hina áttina og fara í standpínukeppni um hver geti fellt dýrið með minnsta caliberinu og sínt þannig bráðini algjöra vanvirðingu. er eitthvað að því að nota það sem er öruggt um að virka ef hitt er á réttan stað?
get svosem alveg tekið fram að ég nota ekki 6.5x55 né 243.
með vinsemd.

Skrifað þann 28 August 2012 kl 15:34

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Hitti einu sinni gamlann mann sem var að segja mér frá sínum selveiðum í gamla daga og ég varð alveg orðlaus, hann sagðist hafa skotið alla sína seli með 22 (líklega úr báti á frekar stuttu færi) og svo sagði hann að ef það var útselur þá notaði hann "long" .!!!!!!!!!!

Skrifað þann 28 August 2012 kl 18:14

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Sælir félagar. Ég þakka fyrir skemmtilega umræðu og upplýsingaflæðið. Haugur af upplýsingum og mín niðurstaða er einföl, held ég.
Það eru til menn sem fara á sullandi blæðingar þegar einhver setur út á caliberið þeirra, myndu sennilega taka því betur ef menn segðu konuna þeirra ljóta og börnin heimsk.
Það eru líka menn sem halda virkilega að 243 sé of lítið á hreindýr, þeir sömu halda greinilega að hreindýr sé stór skepna, hafa sennilega aldrei séð það nema þá á mynd.
En það komu líka fram mjö gagnlegar upplýsingar og ég held að ég láti verð og framboð ráða því hvað ég kaupi, held að það skipti andskotann engu máli.
þakka ykkur og elskið friðinn.

Skrifað þann 29 August 2012 kl 21:39

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

það er lika alveg hægt að fara í hina áttina og fara í standpínukeppni um hver geti fellt dýrið með minnsta caliberinu og sínt þannig bráðini algjöra vanvirðingu. er eitthvað að því að nota það sem er öruggt um að virka ef hitt er á réttan stað?
get svosem alveg tekið fram að ég nota ekki 6.5x55 né 243.
með vinsemd.

toti sesar (Af hverju ertu að fela þig bak við furðunafn?)

Hvaða texti er þetta eiginlega ?
Ég veit auðvitað ekkert um þínar langanir og væntingar..eitthvað sem ég
vil vita sem minnst um. Hvað veldur þér standpínu er eitthvað sem þú einn veist!
En ef þú hefur einhverjar skynsamlegar athugasemdir við mína pósta..þá vertu
málefnalegur eða láttu vera að svara.


Magnús Sigurðsson
P.s Og láttu það eiga sig að setja "Með vinsemd" undir þína pósta til mín.

Skrifað þann 29 August 2012 kl 21:46

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

nei, þú skilur ekki hvað ég var að meina, en ég er ekkert að setja útá þín skrif, eða að reyna að sýna þér neina vanvirðingu...
mbk
toti sesar með sitt furðunafn

ps. er ekki með standpínu.

Skrifað þann 29 August 2012 kl 22:50

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ágæti toti sesar.

Ef þig langar til að eiga ánægjulegt og þroskandi samtal hvað varðar
riffla og skylld mál þá hafðu samband á magnuss@183@gmail.com
Ég skal reyna eftir fremsta megni að verða þér að liði!!

Með vinsend.
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 29 August 2012 kl 23:21

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

þakka gott boð, og aldrei að vita nema að ég þiggji það, maður getur víst alltaf bætt við sig þekkingu. annars er fullvíst að bæði þessi kaliber virka vel á hreindýr, þó að hvorugt sé minn kaffibolli, en tæki frekar 6.5 af ástæðum sem ég nefmdi fyrr í þessum þræði.

Skrifað þann 29 August 2012 kl 23:48

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ætla ekki að taka þátt í nöldrinu hérna svo þið getið sleppt því að setja út á mitt svar...

Hér hefur twist á rifflum ekki komið fram, en með réttu twisti er .243 nóg í alla bráð hér á landi.
Gallinn er sá að langflestir .243 rifflar eru með 1-10 twist og það er bara á mörkunum að ráða við 100gn kúlur sem er skilyrði í hreindýrið.
Ef þú færð .243 með 1-8 twist þá ertu vel settur, ef þú finnur hann ekki þá mæli ég með 6.5x55 þar sem þú virðist vera ákveðinn á annaðhvort kaliberið.

Ég var með .243 með 1-10 twist hlaupi og ég gat ekki skotið þyngri kúlum en 95gn Nosler, ef ég fór í 100gn þá hitti kannski önnurhver kúla 100m battann...

Skrifað þann 30 August 2012 kl 7:25
« Previous12Next »