Rjúpa 1/11 til 3/11

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja, hvernig gekk mönnum og konum í dag?

Sjálfur fór ég og þrír félagar mínir á laugardeginum í borgarfjörðinn og urðum lítið var við rjúpu. Löbbuðum allan daginn í roki og kulda og sáum kannski 5-6 rjúpur sem voru mjög styggar. Náðum einni í færi sem kom heim með okkur. Töluðum við bændur í kring og voru allir sammála að mjög lítið væri af rjúpu þar sem við vorum,en fyrir nokkrum árum var víst mjög mikið af henni á þessu svæði

Tags:
Skrifað þann 3 November 2013 kl 18:20
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

elvar90

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Vorum 2 með 16 stk í skagafirði 3/11.

Skrifað þann 3 November 2013 kl 19:51

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Skoðað=607 sinnum og eitt svar?

Miðað við sögur um að það séu menn/konur um alla staði á rjúpu og út um allt land, þá er frekar lítið um svör hér. Engin að fá neitt eða engin sem vil deila með öðrum?

Skrifað þann 4 November 2013 kl 9:30

bernardelli23

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Daginn.

Fórum 2 á Vesturlandi á föstudaginn 1. nóv. Sáum 10 rjúpur og höfðum 7 af þeim. Tók smá rölt á laugardeginum á Lyngdalsheiði, sá ekki fjöður. Fór svo aftur á sama staðinn og ég hafði farið á föstudeginum, á sunnudeginum. Sá 3 fugla og hafði 2.

Kv. OS

Skrifað þann 4 November 2013 kl 9:43

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

4 stk á vesturlandi á sunnudag

Skrifað þann 4 November 2013 kl 9:59

thekid

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

5 stk. á Snæfellsnesi. Mikið og langt labb. Erfiðar aðstæður og lítið af fugli.

Skrifað þann 4 November 2013 kl 12:10

nonnisveins

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 4 November 2013

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

3 á föstudeginum og 20 á sunnudeginum ,austurland

Skrifað þann 4 November 2013 kl 12:28

Refaskyttan

Svör samtals: 42
Virk(ur) síðan: 10 August 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

7 fuglar á sunnudeginum á sunnanverðu Snæfellsnesi, sá 2 fulga til viðbótar og heilmikið tófutraðk

Skrifað þann 4 November 2013 kl 21:39

Skrattakollur

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 31 October 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Fórum á sunnudag á Norðausturlandi og náðum 32. Mjög mikið af fugli en asskoti styggur!

Skrifað þann 4 November 2013 kl 22:55

Murri

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Fór inn af Einhyrning, sá ekki fugl.......

Skrifað þann 5 November 2013 kl 9:08

HSG11

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 11 September 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Góður göngutúr á föst/laug en ekki fjöður (ekki einu sinni spor) ....

Hafa menn eitthvað verið að veiða á Steingrímsfjarðarheiði á þessu tímabili ? Ef svo er hvernig hefur gengið ??

Skrifað þann 6 November 2013 kl 18:21

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Hvernig er annars með Steingrímsfjarðarheiðina og þá Þorskafjarðarheiðina í leiðinni. Er þetta örugglega almenningur eða hefur einhverjum tekist að sanna eignarhald sitt? Mér finnst eins og tvennum sögum fari af því, sérstaklega kannski Þorskafjarðarheiðinni

Með kveðju
Björn

Skrifað þann 6 November 2013 kl 21:26

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Fórum 3 innað meyjarsæti við uxahryggi. Mikið labb,2 fuglar eftir daginn,sást ekki meira.

Skrifað þann 7 November 2013 kl 0:07

óskarhafsteinn

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Menn segjast alllavega eiga allt á þorskafjarðaheiði og steingrím myndi allavega kynna mér það hvort leyfi fáist... allavega á fjölskilda mín jörð sem liggur uppað þorskafjarðaheiði og ég fer allavega ekki út fyrir landamörk þarna uppfrá

Skrifað þann 7 November 2013 kl 0:22

start

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Veit um menn sem voru á sunnanverðum vestfjörðum og fengu 24 stk.

Skrifað þann 7 November 2013 kl 11:02

Euroshopper

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Steingrímsfjarðarheiðin skiptist í eignarlönd og þau eru vel og rétt skráð. Ég myndi ekki fara þangað í leyfisleysi.

Skrifað þann 7 November 2013 kl 20:57

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Rjúpa 1/11 til 3/11

Sælir Óskar Hafsteinn og Euroshopper.
Sjálfur færi ég aldrei þangað því ég hef aðgang að prýðsigóðu rjúpnalandi. En þetta var bara forvitnispurning því ég keyri Þorskafjarðar og Steingrím reglulega. Ég myndi aldrei troða á rétti landeiganda.

KV
C-47

Skrifað þann 9 November 2013 kl 20:55