Rjúpa Hrífunes

monksi

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir...
Verð í Hrífunesi (suðurland) næstu helgi... veit einhver um rjúpnaland nálægt. Hvort sem er einkaland, sem ég er til í að borga fyrir (vel), eða almenningur?
Kkv
Georg

Tags:
Skrifað þann 26 October 2013 kl 0:16
Sýnir 1 til 12 (Af 12)
11 Svör

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

sæll þar sem þetta tilheirir minni landareign þá er ekkert mál að fá leifi úr því að þú biður um það, ég hef verið að taka 15,000 kr fyrir byssuna á dag.

Skrifað þann 26 October 2013 kl 0:48

monksi

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

Sæll og blessaður Guffi.
Ég er einmitt að fara í fjölskylduferð á gistiheimilið í Hrífunesi næstu helgi. Ég á ekki eftir að komast neitt á rjúpu þetta tímabilið og langaði mig að lauma mér eitthvað nálægt kannski á laugardeginum þann 2. nóv. Ég verð örugglega bara einn með byssu en það gæti verið að við verðum tveir að ganga. Endilega verum í bandi þegar nær dregur.
Takk kærlega fyrir þetta.
Mbkv
Georg
S:6977676

Skrifað þann 26 October 2013 kl 9:53

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

Sæll monksi ekki hlusta á guffa ( vagn ) hann býr á snæfellsesinu drengurinn sá wink þú getur talað við þau í hrífunesi og jafnvel að bænum flögu sem er austan við hrífunes heiðina smiling

Skrifað þann 26 October 2013 kl 14:20

remi700

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

eru menn virkilega að eigna sér land sem þeir eiga ekki til að selja veiðileifi á?

Skrifað þann 26 October 2013 kl 20:08

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

Sæll Monksi það er reindar rétt hjá Ísmanninum að ég á ekkert í þessu landi ( Hrífunes ). Þetta komment var sett inn af öðrum en mér það var ákveðinn aðili sem var að skemta sér á min kostnað í tölvunni minni og vona ég að ég verði ekki dæmdur hart fyrir þetta. Ísmaðurinn þekkir mig af öðru en svona er það ekki Bergþór? kv Vagn Ingólfsson ekki landeigandi af Hrífunesi og veit reindar ekki hvar í klakanum það er smiling

Skrifað þann 26 October 2013 kl 20:38

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

Sæll Guffi ( Vagn ) fórstu á rjúpu fyrir vestan ?
Skillst að Maggi Einars hafi skroppið og gert góða hluti, á eftir að heyra í honum og spyrja hann hvar hann hefði verið. Ég skrapp á Heklu svæðið og var það eyðimörk gersamlega.
Kveðja
Hinn Bergþór

Skrifað þann 28 October 2013 kl 7:44

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

Hinn Bergþór ??? Júlíusson??? Ekki alveg viss. Nei ég tók þá ákvörðun í fyrra að láta þessar blessuðu púddur í friði það er alltof mikill ágangur á þessu og slagur um svæði t,d á há heiðinni ( Fróðárheiði ) voru straks í birtingu 9 bílar og þá kanski 15 - 20 kallar svona er þetta helgi eftir helgi. Ég ætla að fá mér gott labb á fáfarnari staði ef ég fæ gott veður en þá bara með myndavélina og njóta útiverunnar.´Það sem ég hef frétt héðan af svæðinu er frekar lélegt talaðu við Magga held að hann og Jón hafi verið með skást um helgina.kv Vagn I

Skrifað þann 28 October 2013 kl 8:47

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

Er þetta orðið vígvöllur þessi blessaði jökull ?
Kveðja
B Júlíusson

Skrifað þann 28 October 2013 kl 15:06

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

Sæll Bergþór J þeir voru reindar upp af Stapanum en jú það er allt fullt af mönnum alstaðar

Skrifað þann 28 October 2013 kl 19:32

monksi

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

Alltaf gaman af smá gríni en spurningin stendur enn. Getur einhver sagt mér hvert ég á að fara? Þetta er alltaf sami hausverkurinn að vita hvar maður má og má ekki. Væri mjög þakklátur fyrir smá upplýsingar.
Takk
G

Skrifað þann 31 October 2013 kl 19:47

remi700

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpa Hrífunes

þeir heita Borgar Garðar og minnir mig Haukur sem eiga hluti í Hrífunesi. Held hann heiti sigurður sem á sjálfa jörðina. Þetta svæði allt í kring er kjarrivaxið og nokkuð tilvalið fyrir rjúpuna. Getur einnig talað við bændurna á næstu bæjum. Sigurgeir eða Gunnar á Flögu, eða Ómar í Hemru t.d. Svo geturðu farið innar í Skaftártunguna, t.d kringum snæbýli og ljótastaði, þar er reyndar ekki kjarrið, en kominn töluvert hærra.

Skrifað þann 31 October 2013 kl 23:35