Rjúpnatalning

Gaesamalefni

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 August 2012

Rjúpnatalning á talningasvæði SKOTVÍS á Þingvöllum fer fram annað kvöld kl. 20. Hist verður við þjónustumiðstöðina kl. 20 miðvikudaginn 22 maí. Þeir sem hafa áhuga á að mæta sendið póst á Arnór Sigfússon (ats@verkis.is) eða hringið í 8434924

Kveðja

Arnór

Tags:
Skrifað þann 21 May 2013 kl 19:17
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpnatalning

Ágæti Arnór!

Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að ég átta mig ekki á
hvenig svona talning fer fram svo draga megi vitræna
ályktun þar af!
Hefurðu tíma til að skýra það út fyrir mér og fjölmörgum
öðrum sem áttum okkur ekki á þessum vísindum?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 21 May 2013 kl 19:50

Gaesamalefni

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 August 2012

Re: Rjúpnatalning

Sæll
Ég skal reyna það. Talningar á körrum að vori felast oftast í því að sama svæðið er gengið á sama tíma árlega og allir rjúpnakarrar sem sjást, og hænur, ertu taldir . Á þessum tíma árs eru karrarnir hvítir og áberandi þar sem þeir hreykja sér hátt til að helga sér óðal og tæla til sín hænur.
Út úr þessum talningum fáum við breytileika á milli ára sem endurspeglar breytingar í stofnstærð rjúpunnar. Því fleiri og svæði og þ.a.l. stærra flatarmál sem taliið er því marktækari verða niðurstöðurnar eins og alltaf er þegar sýnastærð er stærri. Önnur aðferð er að ganga löng snið og telja rjúpur sem sjást frá sniðinu og mæla fjarlægð í þær. Síðan má reikna úr þéttleika með aðferð sem heitir Distance sem er flókin reikniaðferð og er lýst hér (http://www.ruwpa.st-and.ac.uk/distance/).
Ég vona að þetta skýri eitthvað en ef þú mætir annað kvöld þá getur þú upplifað þetta frá fyrstu hendi og lagt þitt af mörkum

Kveðja

Arnór

Skrifað þann 21 May 2013 kl 20:15

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rjúpnatalning

Ágæti félagi Arnór.

Þakka þér kærlega fyrir að gefa þér tíma til þessara útskýringa.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 21 May 2013 kl 20:44