ÚRSLIT - Rimfire mót SKAUST

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Í dag fór fram Rimfire mót á svæði skotfélagsins að Þuríðarstöðum. 12 keppendur mættu og reyndu með sér í blíðskaparveðri, hægum andvara sem þó náði að feykja kúlum út fyrir Xin og jafnvel lengra, að sögn sumra.

Úrslit féllu þannig:

1. sæti Hjalti Stefánsson 240 stig 2x
2. sæti Dagbjartur Jónsson 233 stig 7x
3. sæti Kristján H. Jónsson 219 stig 1x

Næsta mót, Hreindýrahreisti, verður haldið miðvikudaginn 26. júní og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.
Skytar, látum ekki deigan síga.

Hjalti Stef.

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 15 June 2013 kl 15:05
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ÚRSLIT - Rimfire mót SKAUST

Ágætu félagar!

Hjalti
Dagbjartur
Kristján
Til hamingju með árangurinn!

Falleg mynd...sem minnir okkur á að Vetur konungur er enn víða
við völd þó hann hafi orðið að gefa eftir hér á höfuðborgarsvæðinu.

Þið SKAUST menn eruð til fyrirmyndar!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 June 2013 kl 15:25

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ÚRSLIT - Rimfire mót SKAUST

Við þökkum hlý orð Magnús.

Þess má geta að það eru komnar fleiri myndir inn á fésbókarsíðu SKAUST og nánari upplýsingar
um keppendur og riffla verður að finna á skaust.net fljótlega.

Með keppniskveðjum
Hjalti / Heiður Ósk

Skrifað þann 15 June 2013 kl 16:06