Úrslit Íslandsmótsins í skeet 2012

spazmo

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

texti tekinn afhttp://www.skotak.is

Þá er Íslandsmótinu í SKEET lokið. Helstu úrslit í karlaflokki urðu þau að Ellert Aðalsteinsson varð Íslandsmeistari með 113+25 dúfur. Annar varð Sigurþór Jóhannesson með 114+22 dúfur. Þriðji varð Örn Valdimarsson 111+23 dúfur.

Í sveitakeppni karla varð sveit SR-a Íslandsmeistari með 331 dúfu. Í öðru sæti varð sveit SÍH-a með 318 dúfur. Sveit SA varð svo í þriðja sæti með 294 dúfur.

Í kvennaflokki varð Dagný Huld Hinriksdóttir Íslandsmeistari með 37+11 dúfur. Í öðru sæti varð Margrét Elfa Hjálmarsdóttir með 34+8 dúfur. Í þriðja sæti varð Helga Jóhannsdóttir með 29+10 dúfur.

Í sveitakeppninni kvenna varð sveit SR Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti, 98 dúfum. Í öðru sæti varð sveit SÍH með 67 dúfur.

Bestum árangri SA manna náði Grétar Mar Axelsson. Hann varð fimmti á mótinu með 108+22 dúfur og um leið Íslandsmeistari í 2. flokki. Með þessu skori þá skaut Grétar sig upp í 1. flokk en til þess þurfti hann að skjóta 105 dúfur.


hægt er að sjá heildar úrslit á síðunni hjá skotak.

kv. Grétar

Tags:
Skrifað þann 12 August 2012 kl 22:38
Sýnir 1 til 1 (Af 1)
0 Svör