Úrslit

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælt veri fólkið.
Bench Rest mót SKAUST fór fram í dag í blíðskaparveðri, um 20 stiga hita, smá vindi og miklum vindi. 9 manns tóku þátt á 100 metrunum en 7 á 200 metrum.

Úrslit eru sem hér segir:
100 metrar:
1. Sigurður Hallgrímsson 250 stig 14 x
2. Hjörleifur Hilmarsson 247 stig 11 x
3. Bjarni Þór Haraldsson 247 stig 9 x

200 metrar:
1. Sigurður Hallgrímsson 235 stig 3 x
2. Hjörleifur Hilmarsson 234 stig 3 x
3. Hjalti Stefánsson 228 stig

Nánari úrslit verða sett á skaust.net ásamt myndum á morgun.

Mótsstjóri þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegan dag.
Hjalti Stef.

Tags:
Skrifað þann 11 August 2012 kl 18:02
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

hva,hvað klikkaði hjá Dan Sig ? með neðstu mönnum awkward

Skrifað þann 12 August 2012 kl 17:49

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Úrslit

Æi rjúpur, ekki vera leiðinlegur við Dan Sig. Hann er í það minnsta á staðnum að skjóta. Annað en ég sjálfur og flestir aðrir.

Skrifað þann 12 August 2012 kl 17:56

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Nákvæmlega... Ég var þó með smiling

Ég er nú ekki nema 1 sæti neðar en ég reiknaði með enda engar líkur á að ég vinni fyrsta benchrest mótið sem ég tek þátt í, sérstaklega ekki þegar ég er ekki með benchrest riffil ;)

Þetta var bara mjög afslappað og skemmtilegt mót með skemmtilegu fólki.

Skrifað þann 12 August 2012 kl 18:21

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Það er flott hjá DanSig að mæta og sýna okkur hvers hann er megnugurgrin

Skrifað þann 12 August 2012 kl 18:30

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

...til hamingju með mótið.
voru komnar inn einhverjar myndir hér á vefinn..

kv.Hnulli

Skrifað þann 12 August 2012 kl 18:43

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Ég vil óska Sigurði til hamingju með sigurinn og SKAUST með frábært mót.

Austfirðingar eru alltaf höfðingjar heim að sækja og gaman að mæta á mót hjá þeim.

Það er einnig gaman að sjá að Birgir Sæmundsson keppti á mótinu en hann á það mestu einn og sjálfur að hafa komið þessum mótum á og keppni í Benchrest á Íslandi. Ef hann tæki sig til væri hann meðal efstu manna.

En sem betur fer á enginn sigurinn vísan í Benchrest keppnum hér frekar en annars staðar.

Skrifað þann 12 August 2012 kl 18:47

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Merkilegt hvað þú þarft alltaf að reyna að vera með leiðindi rjupur... Ekki sá ég þig meðal keppenda frekar en á öðrum mótum, samt leyfirðu þér að vera með skítkast og leiðindi gagnvart þeim sem þó leggja á sig 1400km akstur til að vera með.

Ég stefndi aldrei á sigur og því er ég bara alveg á réttum stað í úrslitunum, ég notaði keppnina til að prófa nýtt rest og púða og það átti stórann þátt í hversu lágt skor ég fékk, kennir manni það að breyta engu á mótsdegi...

Skrifað þann 12 August 2012 kl 19:36

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Svona, svona, Danni ég var að segja að það hefði verið flott hjá þér að mæta ætlaði ekki að móðga þig, ferlegt að nýju græjurnar hafi sett þig svona neðarlega eftir að hafa keyrt 1400 km

Skrifað þann 12 August 2012 kl 20:44

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Sælir.

Það er bara ánægjulegt að fá menn á mót og gildir einu hvað menn heita. Sig Hall tók þetta með glæsibrag, negldi þetta með 250 stigum og 14 x. Og DanSig mætti til leiks og var hann drengur góður. Ég þakka öllum fyrir þáttökuna, kv Pold.

Skrifað þann 12 August 2012 kl 21:13

Guðsteinn

Svör samtals: 80
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Hvaða caliber er "30SD" sem Sigurður var með?

Skrifað þann 12 August 2012 kl 23:52

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

30SD er 30BR með Siggi special útfærslu...

Heimasmíðað kaliber

Skrifað þann 13 August 2012 kl 8:26

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Til hamingju SKAUST menn og konur!

Enn eitt glæsilegt mótið hjá ykkur.

Innilega til hamingju Sigurður Hallgrímsson!
Mikið fannst mér gaman að sjá nafn Birgis Rúnars Sæmundssonar
á meðal keppenda, þetta var eins og að vera kominn aftur á bak í
tíma um svona 20 ár!!
Vona að hann sé að koma til baka í þetta ágæta sport.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s Guðstein: Hylkið sem Sigurður er að nota með góðum árangri er
raunverulega .30BR Improved, það er að segja búið er að færa axlirnar
framar (þá styttist hálsinn) og auka þannig rúmmálið....
aðeins meira púður...aðeins meiri hraði...aðeins meiri hraði..aðeins minna fok!

Skrifað þann 13 August 2012 kl 17:08

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Ég vil þakka austanmönnum og ekki sýst Hjalta fyrir höfðinglegar móttökur núna fyrir austan, og veðurguðirnir fá sitt.
Þetta var stórkostleg ferð og 200m keppnin hún gleymist seint, hún var skotin vel eftir hádegi í miklum hita, en samt lítil tíbrá. Áttleysan á svæðinu var með ólíkindum þarna í dalnum 180 gráður á innan við 2 mín og sviptingar.
Þarna voru níu skyttur mættar til leiks og það í hardcore BR HV ?? en við hjá SR erum góðir ef það mæta fjórir keppendur á mót hjá okkur í sama flokk ?? Og þá er það spurningin eru austanmenn svona betri en við hér fyrir sunnan eða erum við sunnanmenn svona slakir ??
Ég tek ofan fyrir Skaust og þakka fyrir mig Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 13:59

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Sælt Nesika og þakka þér góð orð.

Já, það má spurja af hverju ekki næst upp meiri dampur þarna fyrir sunnan þar sem mannmergðin er. Það stendur vonandi til bóta, því að þetta á að vera krefjandi en jafnframt skemmtilegt áhugamál. Poldinn hefur ekkert gaman af "leiðilegu áhugamáli"...! En BR menn þurfa að hlúa betur að sínu áhugamáli almennt, með BR kveðju, Poldi.

Viðhengi:

Skrifað þann 16 August 2012 kl 11:52

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrslit

Sælt.

Nú á eftir í lok 10 frétta á Rúv verður stutt umfjöllun í íþróttum um skotmótið sem SKAUST hélt sl helgi. kv Pold

Skrifað þann 16 August 2012 kl 21:31