Saltpækill eða ekki ??

corvuscorax

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir.

Ég hef verið að skoða uppskriftir að heitreykingu á gæs og sumir hafa verið að leggja í salt og aðrir ekki. Hver er ykkar skoðun á þessu ??

Kv Hrafn

Tags:
Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:52
Sýnir 1 til 20 (Af 20)
19 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

salt vill ég ekki setja á kjöt fyrr en búið er að elda það... kokkurinn sem ég vinn með kryddar gæsina með jurtum fyrir reyk, en hann saltar eftir reyk.

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:58

corvuscorax

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Flott takk fyrir þetta.
En kaldreyking ? Það er lagt í salt þar er það ekki ?

Skrifað þann 28 December 2012 kl 11:02

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Lét reykja fyrir mig frampart af hreindýri um daginn, það var lagt í pækil í 1-2 daga fyrir reykingu.

Kom svaðalega vel út, mikil afföll af bitum þegar maður er að ná í smiling

Feldur

Skrifað þann 28 December 2012 kl 11:30

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

söltun á hráu kjöti dregur safan úr því, best er að loka kjötinu áður en það er saltað.

en svo er spurning hversu safaríkar þú vilt hafa bringurnar.

Skrifað þann 28 December 2012 kl 11:30

hallhalf

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Ég hef heitreykt dálítið af gæs og ég prófaði fyrst í haust að leggja hana í salt og sykurpækil í nokkra klukkustundir fyrir reykingu. Allir sem smökkuðu hana voru mjög ánægðir og það er eins og bringurnar verði stinnari og taki betur reyk ef þær eru pæklaðar.

Bestu áramótakveðjur
Halldór, Molastöðum

Skrifað þann 28 December 2012 kl 15:00

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

það er akkúrat það sem gerist þegar safinn er dreginn úr kjötinu, það verður stinnara og það missir þyngd, og hættan á að það verði þurrt eykst.

fyrir reykt og grafið er það stundum í lagi því það er ekki eldað.. en fyrir kjöt sem á að reykja og elda svo þá myndi ég sleppa saltinu þar til á síðustu stundu.

Skrifað þann 28 December 2012 kl 17:11

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Ætli ósaltað hangikjöt þætti nú ekki fremur ólystugt ef einhverjum dytti í hug að verka það svo? Og reyktur lax ósaltaður?

Skrifað þann 28 December 2012 kl 17:30

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

ég hef smakkað hangikjöt sem var reykt ósaltað og var saltað í suðunni... það er mun lausara í sér en mikið bragðbetra og veldur ekki hjartaáföllum...

laxinn er saltaður til að þétta hann, enda vonlaust að skera hann niður ef hann er ekki saltaður.

allt er þetta spurning hverju menn leita eftir...

Skrifað þann 28 December 2012 kl 17:36

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Já. Hangikjöt sem ekki er saltað fyrir reykingu kemur úldið úr henni. Nú kann að vera að menn sækist eftir því bragði en þó varla almennt.

Skrifað þann 28 December 2012 kl 18:49

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

ekki veit ég hversu lengi þú ert að reykja kjöt en ég læt það ekki hanga í nokkrar vikur í reykofninum....

Skrifað þann 28 December 2012 kl 18:57

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Já. Þú ert þá að tala um kaupstaðarkjöt sem er reykt á tveimur dögum eða svo við hefilspæni. Það er ekki hangikjöt. Það er reykt saltkjöt. Alvöru hangikjöt er einmitt reykt á 4-6 vikum við tað. Og þá verður það alvöru. Þetta veit ég að félagi Hurðarbak getur vafalaust staðfest og aðrir alvöru sveitamenn.
En hver hefur sinn smekk. En aldrei myndi ég forma að reykja nokkurn skapaðan hlut , sem ætti að éta, öðruvísi en að salta fyrirfram. Og ég hef talsverða reynslu af reykingum þó ég reyki að sönnu ekki, byrjaði eitthvað um tíu ára að sjá um reykinguna í sveitinni. Síðan eru liðin 45 ár með linnulausum reykingum.

Skrifað þann 28 December 2012 kl 20:45

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Gaman að fylgjast með þessum þræði angry

Kjötiðnaður 102 í nýju ljósi... ekki mundi ég vilja verka og selja hangikjöt ópæklað. Einfaldlega úldið og óætt.
Venjulegt lambalæri þarf helst að frysta fyrst, þíða upp og pækla í 7-9 sólarhringa eftir hitastigi. síðan reykt í mismarga dagasmiling

Gæsir og svartfugl pækla ég og nota nitritsalt til að fá hann rauðann og fínan.
Annars bara búinn að vinn í þessu fagi í um 30 ár og þar af flest við reykingu, svo hvað veit ég..

Skrifað þann 28 December 2012 kl 21:47

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

...mitt atkvæði er á pækil, allt annað er rugl.

Annars er til sú aðferð með gæs og annað kjöt, að grafa í reyklegi i nokkra daga í ísskáp og svo baka við lítinn hita i nokkrar mín... verður fjandi gott og ólíklegt að fólk geri sér grein fyrir því að það er mallað inní eldhúsi... einnig má grafa og reykja i einu með sömu aðferð
Kv.Hnulli

Skrifað þann 28 December 2012 kl 23:07

corvuscorax

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Það er gaman að þessu og enginn með sömu aðferð greinilega smiling Ég sé að hér eru nokkrir reynsluboltar í reykingu. Það væri gaman ef þið vilduð vera svo vænir að senda mér nokkrar línur um heit og kald reykingu á hinum ýmsu afurðum þ.e.a.s ef þið eigið eitthvað á skjali til að henda á mailið mitt hrafnkon@msn.com smiling

Skrifað þann 28 December 2012 kl 23:47

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Ég er búinn að reykja nokkur hundruði brjósta og salta alltaf, uppskriftin er 60 Gr salt á móti 1 lítra vatni og látið liggja í 9 til 12 tíma í pækli. það má nota örlítið af nítrit salti til að fá rauða litinn og reykja ekki meira að kjarnhiti sé um 62 gráður.
Svo skiptir miklu máli kryddin sem sett eru í pækilinn en þau gef ég ekki upp hér enda hernaðar leyndarmál.
Ef elda á bringurnar á grilli og nota sem aðalrétt myndi ég kaldreykja þær en ekki heitreykja.
Málið er að því minna sem saltið er því minni reyk tekur afurðin í sig og verður oft rammara á bragðið.
Salt hefur verið notað í aldanna rás sem geymslu aðferð og reyking líka en það verður alltaf að passa hreinlætið við pækilinn því annars getur örverum fjölgað hratt og haft slæmar afleiðingar.
Hef einnig prófað ýmsar pylsugerðir og parma með góðum árangri en næst á dagskrá er lítill kofi til kaldreykingar fyrir pylsur og fleira.
Kveðja
Beggi

Skrifað þann 29 December 2012 kl 11:44

SKB

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Hvort sem að það eigi að reykja eða salta kjöt þá er nauðsinlegt að frysta kjötið fyrst. Þá er verið að frostsprengja vöðvan og hann tekur mun betur við reyk og salti.

Skrifað þann 30 December 2012 kl 0:01

svali

Svör samtals: 58
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

ég legg endur í pækil fyrir heitreykingu, hræri út 90-100 gr af grófu salti í 1 L af vatni. læt þær liggja í 5 - 7 tíma í pæklinum og reyki svo í ca 15 mínútur. hef ekki reykt gæs sjálfur. finnst fuglinn ekki taka reykinn ef hann er of stutt í pækli, þannig að ég hugsa að bragðið verði lítið ef hann er alveg ósaltaður. ég þerri bringurnar áður enn þær fara í reykofninn.

Skrifað þann 31 December 2013 kl 14:29

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

En hvernig er það með gæsir/svartfugl? heit reykið þið þær og sjóðið? Eða bara reykið og borðið kalt/heitt?

Skrifað þann 31 December 2013 kl 15:07

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Saltpækill eða ekki ??

Ég nota heitreykingu eingöngu við forrétti eins og gæs, og já það er betra að láta kjötið standa svolítið í kæli eftir söltun/ pæklun áður en því er hent í reykingu, sama á við fisk, reyni að þerra sem mestann vökvann af og lofta vel um, gott að setja á grindur inní ísskáp, myndar húð.
Kaldreyking á betur við ef steikja á kjötið, Danir gera td, frábæra reykta önd sem er síðan heilsteikt í ofni.
Kveðja
Beggi

Skrifað þann 1 January 2013 kl 12:19