Savage riffill?

baraaddi

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 2 August 2012

Sælir, ég hef verið að velta því fyrir mér að fá mér stærri riffil og er að spá með er einhver hér sem að getur sagt mér eitthvað um Savage 10GXP, Savage 16FXP og Savage Edge? Þetta eru ódýrir rifflar og það er það sem ég er helst að skoða, eitthvað sem virkar en kostar ekki handlegg. Er þetta málið eða?

Tags:
Skrifað þann 2 August 2012 kl 23:44
Sýnir 1 til 18 (Af 18)
17 Svör

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

Savage eru ágætir riflar fyrir sinn pening. Ég átti Savage í .223 og hann stóð sig vel. Hins vegar er plastskeptið á þeim eins og hjá öðrum, það er að segja ekki gott. Ef Þú setur tvífót á riffilinn er stórhætta á að skeptið leggist út í hlaup.

kv. Stefán Jökull

Skrifað þann 3 August 2012 kl 9:14

spazmo

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

ég er með savage 16fxp í .223 og er sáttur við hann.
það er reyndar búið að fræsa smá úr skeptinu og lyfta lásnum örlítið.
það er búið að skjóta ca. 1700 skotum úr þessu hlaupi og þrif eru svona upp og ofan.
það sem hefur komið best út hjá mér er hornady 50 grain v-max, 26,1 grain af n-133 og remington br primer.

5 skot


kv. Grétar

Skrifað þann 3 August 2012 kl 10:01

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Savage riffill?

Þú gætir skoðað Tikkunar sem fást í Hlad, eins eru þeir með Remington riffla. Persónulega tæki ég frekar Tikku eða Rem (en lestu þetta með þeim gleraugum að ég er nýliði í rifflum og ekki alvitur um þau málI

Skrifað þann 3 August 2012 kl 11:57

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

myndi frekar taka Howa Hunter fyrir þennan pening, skepti úr hnotu en ekki plasti og Howa rifflar hafa verið að vinna mót um allt land undanfarið.

er sjálfur með Howa riffil sem er að skjóta vel undir .25" grúppum á 100m

Skrifað þann 3 August 2012 kl 12:20

Ingaling

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

Sæll Spazmo, Hvar færðu þessar Hornaday kúlur?

Skrifað þann 5 August 2012 kl 1:34

samuel83

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

Ég keypti mínar V-Max kúlur hjá honum Sveinbirni í Ellingsen

Skrifað þann 5 August 2012 kl 13:53

spazmo

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

ellingsen

Skrifað þann 5 August 2012 kl 16:09

Ingaling

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

ok, ég ætla að prufa að hlaða þetta næst í minn, ég er með Savage 10Gxp í .223 Rem. Hver er heildar lengdin á skotunum hjá þér.? Og eitt, hefur þú prufað þetta í gæsina? þar að segja hvort þetta skemmi meira en minna?

Mbk. Ingi Bjöss.

Skrifað þann 8 August 2012 kl 0:26

Ingaling

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

Baraaddi, til að svara spurnignunni þinni um savage Rifflana, þá eru þetta mjög vinsælir rifflar í ameríku og eru lofaðir þar, mjög mikil nákvæmni miða við verð. Eina sem ég er bara ósáttur við þessa pakka er að sjónaukinn er ekkert sérstakur og ég er búinn að skipta út þeim sem ég fékk með mínum. Ekki miskilja mig samt, þessi sjónauki sem fylgir er vel nothæfur ég fékk bara annan betri. Kostur á móti að turnarnir á sjónaukafestingunni eru það háir að ég gat sett sjónauka með 50 mm linsu á riffilinn án þess að kaupa nýjar festingar.
Ég tók Savage 10GXP einfaldlega vegna þess að hann er með Accutrigger sem ég er að fíla vel og með timburskepti.
hér er svo linkur inn á video um Accutrigger.
http://www.savagearms.com/accuracy/accutrigger/...
Vona að þetta skili þér einhverju.

Skrifað þann 8 August 2012 kl 0:38

baraaddi

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 2 August 2012

Re: Savage riffill?

Þakka góð svör smiling Niðurstaðan sú að þessir rifflar eru víst alveg ágætir fyrir sinn pening. Og Ingaling, mér líst akkurat best á 10GXP því ég fýla viðarskepti betur og mér finnst þau töluvert þægilegri (tala nú ekki um flottari) og einnig autotriggerinn. En aftur bara takk fyrir góð svör, þetta er aðeins búið að róa mig og mína riffildellu smiling

Skrifað þann 8 August 2012 kl 7:08

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

Ég átti svona riffil í 243 og það var mjög gott að handleika hann en tvistið í honum var 9,25 en ekki 10 eins og allir eru vanir hér þannig að það var ekki gott að finna góða hleðslu en þegar það hafðist var hann skuggalega nákvæmur.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 8 August 2012 kl 23:53

Grimmy

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

Sæll!


Keypti árið 2006 Savage fxp16 í cal .243, kíkir fylgdi með í kaupunum. Kíkirinn er ekkert spes og hringirnir gera það að verkum að hann er ónothæfur nema skipta bara um hringi.

Riffillinn sjálfur, með nýjum hringjum og sjónauka var ágætur en alltaf hörmulegt að þrífa. Í ljós kom svo í fyrra að hlaupið var bara ónýtt, hafði verið svo illa smíðað að sjá mátti för innan í hlaupinu síðan úr framleiðslunni sem auðvitað náðist aldrei almennilega að þrífa.
Ég setti hann í nýtt skepti 2010 og setti nýtt hlaup á hann 2011 og eftir það er hann alveg gat í gat, eftir að búið var að finna rétta hleðslu, á 100-200m.

Fínn til að byrja á, mundi fljótlega samt skipta kannski um skepti, fræsa úr strax samt. Lásinn er allt í lagi og boltinn og ég kann svo sem ágætlega við gikkinn og því er hann fínn til að nota í annað skepti og með nýju hlaupi seinna meir, ef maður vill.


Kv,
Jón

Skrifað þann 9 August 2012 kl 11:13

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

maður er semsagt að fá sæmilegan gikk fyrir peninginn, restin ónýt og þarf að skipta um.. ég mundi nú skoða eitthvað annað.

Skrifað þann 9 August 2012 kl 15:45

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Savage riffill?

baraaddi!

Hvað munar miklu á Savage og Remington í verði?
Til hvers ætlar þú að nota riffilinn?
Ef þetta á að vera veiðiriffill eingöngu skiptir litlu máli hvað þú kaupir,
allir rifflar sem í boði eru í verslunum hérlendis leysa slík verkefni.
Ef menn sætta sig við eina og hálfa tommu á hundrað metrum (5x5 skot)
geta menn líklega keypt hvað sem er.
Mín reynsla af pakkarifflum, riffill og sjónauki, er að sjónaukinn og gjarnan
festingarnar eru rusl. Ekki man ég hvað marga slíka pakka ég hefi stillt inn fyrir
menn í gegnum tíðina enda ekki mínar skemmtilegustu minningar!
Kaupirðu pakka skaltu gera ráð fyrir að þurfa að skipta um festingar og
sjónauka fyrr en síðar. Því fyrr því betra.
En ef þú ætlar að nota riffilinn til að skjóta í mark breytast forsendurnar verulega
því þá erum við að tala um kröfu um kannski 1/2 tommu á 100m (5x5 skot).
Ég hef aldrei séð verksmiðjuriffil skjóta fimm 1/2 tommu 5 skota grúppum í röð.
Hvort sem þú ætlar að veiða eða skjóta í mark myndi ég athuga með Remington 700.
Þú hefur meiri möguleika á breytingum í nákvæmnnisátt með Remington en nokkrum
öðrum verksmiðjuriffli.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 9 August 2012 kl 17:05

baraaddi

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 2 August 2012

Re: Savage riffill?

Takk kærlega fyrir þetta, hausverkurinn verður ennþá meiri með hverjum deginum en ég held að það sé bara góðs viti eins og staðan er núna. Og ástæðan fyrir að ég fór að spyrja er að ég vildi fá að vita reynslusögur sem ég hef nú fengið nokkrar. Myndi nánast eingöngu nota riffilinn í veiði og er því farinn að hafa augun betur opin fyrir rem.

Arnar Bjarki

Skrifað þann 12 August 2012 kl 13:12

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Savage riffill?

Já, Baraaddi að öðrum mönnum ólöstuðum máttu treysta orðum Magnúsar (BR) og Jóns (Grymma). Ég er sjálfur í svipuðum pælingum og þú og er kominn á þá niðurstöðu að kaupa eitthvað frá 25-06 til 308. Kíkirinn á að vera Zeiss 3-12 x 56 minnir mig að hann sé. Ég held að hann sé rúmlega 300 kall en byssuna sem slíka læt ég mæta afgangi og byrja á einhverju notuðu eða þá einhverju í kringum 150.000 t.d Rem 700 Tikka osfrv. Kíkinn ætla ég svo að eiga áfram en rifflinum mun ég skipta út eftir því sem aurarnir leyfa

Skrifað þann 12 August 2012 kl 16:46

baraaddi

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 2 August 2012

Re: Savage riffill?

Já það er sama og hjá mér, er kominn á þá skoðun að frekar bíða örlítið lengur og geta eytt meiri pening í þetta.

Skrifað þann 12 August 2012 kl 17:32