SKAUST veiðirifflamótið 2013.

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Laugardaginn þann 8. júni fer fram veiðirifflamót á svæði SKAUST. Mæting kl 9:30 fyrir veiðirifflaflokk og kl. 12:30 breyttir veiðirifflar. Mótsgjald 1500 kr.


Skotið á Hunter Class spjöld á 100 og 200 metra færum. 5 skotum á 5 blöð, samtals 25 skot á færi, samtals 50 skotum á báðum færum. Auk þess má skjóta ótakmarkað á „sigter“ hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. Tímamörk eru 10 mínútur á fyrstu skífu og svo 7 mínútur á hinar fjórar. Nota má tvífót og skorður (Rest) Engar takmarkanir á sjónaukastækkun.

Flokkar:

1. Óbreyttir veiðirifflar, upprunalegur lás og hlaup. Mega vera beddaðir.
2. Breyttir veiðirifflar/custom veiðirifflar eins og t.d Sako TRG eða Remington XB 40. Einnig ef búið er að skifta um hlaup á veiðiriffli.

Skráning á poldinn@gmail.com og upplýsingar í síma 8617040

Fh. riffilnefndar SKAUST, Hjalti Stef

Tags:
Skrifað þann 6 June 2013 kl 9:11
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: SKAUST veiðirifflamótið 2013.

Gott kvöld.

Þrátt fyrir dræma skráningu verður mótið haldið á morgun.
Endilega mætið þó þið séuð ekki skráðir, engum vísað frá.

Höfum gaman saman í góða veðrinu og gerum gott úr þessu.

Hjalti Stef.
mótsstjóri og
Heiður Ósk
stigavörður

Skrifað þann 7 June 2013 kl 22:54

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: SKAUST veiðirifflamótið 2013.

Góðan daginn keppendur.
Vegna vatnavaxta í Eyvindaránni þurfum við að fara
lengri leiðina, þeir sem eru á lágum bílum hafið samband
við mig til að sameinast í bíla.
Hjalti Stef. mótsstjóri
s. 8617040

Skrifað þann 8 June 2013 kl 8:10