Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Þá er Egill Helga kominn úr skápnum. Maður vissi svo sem um þetta.

"Ég er á móti því að skotvopn séu í almennri eigu, ég er á móti fasisma og kommúnisma, kynþáttamisrétti, ég aðhyllist jafnrétti kynjanna, ég er á móti spillingu, fákeppni, einokun, ég er á móti því að sé logið að fólki,ég aðhyllist gagnsæi, yfirleitt er ég á móti stríðsrekstri, ég er hlynntur umhverfisvernd, tel að við getum ekki leyft okkur að eyðileggja plánetuna fyrir fáeinar kynslóðir - ég hef fullt af skoðunum. Það er enginn autt blað - og fjölmiðlamenn ekki heldur."
Egill Helgason, Silfur Egils 26 des.

Það sem ég er að vekja athygli á er fyrsta setningin.

Tags:
Skrifað þann 26 December 2012 kl 10:59
Sýnir 1 til 20 (Af 39)
38 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

hann á rétt á sinni skoðun eins og við eigum rétt á okkar...

Skrifað þann 26 December 2012 kl 11:20

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Auðvitað á hann það.
En hann stjórnar eina umræðuþættinum á RUV. Og þegar kemur að umræðum um þessi mál hér, þá vitum við hverjir verða kallaðir til leiks.

Skrifað þann 26 December 2012 kl 11:34

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Sælir/ar.

Jú, það eiga allir rétt á því að hafa og tjá sínar skoðanir. ( Við einnig )
Þær þurfa ekkert endilega að vera réttar. Fólk veit ef til ekki betur, frekar en dráttarklárinn.
Það er fullt af því sem ég kalla -ég vil fólki- eða mér finnst fólki- Og þegar maður spyr það af hverju það hafi þessar skoðanir á hlutunum. Þá er svarið oftar en ekki ,, Af því bara''
Og fræðsla er það eina sem dugir á svona fólk. Langflestir eru móttækilegir fyrir henni.

Kveðja, Jón Pálmason.

Skrifað þann 26 December 2012 kl 11:38

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Vonandi Jón. En ég er ekki bjartsýnn varðandi Egil.

Skrifað þann 26 December 2012 kl 11:41

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Sæll Örn

Og gleðilega hátíð.
Tek undir með þér með bjartsýnina, en hún sakar ekki.

Kveðja, JP

Skrifað þann 26 December 2012 kl 11:43

JH8612

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 8 August 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Bjóða Agli á skotæfingu/kynningu....

Jónas

Skrifað þann 26 December 2012 kl 13:10

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Ég hef ekki áhyggjur af Agli og hans skoðunum. Miðað við holdafarið á aumingja manninum getur ekki verið að hann eigi mörg góð ár eftir sem er synd því hann er að mörgu leiti ágætur maður

Skrifað þann 26 December 2012 kl 14:38

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Hvar koma þessi ummæli Egils nákvæmlega fram. Geturðu vísað í tengil?

Skrifað þann 26 December 2012 kl 16:05

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Plís ekki fara í svona umræðu silfurrefur.
Málið er að Egill stjórnar í raun mjög miklum hluta opinberrar umræðu á íslandi.
Við erum neydd til að borga honum laun.
Alveg eins og ákveðinn aðili hjá ríkislögreglustjóra fyllir hausinn á Ögmundi af bulli, getur Egill gert það sama við áhorfendur sem sumir, undarlegt nokk halda að hann sé alvitur og hlutlaus.

Þess vegna óttast ég skaðann sem svona maður getur gert, á launum hjá mér.

Skrifað þann 26 December 2012 kl 16:05

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Ja Örn þetta var nú kannski ekki mjög jólalegt innlegg, viðurkenni það. Og jú ég kannast við fólk sem kokgleypir flest sem hann segir. Þetta fólk aðhyllist Hreyfinguna eða hvað sá flokkur kýs að kalla sig í dag og Besta flokkinn. Ég hins vegar neita að trúa því að fólk almennt taki mikið eftir því sem hann segir. Allavega hefur hann og hans þáttur aldrei borið á góma í þeim mannfögnuðum og jólaboðum sem ég hef tekið þátt í á þessu ári, nema hjá ofangreindum hópum, lítillega þá.

Skrifað þann 26 December 2012 kl 18:03

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

þessi skoðun Egils er samt ekki eins afgerandi og skoðun Borgarstjórans.. sem á bæði riffil og haglabyssu

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/26/halfvitar_med_riffla/...

Skrifað þann 26 December 2012 kl 18:16

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Á Jón Gnarr skambyssu?

Skrifað þann 26 December 2012 kl 20:09

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

haglabyssa átti það að vera, stóð skambyssa í fréttinni en búið að breyta því núna.

Skrifað þann 26 December 2012 kl 20:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Ágætu félagar

Sagt er:
haglabyssa átti það að vera, stóð skambyssa í fréttinni en búið að breyta því núna.

Getur verið að hinn flugvelgefni (eigið mat) borgarstjóri þekki ekki muninn?
Spyr sá sem ekki veit.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 26 December 2012 kl 21:31

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Hann þekkir muninn.
Hér er linkur á umræðuna þar sem Egill segir þetta.

http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/12/25/manndomur-piers-morg...

Skrifað þann 26 December 2012 kl 21:59

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

þykir líklegra að fréttamaðurinn þekki ekki muninn og hafi notað orðið skambyssa til að gera fréttina áhugaverðari...

það hefur enginn áhuga á að vita að einhver á haglabyssu... þær eru álíka algengar og ryksugur smiling

Skrifað þann 26 December 2012 kl 22:01

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Mikið rétt.
Einhverjir eiga samt eftir að fá flog þegar þeir sjá að borgarstjórinn þeirra sé "verðandi morðingi"

Skrifað þann 26 December 2012 kl 22:11

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

Ágætu félagar!

Mér er létt að þetta var yfirsjón blaðamanns!
Byðst afsökunnar á að hafa (hálfpartinn) sakað borgarstjóra
um vanþekkingu á skotvopnum í hans eigu.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 26 December 2012 kl 22:21

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skoðanir umræðustjóra ríkisins.

###Ég er á móti því að skotvopn séu í almennri eigu###

Ég er sammála Agli!

Ég tel hinnsvegar eðlilegt að veiðimenn, skotíþróttamenn og safnarar hafi heimild til að eiga byssur, sem henta sínu sporti eða sínum söfnum eða störfum.
Ég tel að gera eigi meiri kröfur til byssueigenda til að fá leyfi og varðar geymslur en nú er gert.
Ég tel ekki að allur almenningur eigi að lyggja með skammbyssur eða árásarvopn á heimilum sínum!
Ég tel hinnsvegar að ef menn uppfylla strangar kröfur um t.d geymslu þá eigi safnarar og aðrir notendur að hafa mikil réttindi. En ekki allur almenningur!

Bara svona til að velta upp öðrum fleti á hvað er almenningur!

E.Har

Skrifað þann 27 December 2012 kl 13:17
« Previous12Next »