Skot með boga og ör borið saman við skot úr 30-06

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hérna er tafla úr skotprófun sem fór fram í Austurríki sem sýnir mun á innkomu/penetration eiginleikum þar sem verið er að bera saman þegar skotið er af boga og ör á móti riffil 30-06,

Skotið 3 sinnum á ílát fyllt með sandi.

Bogi 65 pund dragþyngd 511gr hraði 249 fet/s KE 70.37 Joule 95
Bogi 65 pund dragþyngd 420gr hraði 270 fet/s KE 68 Joule 92
Bogi 77 pund dragþyngd 699gr hraði 228 fet/s KE 80,71 Joule 109

Örvarnar fóru allar í gegn.

Rifill Sig Mod 98 Cal 30-06
Veiðikúla notuð

kúla 165gr hraði 2765 fet/s KE 2801 Joule 3798
kúla 165gr hraði 2790 fet/s KE 2852 Joule 3867
kúla 165gr hraði 2796 fet/s KE 2865 Joule 3884

Kúlan stoppaði í öllum 3 skiptum í 5,51 tommu fjarlægð frá brún íláts

Endilega segið ykkar skoðun á þessu.

Tags:
Skrifað þann 4 August 2012 kl 18:17
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skot með boga og ör borið saman við skot úr 30-06

Örin snýst ekki er helsta ástæðan, en annars eru þær margar.

Skrifað þann 4 August 2012 kl 20:19

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skot með boga og ör borið saman við skot úr 30-06

Hér er greilega um ágætlega hannaða veiðikúlu að ræða!

Kúlan tvö til þrí faldar ummál sitt í viðleitni sinni við skila högggildi sínu inni í
ílátinu (veiðidýrinu) en ekki utan þess.


Með vinsemd.
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 4 August 2012 kl 21:03

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skot með boga og ör borið saman við skot úr 30-06

Þetta gleymdist að láta með.

Fjarlægðin sem skotið er 5 metrar og skotið er á plastfötur.

Erlendis þá hefur þvi verið haldið fram að ör sé ekki nægjanlega öflug til veiða, og þá er alltaf verið að miða þetta við veiðikúlur og þá gagnvart hraða svo ör nái til mynda nægjanlegt afl og það hefur borið á því hérna heima líka.
En það er einmitt málið að kúla og ör vinnur ekki eins og því er ekki hægt að bera þetta saman en samt hefur margt efsemdar fólk einmitt verið að gera það og þess vegna er þessi prófun gerð.
Eins og þú bendir á Magnús að kúla þennst út við snertingu og mynda því viðnám strax en ör með veiðiodd stingur og sker og þar af leiðandi minnkar viðnámið.

En endilega komið með athugasemdir.

Skrifað þann 4 August 2012 kl 22:21

303

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skot með boga og ör borið saman við skot úr 30-06

Eigum við að trúa því að plastfata með sandi hafi stöðvað 30-06 kúlu á 5 metra færi. OK, en ör farið í gegn.
Nei það geri ég eiginlega ekki. Það er einhver maðkur í þessari mysu.

Gísli

Skrifað þann 5 August 2012 kl 11:26

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skot með boga og ör borið saman við skot úr 30-06

búinn að sjá nokkur video af svipuðu, reyndar notaðir vatnsbrúsar þar og örin fór alltaf í gegnum alla brúsana en kúlan stoppaði á leiðinni.

hvað varðar fjarlægðina þá er bogveiði aðallega frá 5-50m svo það er sanngjarnt að gera prófið innan þess ramma, örin gerir ekki mikið eftir 70m þó kúlan haldi hraða 10x þá vegalengd.

Skrifað þann 5 August 2012 kl 11:56

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skot með boga og ör borið saman við skot úr 30-06

Sæll Gísli

Þú segir maðkur í mysunni. Það er það ekki, þetta próf er framkvæmt af aðila sem sér um allar vopnaprófanir fyrir austuríska varnamálráðuneytið og og fleiri aðila. Allt prufuferlið var tekið upp og skráð vandlega til að hægt sé að leggja fram trúverðug og staðfest gögn...

Ég hef undir höndum myndband af umræddu prófi ásamt annarri prófun.
En því miður þá hef ég ekki heimild til að sýna það nema á kynningarfundi þar sem ég er tilstaðar.
Ég hef lagt inn beiðni um að fá að sýna þetta í gegnum heimasíðu bogveiðifélgsins en synjað en vona að það muni breytast..

En ef einhverjar spurningar eru endilega komið með þær.

Kv
Indriði

Skrifað þann 5 August 2012 kl 15:59