Skotæfingar

Dr.Gæsavængur

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar

Sæll Harry123

Ég ætla að forðast það að kalla yfir mig leiðindakomment og gefa þér bara upp póstinn hjá mér(neðst) þar sem ég get bent þér á mjög góða staði í námunda við bæjinn. Mundu bara hvert sem þú ferð að huga vel að öryggisþáttum, hlíða lögum og taka upp eftir þig skothylki og annað rusl.. Ótrúlegt hvað sóðaskapurinn getur verið mikill sumstaðar!

Þó ég fari oft uppá Álfsnes að skjóta finnst mér það dýrt. Stök æfing á 2.500kr. Það er gott að æfa þarna, stilla inn sjónauka og taka æfingar á misjöfnum færum ofl. Þetta er flott aðstaða, þó ekki fullkomin.. HALLÓ! Liggjandi skot\skotpróf eru tekin af einhverju fáranlegum bekk eða borði. Stundum viltu bara geta líkt eftir aðstæðum á veiðum einsog hægt er og liggja á grasi eða úti í náttúruni og skjóta (til fyrirmyndar hjá Skyttum). Svo er opnunartíminn alveg glataður. Ef ég er allt í einu í stuði til að skreppa og taka nokkur skot er það ekki alltaf í boði og því fínt að skreppa annað. Skil persónulega ekki hvers vegna þessi staður var valin fyrir skotæfingasvæði ef það má ekki hafa opið nema eitthvað pínulítið vegna háfaða og tillitsemi við nágranna. Og í hvað fer háa félagsgjaldið ef ég þarf samt að kaupa aðgang að riffilvellinum og líka haglavöllunum?

Sjálfur ætla ég ekki að ganga í SR sökum þessa að svo stöddu því það hentar mér bara ekki. En hef verið að hugsa um Skotfélag Suðurlands og skotfélagið í Höfnum.

Tökum svo dæmi ef ég vill skjóta allt árið kostar 31.000 kr. að byrja hjá SR, en 17.500kr hjá Skotfélagi Suðurlands og að því virðist 10.000kr. í Höfnum. Við búum á misjöfnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og það það þarf alls ekki að vera mikið lengra ferðalag á hina staðina frekar en Álfsnes.
Set inn linka á verðskrá skotfélaga.

http://sr.is/um-sr/gjaldskra

http://www.skot-sfs.is/index.php?option=com_content&view=article&id...

http://www.keflavik.is/skot/deildin/saekja-um-adild/...

atlifreyrrunolfsson@gmail.com

Skrifað þann 24 October 2012 kl 11:43
« Previous12Next »