Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Tók mig til og dundaði mér smá í skúrnum og er bara nokkuð sáttur með útkomuna, gattaplatan fer í á morgun burstað stál fyrir 50 skot. Eftir að hafa séð myndir af fallegum skotakössum sem menn voru að panta sér frá útlandinu fanst mér tilvalið að prófa að smíða úr fallegri Hnotu

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 20 December 2012 kl 17:49
Sýnir 1 til 20 (Af 21)
20 Svör

bjossi

Svör samtals: 524
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Hin ágætasta smiði tekur þú pantanir?? mjög gott framtak. Kv Jon.

Skrifað þann 20 December 2012 kl 18:16

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Já þetta lítur ljómandi vel út hjá þér, líst vel á þessa kassa.

Skrifað þann 20 December 2012 kl 18:43

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Virkilega falleg smíði. Hvar fást svona huggulegar læsingar hérna á isl ? Og þegar þú opnar þá er þá kanntur innaná sem lokið fellur yfir? Veit ekki alveg hvernig á að orða þetta


kv Atli S

Skrifað þann 20 December 2012 kl 19:05

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Snild enda liggur allt í höndunum á þér Vagn.Falleg hnotan.

Skrifað þann 20 December 2012 kl 19:11

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Takk fyrir, ég set inn betri myndir á morgun þegar ég hef fóðrað botninn undir patrónunni og lokið og svo komið gataplötunni fyrir. kv Vagn I

Skrifað þann 20 December 2012 kl 21:16

Svenni Har

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Mlög flott hjá þér vinur

Skrifað þann 20 December 2012 kl 22:56

hallhalf

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Glæsilegt, timbrið er alltaf hlýlegt finnst mér.

Halldór, Molastöðum

Skrifað þann 21 December 2012 kl 13:45

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Flott og klassi, endilega haltu áfram með þessa smíði.
Mér finnst viðurinn alltaf vinalegri.
Ég hafði séð fyrir mér fræst límtré og 60 skota útfærslu. F/skor shooting.
Flott útfærsla á læsingunni.
Leifðu okkur að fylgjast með smiling

Mbk Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 21 December 2012 kl 14:25

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Sæll Siggi ( NESIKA ) af hverju 60 skota Fskor/shooting ?ekki illa meint hvernig ert þú að hugsa þetta ???
jólakveðja Vagn I

Skrifað þann 24 December 2012 kl 22:31

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Sæll, jú það fara 25 skot á skotmörk + sighterar + warmup. Tvisvar hef ég farið í mót með 50 skot
og hef þurft að spara..... það gerir maður ekki í mótiawkward .
Núna fer ég með 60 skot á færið annars er ég ekki öruggur. Þeir eru farnir að gera 60 skota box og reyndar 100 skota líka, og ætli það sé ekki af þessari ástæðu.
Grúppu keppni er ekki svona skotafrek, þar er minna notað af sighterum.
Þar eð undirrituðum gengur nú ekkert sérlega vel í grúppukeppnum þá væri kannski ráð að nota fleiri sightera !!
Mbk Siggi nesika

Skrifað þann 25 December 2012 kl 0:13

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Flottir kassar enn til að gera þá enn betri, vantar klæðninguna undir plötuna. Kassarnir sem ég fekk frá technoframes eru fóðaraðir með "plastfrauði" ( veit ekki allveg hvað ég á að kalla efnið ) þannig eru skotin allveg skorðuð og ekkert hringl. Get sent þér myndir ef vilt.

Skrifað þann 25 December 2012 kl 8:14

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Kra já þetta með klæðninguna undir plötuna , ég var búinn að útvega mér þannig efni en mér fanst koma úr því einhver óhreinindi sem ég var ekki sáttur við en þarf að finna mér einhverskonar efni í þetta
( uppástungur?) Ég vil klæða botn og lok líka ,jú mynd væri vel þeginn Kv Vagn I

Skrifað þann 25 December 2012 kl 9:25

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Já þetta með botninn, ég sé ekki fyrir mér riðfrítt í plötunni og síðan eithvað undir henni.
Nælonið er án vafa best en ekki það fallegasta.
Púðurkorn og smá óhreinindi tolla síst við plastefni og skást að blása úr. Einnig er gott að sjá
óhreinindi (púðurkorn) á hvítu næloni. Ódýrast og fallegast fyrir mér er límtré og það sé ég fyrir
mér sem stakur kubbur sem er límdur ofaní boxið.
Spurningin er þá á kubburinn að vera gegnumboraður eða ekki ? Þannig að hæðin á kubbnum ræðst af hylkjalengdinni og eða bordýptin ráðist af hylkjalengdinni ? Það er ekkert leiðinlegra en að vera með
box sem er 5mm of djúpt miðað við hylkið...
Og ein spurning að lokum á að vera hægt að hlaða upp úr boxinu eða ekki ?
Án vafa finnst einhverjum hér vera smámunasemi um að ræða en hlaði maður 3000 - 4000 skot á ári
þá þarf þetta að vera þægilegt og einfalt í umgengni smiling
Happy shooting

Skrifað þann 25 December 2012 kl 11:52

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

I útlenda dótinu nær fóðringin alveg uppí gatið á plötunni og maður pantar kassan fyrir ákveðið cal
Guffi, sendu mér póst á heidargerdi@simnet.is og ég skal senda þér mynd af kassanum ef þú vilt


Kv.
Kristján R. Arnarson
Húsavík

Skrifað þann 25 December 2012 kl 12:50

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Siggi ( NESIKA ) mikið rétt þetta á og verður auðvelt að ganga um má ég hringja í þig ? sími?

Skrifað þann 25 December 2012 kl 20:38

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Sæll, 845-4978
Sjáðu til ókosturinn við nútímabox er að það er ekki þægilegt að breyta hæðinni
fyrir það sem maður er að nota (ég er ekki með nein mál hér) skoðum 243win 308win
6mmbr og 30BR. Ég vil að axlirnar standi uppúr þannig að ég geti tekið ÖLL hylkin upp á
hálsinum en innanmálið ekki hærra en svo að hylkin fari ekki út um allt þótt boxið
hvolfist... og líka filt uppi í lokinu.
Næsta mál fyrir aðgengilegt er að hægt sé að opna boxið á borðinu og skjóta upp úr því
beint og tóma hylkið fari í lokið við næsta skot við það losnar maður við hleðslublokkina af borðinu.
Ég reikna ekki með að menn fari með vandað viðarbox í slarkveiðina heldur njóti fallegra og
þægilegrar hönnunar, sérsmíðað fyrir sjálfan sig.
Það eru alltaf til menn sem borga fyrir gæði.
Mbk nesika

Skrifað þann 25 December 2012 kl 23:48

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Gullfallegir kassar. Megum við ekki sjá innan í líka?

kv

G

Skrifað þann 26 December 2012 kl 10:06

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Sæll Graham, jú jú hér eru myndir að innan en samt ekki alveg búinn. kv Vagn Ingólfsson

Viðhengi:

Skrifað þann 26 December 2012 kl 12:14

Útlendingur

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotakassar mínir nísmíði, ekkert útlenskt á þessum tímum

Vel gert og mjög fallegt. Takk fyrir að sýna okkur þetta.

Skrifað þann 27 December 2012 kl 13:14
« Previous12Next »