Skotfæri á Sel

fender

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðan daginn hvaða Calíber hafa menn verið að nota á sel sem lyggur í fjöruborðinu

Tags:
Skrifað þann 22 March 2014 kl 9:34
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotfæri á Sel

22 Hornet og uppúr,aðalatriðið er að vera með rétta kúlugerð og algert skilirði að hausskjóta.

Skrifað þann 22 March 2014 kl 11:03

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Skotfæri á Sel

fer mikið eftir því hvað á að gera við selinn, ef hirða á skinnið þá borgar sig að nota sæmilega harða kúlu og hausskjóta og passa að stefna kúlunnar sé ekki inn um haus og út um skrokk, heldur að skjóta frá hlið.

ef verið er að farga sel sem varg og ekki stefnt á að nýta neitt af honum þá er allt frá .308 og uppúr fínt, getur skotið bæði í haus og skrokk með mjúkri kúlu.

.300WM og 7STW kljúfa selinn í tvennt.

Skrifað þann 22 March 2014 kl 13:51

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotfæri á Sel

Ágæti félagi fender.

Tveir ágætir Hlaðverjar hafa þegar komið þér til aðstoðar og er það vel!
Það sem mig langar að fullvissa mig um er að við séum að tala um
að skjóta landsel þ.e.a.s. ekki útsel?
Eins og þú vafalaust veist er gríðarlegur munur á þessum tveimur tegundum.
Landsels brimill verður 1.5 - 2.0 m langur og vegur um 100 - 150 kg.
Útsels brimill er gjarnan 3.0 m að lengd og algeng þyngd um og yfir 300 kg.
Einstaka brimlar verða mikið stærri og engin skrifar heim þótt hann drepi
400 kg.útselsbrimil
Því má ljóst vera að alls ólík tæki þarf til að vinna á þessum flugsyndu skepnum!
Ég hefi til áratuga borið ábyrgð á sela eyðingu við minni nokkurra laxveiðiáa og því
drepið minn skerf og rúmlega það.
Vona innilega að Lykkla Pétur á himnum sé ekki selur!
Við árósa er selurinn undantekningarlaust skotinn í hausinn. Langstærstur hluti
þeirra dýra var landselur. Við þessa iðju notaði ég gjarnan 6mm Remington 40X
markriffil með 32X sjónauka. 70 grain Match King á rúmlega 3600 fps. skilaði sínu!
Við veiðar útsels norður á Ströndum notaði ég Remington 700 í cal.280 og seinna
Remington 40XB í 7mm Magnum. Útselurinn var gjarnan skotinn á skerjum enda
flegin og skinnið hirt. Í öllum tilvikum var hausskotið og áverkar þeir sem hlutust af
168 Sierra Match King á rúmlega 3000 fps. ógurlegir!!
Ég get rétt ímyndað mér hvernig stóri bróðir 7mm Rem Mag , 7mm STW virkar
við þessi skilyrði!!

Vona að þessar hugleiðingar gagnist þér eitthvað.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Nafnið fender? Þegar ég var yngri
hafði ég unun af gítarleik. Er Fender
nafnið tengt slíkri ástríðu?

Skrifað þann 22 March 2014 kl 17:13

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotfæri á Sel

Það er gana að heyra frá slíkum reynslubolta í veiði, sérstaklega selveiði eins og Benchrest never more

Skrifað þann 22 March 2014 kl 18:33