Skotkeppnir fyrir .22 riffla

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Takk 22, ég allavega tók þessu ekki sem gagnrýni á starfið sem slíkt heldur að upplýsinga gjöf
er ekki eins og best er á kosið. Á nútíma öld þegar maður segir farðu þarna inná þessa heimasíðu
það er allt þar.... við erum bara ekki komnir á þann stað ennþá.
SR egilshöll og skotfélag kópavogs eru nú sennilega mekka RF innanhúss og SR álfsnesi í silhouett
stóð sig vel á árinu og héldu nokkur mót og voru einnig með fasta æfingatíma.
Hvar á að byrja á riffli er ekki vafi og það er á 22rf. Það er heldur ekki að ástæðulausu sem
löggjafinn vill hafa það svoleiðis.
Ég er enginn sérfræðingur á 22rf en þegar ég á ekkert hlaðið (cf) og nenni ekki að standa í þrifum.....
þá er ósköp gaman að kippa með sér 22rf, slatta af skotum og hitta kunningjana á vellinum smiling
Mbk Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 17 December 2012 kl 10:56

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Heimasíður og heimasíður... Nesika ?

Það er frábært starf í ýmsum félögum um land allt, og allt að gerast hjá SR. Silhouettan á eftir á ná meiri hæðum með tíð og tíma en menn grunar, þe ef menn hafa úthald til að mæta á æfingar og byggja upp kjarnahóp um greinina sem sinnir henni og sjá um að halda æfingar og mót - Reglulega - það er það sem skiptir sköpum um á koma greininni á blað - frábært starf hjá SR !

Hver er sérfræðingur um.22 ?

Jú - hef skotið flest með .22 - þess vegna setti ég þetta hér innn - svona í krafti reynslunnar með .22LR - lagði ég þetta til !

Ef menn muna það ekki - þe að skapa grunn fyrir þá sem vilja skjóta af rifflum - sem fá aðeins leyfi fyrir .22 (studum 22mag og 17HMR)

.22Long Rifle er gott ef ekki best til að byrja á ! Búinn að útskýra það hér á undan !

Engin gagnrýni hjá 22LR - engin - bara frábær vinna hjá þeim sem sjá um æfingar og mót um land allt með .22LR !

Svo þetta með löggjafan og skotvopnaleyfin - sem reyndar eiga að heita BYSSULEYFI - annað er dónaskapur, þe að við þurfum að taka skot-VOPNA-nánskeið til að öðlast réttindi til að skjóta í mark með hinum ýmsu verkfærum, sem við nefnum byssur og markbyssur og markriffla - þetta er allt svo öfugsnúið eitthvað - er það ekki ?

Kveðja, 22LR

Skrifað þann 18 December 2012 kl 19:55

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Ég held að það væri frábært framtak að kom upp einhverjum BR50 mótum hjá sem flestum skotfélögum og vera þá með einhverjar keppnisreglur sem eru þær sömu hjá öllum félögum.

Skrifað þann 21 December 2012 kl 10:48

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

En hérna, afhverju er þetta skorðað við þetta caliber sérstaklega?
Nú er þetta ekki eina a-leyfis caliberið og margir sem fara í .17hmr núna frekar.

Koma frekar á laggirnar A-leyfis mótum?
Þátttaka myndi amk vera meiri sem gerir þetta skemmtilegra

Skrifað þann 21 December 2012 kl 11:12

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Það væri þá um leið gaman að sjá hvernig þau mót myndu skorast, kannski leysa .22lr vs .17hmr hausverkinn sem margir fá.

Skrifað þann 21 December 2012 kl 11:21

fenrir

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

það var reynt að halda mót hjá skotdeild kef. fyrir 17hmr og 22wmr áhuginn var enginn og enginn mætti en eins og sést á þræðinum fyrir neðan verður mót í 22lr br 29 des og opið öllum

Skrifað þann 21 December 2012 kl 11:29

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Hvers vegna .22LR. ?
Ástæðan er fyrst og fremst sú, það eiga margir riffla í .22 !
Einnig og kanski aðal atriðið, reglurnar liggja fyrir, (skoðið benchrest síður á netinu) það er keppt í BR50 víða erlendis, það þarf ekki að finna upp hjólið enn einu sinni og þess vegna er það skynsamlegt að einskorða þetta við .22 - og þetta cal er tilvalið fyrir unglinga sem mega skjóta með leyfi forráðamanna þegar þeir verða 15 ára. - Það er ekki ástæða að nefna verðmunin á skotunum, er það.........?

22LR

Skrifað þann 21 December 2012 kl 12:14

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

nkl það sem ég segi, .17hmr og .22wmr eru soldið útundan öllum mögulegum keppnum.

og ég nenni nú ekki að fara að rífast um þetta við einhvern sem augljóslega .22lr fanboy en það sem ég benti á var að leyfa .17hmr og .22wmr með í þessari BR50 keppni. Sé ekki skaðann í því.

Skrifað þann 21 December 2012 kl 14:40

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

poipoi, eins og fenrir segir að þá var reynt að halda .17/22mag mót og enginn mætti.
Og mér sýnist meðal mæting á mörg þessara .22LR vera 5.

Var t.d. að skoða úrslit hjá Skotfélagi Kópavogs í standard pistol (soldið síðan þetta tiltekna mót var) en þá mætti eingöngu tveir menn til keppnis.
Það er oft erfitt að halda utan um mót sem það er áhugi á blaði en síðan mætir enginn þegar loksins verður af mótinu.

Og annað, ef þér finnst vanta mót í t.d. .17 þá bara um að gera að setja sig í samband við þitt skotfélag og bjóðast til að sjá um skipulagningu á því.

Skrifað þann 22 December 2012 kl 0:48

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Þetta er mjög venjubundinn þráður þ.e.s. menn koma með tillögur að hinum ýmsu tegundum keppna
en þegar öllu er á botninn hvolft þá er engin mæting...
Og svo er annað það er ekkert
því til fyrirstöðu að fá að keppa sem gestur og þegar ég er mótstjóri væri það auðfengið
mál.
Það verða örugglega 50BR mót hjá sr í sumar. Fylgist með sumardagskránni
og takið þátt og hafið gaman.
Nú er til dæmis gamlársdagsmót og bara einn flokkur það verður gaman að sjá mætinguna þar.
Ég mæli nú ekki með 17hmr í 200m skor.
Mbk Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 22 December 2012 kl 1:42

fenrir

Svör samtals: 81
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

mæting hefur verið góð hjá okkur í keflavík að undanskildu 17hmr og 22wmr mótinu, allir velkomnir þann 29 des. mótið hefst 10.30, nánari uppl. á plastorka@simnet.is

Skrifað þann 22 December 2012 kl 9:22

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Stið ykkur keflvíkingar og aðra mótshaldaldara.
Hvað er hægt að hafa það betra ! keflavík 50m br, sr 200m skor + skeet mót og landsbyggðin,
Hér á að vera nóg fyrir alla smiling shades
Mbk nesika

Skrifað þann 22 December 2012 kl 9:46

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Það getur reyndar verið að það hafi gerst að það hafi mætt 2 í mót í Staðlaðri Skammbyssu hjá SFK en það er nú algengara að þetta séu í kringum 5 - 6 á innanfélagsmótum og yfir 10 í landsmótum.

Við höfum líka haldið veiðirifflamót einu sinn til tvisvar á ári undanfari ár fyrir .22 og algeng mæting í þessi mót er í kringum 15 mans, þó hefur allt upp í 21 mætt í þessi mót. Þetta eru mjög skemmtileg mót þar sem menn skjóta 60 skotum liggjandi annað hvort með rest eða tvífæti og afturpúða og geta þá séð hvað riffilinn þeirra getur.

Árangur í þessum mótum er þó oftast mikið háður því hversu góð skot menn finna í sinn riffil og hversu góðan sjónauka menn setja á hann.

Skrifað þann 22 December 2012 kl 9:52

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Skotkeppnir fyrir .22 riffla

Sitt sýnis hverjum, eins og gengur.

Þetta var svona spurningin um hvar er best að byrja og með þeim tilgangi að fá menn inn í riffilstarfið, efla riffilgreinina osfv.

Gott mál ef menn vilja halda ýmis innanfélagsmót sem eru ekki innan ramma þessara hefðbundnu riffilgreina, ekkert að því !

En er það ekki að koma í ljós einmitt hér á þessum þræði hve menn dreifa áherslunum, þynna súpuna !

Þetta ætti að vera áhyggjuefni að skotfélögin í landinu sameinist ekki betur en nú er - um ramman sem heldur utanum þær greinar sem þegar eru til staðar. Þá er átt við þær greinar sem eru innan Stí.

Þetta með BR50 var innlegg í þá veru að kanna möguleikana á að koma þessu skemmitlega sporti í gang (sem er ekki grein innan Stí) - til að hafa farveg fyrir þá sem eru að byrja - fyrir pabba og mömmu til að koma með unglingana á svæðið og hafa gaman að - ásamt þeim möguleikum sem þegar eru fyrir hendi hjá félögunum í landinu.

Jú - einhversstaðar verða menn að byrja - að skjóta úr resti er ein besta leiðin til þess - fyrir þá sem hafa áhuga á riffilgreinum - hvað svo sem menn gera síðar.....

22LR

Skrifað þann 22 December 2012 kl 11:00
« Previous12Next »