Skotvöllurinn í Höfnum

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Getiði sagt mér félagar hvenær það er opið í höfnum?

Tags:
Skrifað þann 28 January 2014 kl 18:39
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Völlurinn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins fyrir félagsmenn, þeir sem eru ekki félagsmenn geta aðeins komist á svæðið með fėlagsmanni og er alfarið á ábyrgð hans.

Til að gerast félagsmaður þarftu að greiða félagsgjöld og svo lyklagjald til að fá lykil af svæðinu.

Www.keflavik.is/skot

Skrifað þann 28 January 2014 kl 20:54

Sveinbjörn

Svör samtals: 49
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Svo er smá ábending og snýr hún að því að félagsmenn hafa forgang fram yfir gesti sem ekki greiða félagsgjöld.

Bestu kveðjur
Sveinbjörn

Skrifað þann 28 January 2014 kl 23:12

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Ef þú ert að spá í leirdúfu þá eru sér opnanir þar á, en riffil svæðið er opið hverjum félagsmanni sem hefur lykil.

Skrifað þann 29 January 2014 kl 0:31

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Gæti ég fengið lykil af aðstöðunni samdægurs eða þarf ég að bíða eftir að komast inná svæðið?

Skrifað þann 29 January 2014 kl 8:08

rokkson

Svör samtals: 42
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Veit einhver hver gjöldin á leirdúfuvellinum eru ?

Skrifað þann 29 January 2014 kl 9:08

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Lykilinn færðu þegar þú ert búinn að greiða gjöldin, sækir hann til gjaldkera eða formanns félagsins ì Reykjanesbæ.

Skrifað þann 29 January 2014 kl 16:03

Bensi Jóns

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Skoðaðu þennan hlekk.
http://skotvellir.is/Skotfelag.aspx?ID=6...
Svo félagið líka með facebooksíðu.
kv
Björgvin

Skrifað þann 29 January 2014 kl 18:53

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Ágætu félagar!

Ég var um tíma meðlimur þessa góaða félags sem Skotdeild Keflavíkur
vissulega er!!
Ættla að gerast félagi aftur á þessu ári.
Hefi aldrei mætt öðru en vingjarnlegheitum og góðu viðmóti þar syðra!!
Hvað varðar opnunartíma þessa ágæta (riffil) svæðis..les póst að ofan.
Þrátt fyrir þennan mjög svo rúma opnunartíma er annað sem heillar mig meira
hvað þetta frábæra skotsvæði varðar...nefnilega sú staðreynd að vera ekki
bundin við að skjóta aðeins á 300m færi!!!
Nákvæmni nútíma riffla er með þeim hætti að 300m er allt of stutt braut svo
reyna megi hvað gripurinn/skyttan getur gert.
Við ágæti þessa skotsvæðis bætist frábær aðstaða fyrir skotmenn.
Einkar vinaleg kaffistofa auk snyrtingar ....allt er þetta til fyrirmyndar að mínu mati.
Þess vegna (meðal annars) er völlur þeirra Suðurnesjamanna sá demantur sem
hann er í huga alvöru riffilskyttna!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 29 January 2014 kl 21:33

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvöllurinn í Höfnum

Hringdi í gjaldkerann og gekk frá þessu fór og sótti lykilinn strax ekkert mál og flottur völlur

Skrifað þann 2 February 2014 kl 18:00