Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

ScraT

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðann daginn, Ég er að velta fyrir mér hvernig megi flytja skotvopn. Má ég hafa byssu á bakinu (í poka eða innvafða) og á reiðhjóli eða vélhjóli til að komast að og fara frá skotsvæði ? Vitiði um einhverjar laga greinar um þetta sem ég gæti skoðað ?
Kv. Óskar

Tags:
Skrifað þann 18 June 2015 kl 18:17
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

Sælir.
Ég hef nú ferast með byssur á mótorhjóli landshorna á milli ýmist í poka á bakinu eða takedown tösku þvert á stýrinu án athugasemda yfirvalda, enda ekkert sem bannar þér þetta í lögum og reglugerðum svo lengi sem byssan sé í umbúðum, og gikklás eða læst taska er algert "möst".
Ég færi nú frekar fram á að yfirvöl sýndu fram á þetta væri bannað heldur en á hinnveginn.
kv.
JK

Skrifað þann 18 June 2015 kl 19:06

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

ef það væri ekki hægt að flytja byssur á hjóli þyrfti að skilyrða byssuleifið við bílprófið smiling það væri svolítið undarlegt skilyrði . grin tongue out

Skrifað þann 18 June 2015 kl 19:35

ScraT

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

Karlgudna. Það er rétt, var ekki búinn að hugsa það frá því sjónarhorni =P er búinn að kíkja á google og ég veit ekki alveg hverju ég á að leita að þannig ég endði hérna hjá ykkur. En ætli það sé þá nóg að hafa bara sokk og nota byssuólina sjálfa ? og náttúrulega lás.

Skrifað þann 18 June 2015 kl 19:48

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

nee það er kannski aðeins of groddalegt,, setja í góðan poka eða tösku ,, óþarfi að æra óstöðuga smiling
kv Kalli

Skrifað þann 18 June 2015 kl 19:54

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

"Sokkurinn" er afar gráu svæði en annars er bara talað um að byssur skuli vera í umbúðum á meðan flutningi stendur. "Sokkurinn" er vissulega týpa af umbúðum en þó gæti einhverjum brugðið heldur betur í brún við að sjá þetta og ef einhver myndi láta lögregluna vita af þér þá er ég ansi viss um að hún muni mæta á staðinn til að skoða þetta nánar og tala við þig og í versta tilfelli fengi sérsveitin okkar útkallið þannig ég tel það vera öruggara að vera með hana í einhverskonar poka/tösku.

Að öðru leiti eru ekki neinar takmarkanir á hvernig þú flytur byssurnar á meðan þær eru í "umbúðum" þá ertu löglegur.

Gikklás eða læst taska er ekki skilyrði neinstaðar nema reyndar ef þú ert að fljúga þá eru skilyrði flugfélaga mismunandi, hérna í innanlandsfluginu þá þarftu ekkert slíkt, þarft ekki einu sinni "airline approved" tösku eins og kaninn orðar það en líklegast þarftu þess þegar þú ferðast með byssu til/frá Íslandi.

Skrifað þann 19 June 2015 kl 11:14

hreggvidur

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 27 March 2015

Re: Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

Sælt veri fólkið ég nenni ekki að skrifa sér þráð um þetta erindi en ef einhver sér þetta og getur aðstoðað þá væri það vel þegið getur einhver sent mér slóð hvar ég finn veiðikortið s.s hvar friðuð svæði eru og hvar má skjóta með fyrirfram þökk

Skrifað þann 19 June 2015 kl 15:27

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

Það er ekkert heildstætt kort til sem segir hvar þú mátt skjóta, þú getur fundið kort þar sem þjóðgarðar og fólkvangar eru merktir inn en þá vantar allt land í einkaeign og land í eigu sveitafélaga því samkvæmt lögum er allt bannað nema það sé sérstaklega leyft.

Það er bannað að skjóta í fólkvöngum, friðlandi (nema mink og tófu) þjóðgörðum og innan bæjarmarka.
það útilokar eiginlega allt land í eigu almennings, restin af landinu er í einkaeigu og þú verður að spyrja viðkomandi bónda hvort þú megir skjóta í hans landi.

Miðhálendið er eiginlega eini staðurinn sem þú getur skotið á löglega án þess að þurfa að spyrja um leyfi.. en gættu að þjóðgarðalínum því búið er að friða stóran hluta af því landi líka

Skrifað þann 20 June 2015 kl 8:21

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Skotvopn á hjóli. í lagi eða ekki ?

Það er ekkert heildstætt kort til sem segir hvar þú mátt skjóta, þú getur fundið kort þar sem þjóðgarðar og fólkvangar eru merktir inn en þá vantar allt land í einkaeign og land í eigu sveitafélaga því samkvæmt lögum er allt bannað nema það sé sérstaklega leyft.

Það er bannað að skjóta í fólkvöngum, friðlandi (nema mink og tófu) þjóðgörðum og innan bæjarmarka.
það útilokar eiginlega allt land í eigu almennings, restin af landinu er í einkaeigu og þú verður að spyrja viðkomandi bónda hvort þú megir skjóta í hans landi.

Miðhálendið er eiginlega eini staðurinn sem þú getur skotið á löglega án þess að þurfa að spyrja um leyfi.. en gættu að þjóðgarðalínum því búið er að friða stóran hluta af því landi líka

Skrifað þann 20 June 2015 kl 8:22