Íslandsmeistaramót SR í grúppum

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í grúppum á 100 og 200 metrum í Álfsnesi. Gaman væri að sjá úrslit, ljósmyndir og nánari umfjöllun hér því að það eru afar fátæklegar upplýsingar á SR síðunni.

Tags:
Skrifað þann 19 August 2013 kl 11:59
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmeistaramót SR í grúppum

Sæll félagi Hjalti.

Þú hefur náttúrulega séð stöðuna eftir fyrri daginn?
Og myndirnar frá mótinu?
En eitthvað ætlar að dragst að birt séu úrslit seinni
dags (200m) og heildar rúrslit (100 + 200) mótsins.
í ljósi þess að keppendur voru aðeins átta talsins
átta ég mig ekki á töfunum. En það er annað mál.

Eftir fyrri daginn var Kjartan Friðriksson með 0.2622 í 1. sæti
og Hafsteinn Þór Magnússon með 0.3130 í 5. sæti
Þetta er sáralítill munur, um tvær kúlubreiddir 6mm kúlu,
því eins og við vitum þá vinnast svona keppnir yfirleitt á 200 metrunum,
og þar vann Hafsteinn afgerandi sigur, skaut aldeilis frábærlega!
Ég átti erindi uppá Álfsnes skömmu eftir hádegi á sunnudeginum
og sá allar 200m skífurnar með eigin augum.
Skífur Hafsteins báru þar af eins og gull af eir.
Ég taldi líklegt að hann væri sigurvegari á mótinu.
Gaman verður að sjá hvað munaði miklu á þeim félögum
Kjartani og Hafsteini þegar upp er staðið!!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 20 August 2013 kl 13:24