Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu félagar.

Á nýafstöðnu Íslandsmóti í Grófri skammbyssu (tekið af vef SR)
sigraði Grétar, annar varð Karl og þriðji Eiríkur.
Til hamingju herrar mínir. Vel gert!
En það sem vakti athygli mína, jafnvel umfram góðan árangur,
er hversu fáránleg nafngift þessarar greinar er !!!
Hvað er Gróf skammbyssa? Í gegnum áratugina hafa þýðendur
og orðasmiðir reynt að hafa erlend orð sem íslenskuð eru eins
gegnsæ og nokkur kostur er....og er það vel.
Gróf skammbyssa?? Hvað þýðir það?
Ágæt vinkona mín, og íslenskufræðingur, telur þetta orðskrípi
mjög til þess fallið að valda neikvæðum hughrifum hins almenna
borgara: Gróf skammbyssa...eithvað sérstaklega hættulegt.
Eigum við að reyna að bæta hér úr?
Því ekki að kalla þennan flokk t.d. A2...eða A3 við sem höfum
áhuga á skotfimi myndum vita nákvæmlega hvað væri átt við.

Mbk,
Magnús Sigurðsson.

Tags:
Skrifað þann 31 March 2015 kl 14:40
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

En ég sem hef engan áhuga á skotfimi með skammbyssum veit ekkert hvað A2 eða A3 er. Gróf skammbyssa segir mér ekkert annað en að það eru til mismunandi flokkar í keppnum með skammbyssu. Ég held að það sé ekki nafnagiftin sem slík sem kastar óorði á þá sem hafa áhuga á byssum. Eina sem lappar uppá "mann"orð byssugreina er góð og prúðmannleg framkoma þeirra sem stunda, sanngjörn og heiðarleg fréttamennska og almenn kurteisi hins byssuglaða manns við náungann. Að ógleymdum góðum árangri í keppnum fyrir utan landsteina. Það höfum vð á stundum att öfluga málsvara íþróttarinnar.

C47

Skrifað þann 1 April 2015 kl 13:47

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Ágæti félagi C47.

Þú skrifar: Eina sem lappar uppá "mann"orð byssugreina er góð og prúðmannleg framkoma þeirra sem stunda, sanngjörn og heiðarleg fréttamennska og almenn kurteisi hins byssuglaða manns við náungann.
Að ógleymdum góðum árangri í keppnum fyrir utan landsteina. Það höfum vð á stundum att öfluga málsvara þróttarinnar.

Ég skifa: Minn ágæti C47: Ég er að glýma við það sem heitir Háskólasamfélagið. Þar er fólk
sem kemur til með að móta ummræðuna og lagaramma okkar skotáhugamanna og kvenna um ókomna
framtíð! Þessvegna ber okkur að vanda okkur. Aulaleg orð geta kostað okkur verulega !!

Mbk,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 1 April 2015 kl 18:32

thorduri

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Beinar þýðingar eru stundum kanski bara bestar..

ISSF Bein þýðing Nafngift STÍ
50m Pistol 50m Skammbyssa Fríbyssa
25m Centerfire Pistol 25m Miðkveikt skammbyssa Grófbyssa
25m Standard Pistol 25m Stöðluð skammbyssa Stöðluð skammbyssa
25m Pistol 25m Skammbyssa Sportbyssa
25m Rapid Fire Pistol 25m Hraðaskotfimi með skammbyssu
10m Air Pistol 10m Loftskammbyssa Loftskammbyssa

Þórður Ívarsson

Skrifað þann 3 April 2015 kl 21:10

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Ágæti félagi Þórður Ívarsson.

Takk fyrir þitt innlegg.
Já það hljóta að vera til betri heiti en Gróf skammbyssa!

Mbk,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 4 April 2015 kl 11:40

Long Rifle

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Grov-pistol er vel þekkt á norðurlöndum. Er þar átt við cal - 32-38... þetta vita allir sem hafa stundað skotíþróttina og aðrar íþróttir í skotfimi. Hinir sem aldrei hafa tekið þátt í skotíþróttum eru ekki alveg að skilja þetta , það er í lagi, en betra að menn kynni sér málin áður enn menn leggja til breytingar. Gott að hafa íslenskuna í öndvegi, en, samt,; "Benchrest Forever", Hvað er það ? Og hvern þýðrir það á íslensku?
Viðbót - greinar sem skotnar er hér heima er ma Skeet, Trap, Nordisk Trap, Benchrest, BR50 ofl - allt með erlendum nöfnum. Hvað er td benchrest á íslensku ?

LongRifle........ Langur Riffill ? held ekki ?

Skrifað þann 4 April 2015 kl 19:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Ágæti félagi Long Rifle.

Þú skrifar: Grov-pistol er vel þekkt á norðurlöndum. Er þar átt við cal - 32-38... þetta vita allir sem hafa stundað skotíþróttina og aðrar íþróttir í skotfimi. Hinir sem aldrei hafa tekið þátt í skotíþróttum eru ekki alveg að skilja þetta , það er í lagi, en betra að menn kynni sér málin áður enn menn leggja til breytingar. Gott að hafa íslenskuna í öndvegi, en, samt,; "Benchrest Forever", Hvað er það ? Og hvern þýðrir það á íslensku?
Viðbót - greinar sem skotnar er hér heima er ma Skeet, Trap, Nordisk Trap, Benchrest, BR50 ofl - allt með erlendum nöfnum. Hvað er td benchrest á íslensku ?
LongRifle........ Langur Riffill ? held ekki ?

Ég skrifa : Ég sá ekki þennan póst fyrr en nú síðdegis.....og hafði gaman af.
Til að byrja með vil ég segja þér að ég hefi stundað allar greinar skotfimi sem
í boði hafa verið hjá Skotfélagi Reykjavíkur frá árinu 1969...nema skammbyssu greinar.
Það er bara mín ákvörðun og skaðar hvorki mig né greinina.
Hvað varðar íslenzku (z) kunnáttu mína...sofðu alveg rólegur og hafðu aðrar áhyggjur.
Hvað varðar að ég kynni mér ekki málin og þekki ekki til hlutana...þar veður þú í villu minn ágæti.
Alveg finnst mér frábært að þú gagnrýnir mig fyrir að nota notendanafnið Benchrest Forever
og undirritar svo með Long Rifle???
Ástæða þess að ég nota þetta nafn er að ég á í daglegum samskipti við enskumælandi
félag mína um víða veröld.
Benchrest Shooting hefur verið þýtt Skotborðskotfimi...sem er afar slæm þýðing svo
ekki sé tekið dýpra í árinni!
Gróf skammbyssa er ekki orð sem hægt er að nota. Það er skemmandi fyrir íþróttina!
En að endingu, megi þér og þínu fólki ganga sem bezt!

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 6 April 2015 kl 16:17

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Ég tek heilshugar undir það með þér Magnús að það er afspyrnu slæm þýðing að tala um Benchrest skotfimi sem Skotborðsskotfimi, mikið betra væri að kalla þessa tegund skotfimi sínu rétta nafni sem er að sjálfsögðu "Bekkjarhvílu skotfimi".

Gróf skammbyssa er ekki mjög lýsandi nafn á þeirri grein, ekki frekar en Stöðluð skammbyssa, Sport skammbyssa eða Frjáls skammbyssa, það er að segja fyrir þann sem ekkert veit um þessar greinar. Og til að bæta gráu ofan á svart þá er orðið "Sport" nú ekki beinlínist mjög íslenskulegt orð.

Eina skammbyssu greinin sem hefur lýsandi nafn, er sú sem allir ættu að byrja að stunda ef þeir hyggjast læra að skjóta úr skammbyssu, nefnilega Loftskammbyssa.

Nöfn hinna greinanna eru einfaldlega þýdd og þá hugsanlega úr norðurlandamálunum, þekki þá sögu ekki. Ég veit ekki hvort Miðkveikt skammbyssa er betra nafn en Gróf skammbyssa eða meira lýsand, það er samt enska heitið á þessari grein.

Mér finnst það langsótt að fólk túlki þetta sem sérstaklega hætturlega tegund af skammbyssum og spyr á móti hvað með Höggsverð.... Íslandsmeistari með Höggsverði?

Getur verið að þeim sem hefur ekkert vit á skylmingum finnist eins og það sé verið að höggva mann og annan í herðar niður með höggsverði? Held varla og þó svo að einhverjum finnist það, skiptir það eitthverju máli?

Gróf skammbyssa á að vísa til þess að þetta eru skammbyssur í stærra caliberi en í hinum greinunum. Almennings álitið á skotíþróttum stendur ekki og fellur með því hvort við köllum þessar greinar A1, A2, A3 og A4 í staðin fyrir Stöðluð-, Sport-, Gróf- eða Frjáls skammbyssa. Heldur því hversu dugleg við erum að koma upplýsingum um það sem við erum að gera á framfæri við fjölmiðla og fleira í þeim dúr. Í því sambandi verð ég að hrósa honum Jóhanni (aka "JAK") vini mínum sem hefur verið mjög duglegur að koma úrslitum til mbl.is fljótlega eftir mót, með greinargóðum upplýsingum um mótið.

Orðið skammbyssa hefur heilt yfir neikvæð hughrif fyrir flesta sem hafa bara haft kynni af slíkum byssum í gegnum amerískar bíómyndir, rétt eins og hljóðdeyfarnir.

Það væri mikið betra fyrir okkur að gera meira í kynningar málum á okkar ágætu íþróttagreinum en að velta svona langsóttum hlutum fyrir okkur?

p.s. Þetta með bekkjarhvíluna var ekki ílla meint, bara húmor...

Kv Stefán Eggert Jónsson
Skotfélagi Kópavogs

Skrifað þann 6 April 2015 kl 23:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Ágæti félagi Stefán Eggert!

Takk fyrir svarið og að þú gefir þér tíma til að viðra þínar skoðanir.
Þær eru mikils metnar.
Alltaf kurteisleg og málefnaleg svör frá þinni hendi.
Við erum ekki alltaf sammála og alls engin nauðsyn til að svo sé minn kæri!

Bestu kveðjur til þín og allra þinna,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 April 2015 kl 14:58

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Við eigum frábæra þýðingu á bowling sem er keila. Þar er hvorki þýtt beint eða hlaupið langt yfir skammt. Kannski má leika sér með benchrest, nákvæmisriffill, ofurriffill, íþróttariffill eða bara benchrest. Þeir skilja það orð sem vilja. Það tekst nefnilega ekki alltaf vel til með þýðingar. Krulla í stað curling er auðvitað bara slys.

Skrifað þann 7 April 2015 kl 23:02

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Við eigum frábæra þýðingu á bowling sem er keila. Þar er hvorki þýtt beint eða hlaupið langt yfir skammt. Kannski má leika sér með benchrest, nákvæmisriffill, ofurriffill, íþróttariffill eða bara benchrest. Þeir skilja það orð sem vilja. Það tekst nefnilega ekki alltaf vel til með þýðingar. Krulla í stað curling er auðvitað bara slys.

Skrifað þann 7 April 2015 kl 23:02

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Ágæti félagi C 47!

Þinn málflutningur hér á Hlaðvefnum er til sömu fyrirmyndar og E Har.
Takk fyrir að svara og tjá þínar skoðanir.
Það að hafa vitræn hugtök yfir þær greinar sem við erum að skjóta
skiptir mikið meira máli en við gerum okkur grein fyrir að óreyndu.

Með beztu kveðjum þér og allra þinna til handa,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 April 2015 kl 17:16

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Mér finnst liggja beinast við að kalla bensrest einfaldlega borðskotfimi.

Skrifað þann 8 April 2015 kl 20:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Ágæti valdur.

Takk fyrir að taka þátt í umræðunni.
Mér finnst borðskotfimi ekki nógu gegnsætt.
Er skotið á einhver borð í þessari grein?
Auðvitað ekki og það vitum við báðir mæta vel.
Ég er hugsa um Silhoutte Shooting, svo dæmi sé nefnt.

Beztu kveðjur,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 9 April 2015 kl 17:28

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Nú, það hefur vitaskuld hver sinn smekk. Borðskotfimi er væntanlega skotfimi af borði og er í mínum huga hvergi „ógagnsærra“ en benchrest shooting. Ekki er skotið á neinn bekk þar, eða hvað? Silhouette shooting er vitaskuld þar sem skotið er á skuggamyndir en væri þá gróf skammbyssa keppni þar sem skotið væri á grófa skammbyssu?
Annars, og utan við efnið, gagnsætt málfar er furðulegt fyrirbæri og í raun og veru kannski ekki til. Hvað er gagnsætt við orðið skip? Eða stjóri? Til þess að orðið skipstjóri sé gagnsætt þurfa menn að kunna bæði orðin sem það er sett saman úr og hvorugt þeirra er gagnsætt.

Skrifað þann 9 April 2015 kl 20:14

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Nú, það hefur vitaskuld hver sinn smekk. Borðskotfimi er væntanlega skotfimi af borði og er í mínum huga hvergi „ógagnsærra“ en benchrest shooting. Ekki er skotið á neinn bekk þar, eða hvað? Silhouette shooting er vitaskuld þar sem skotið er á skuggamyndir en væri þá gróf skammbyssa keppni þar sem skotið væri á grófa skammbyssu?
Annars, og utan við efnið, gagnsætt málfar er furðulegt fyrirbæri og í raun og veru kannski ekki til. Hvað er gagnsætt við orðið skip? Eða stjóri? Til þess að orðið skipstjóri sé gagnsætt þurfa menn að kunna bæði orðin sem það er sett saman úr og hvorugt þeirra er gagnsætt.

Skrifað þann 9 April 2015 kl 20:16

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íslandsmót í Grófri skammbyssu.

Ágæti valdur.

Eins og þú bendir á, hver hefur sinn smekk.
En dæmið um skipið og stjóran er einkar skemmtilegt!

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 10 April 2015 kl 10:40