Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja nú er ég búinn að gera það endanlega upp við mig að útbúa mér minn eigin riffil og hann ætla ég að nota sem markriffil og þá þarf ég að versla mér verulega góða hluti Lás, Hlaup, lengd og tvist, þingd, og Gikk. Ég veit að þið sumir hafið farið þessa leið og mig langar því að leita til ykkar með að ráðleggja mér við val á þessum hlutum.En aðeins ef þið þekkið vel til og hafið reinslu. kv Vagn I

Tags:
Skrifað þann 27 October 2012 kl 22:27
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

fyrst þarftu að ákveða á hvaða færi þú ætlar að skjóta, hvort þú ætlir að keppa í grúppum eða score oþh.

6ppc er auðvitað kongurinn í 100-200m, 6BR nær svo yfirburðum á 300-600m svo ef þú vilt fara lengra þá er 6XC eða 6 Dasher toppurinn.
svo eru auðvitað fullt af stærri kaliberum eins og 30BR. .308 ofl

hvað varðar lása þá getur þú nánast gleymt Stiller Viper það er svo löng bið eftir honum, þá er eftir Bat og Kelbly ásamt endalausri flóru minni framleiðenda.

getur reiknað með 6-12 mánaða bið eftir íhlutum frá USA.

Krieger hlaupin eru vinsælust hér á landi en Bartlein og Lilja eru líka góð

svo er það auðvitað jewel gikkur

þá er skeptið eftir og það velur þú eftir því hvaða grein skotfimi þú velur þér.

ég er með Stiller Predator làs í pöntun, búinn að bíða eftir honum nánast allt árið, er líka með Kelbly panda lás í pöntun, reikna ekki með honum fyrr en seint á næsta àri..
en ég keypti mér tilbúinn riffil frá USA, Bat B Dasher sem ég reikna með að fá fyrir jól, það er sennilega besti kosturinn í dag ef maður vill ekki bíða í heilt àr eða meira

Skrifað þann 27 October 2012 kl 22:57

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

þú þarf að byrja á að ákveða hvað þú ætlar að gera með græjunni, benchrest eða bara flottan nákvæman riffill

sjálfur ákvað ég að smíða mér svo kallaðan F-Class riffill (hámark 10kíló og 3" framskepti) og ég endaði á að kaupa eftirfarandi:

barnard lás og gikk - pantaði sjálfur.
Krieger Hlaup - keypt hjá Hlað
Mcmillan A5 skepti - keypt af arnfinni byssusmið

frá því að ég ákvað að fara út í þetta og þangað til að ég var kominn með allt í hendurnar þá voru næstum liðnir 8 mánuðir. svona lagað tekur tíma.

Skrifað þann 27 October 2012 kl 23:17

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

Takk fyrir strákar en hér kemur aðeins meira. Ég verð að gera upp við mig í kvað á að nota græjuna og eins og ég hafði áður sagt þá á að nota hana í markskot en hvaða færi er STÓRA spurningin hjá mér. Byssur Ynfo nefndi að 6PPC væri kóngurinn á 100 - 200 m en 6BR á 3 - 600 m, ef ég ákveð svo að taka 6 BR til að geta spreitt mig á etthvað yfir 300 m er það eitthvað sem er hálf glatað á 1 - 200 metrunum sökum ferils kúlunnar, og öfugt geri ég þá ekkert með 6ppc á yfir 200 m? Einhverstaðar las ég hér um daginn að menn væru verulega spentir fyrir cal 25,06 menn töluðu um að það væri nákvæmt og flatt. Á hvora vegalengdina munduð þið taka það cal ?
JGK þessi F Class riffill sem þú smíðaðir þér hvað gerir þú með honum t.d.? Einhverjar reglur og kröfur eru væntanlega til um samsetningu allra þessara flokka varðandi keppnir og hvar nálgast maður þær? Það er nú ekki þannig að ég ætli mér stóra hluti í keppnum en ef maður fer að smíða sér græju með tilheirandi kostnaði þá verður maður að stiðjast við eitthvað og ekki gera bara eitthvað út í loftið. JKG jú hugmyndin hjá mér var að smíða mér fallegan grip hann á að vera þungur og hann á að vera nákvæmur en verður að falla í einhverjann ákveðinn flokk. Þú mintist á að þú hafir sjálfur pantað´þér lás er það einhver ávinningur? kv Vagn I

Skrifað þann 28 October 2012 kl 11:16

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

Ágæti félagi Vagn.

Til hverskonar markskotfimi ætlar þú að nota riffilinn og á hvaða færum?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

P.s. Þú nefndir ekki sjónauka....án topp sjónauka verður besti riffill
í heimi aldrei annað en til leiðinada og heilabrota.

Skrifað þann 28 October 2012 kl 11:24

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

6BR er langt frá því að vera lélegt á 100-200m, aðeins 6ppc gerir betur og það er bara örlítið betur.
Ég tók þátt í score móti með 6BR veiðiriffli í vor, var með næst hæðsta score á mótinu, aðeins einn 6ppc náði hærra scori.

Ef þú vilt hinsvegar hafa þungan riffil þá er F-class málið, getur farið uppí 10kg en þá er hann ekki leyfilegur í 100-200m BR mót í HV flokki sem flestir eru í, þar er 6,123kg hámark með sjónauka

Í F-class viltu stærra hylki, 6XC, Dasher, 6x47 eða þessháttar.

Einu lásarnir sem auðvelt er að panta sjálfur eru Barnard lásar því þeir koma ekki frá USA og því sleppur maður við útflutningsleyfin þar.

Skrifað þann 28 October 2012 kl 11:29

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

http://usfclass.com/rules.aspx

þú ert í raun ekki að ávinna þér neitt með því að panta þessa lása sjálfur ... ekki nema að þú getur fengið hann nákvæmilega eins og þú villt hafa hann. en gerðu þér grein fyrir því að það er mjög mikið vesen ef ekki ógjörlegt að panta 1 riffil lás frá bandaríkjunum sjálfur. mun betra að panta svona í gegnum Hlað (stiller) eða ísnes (BAT).

barnard lásarnir eru frá nýja sjálandi og það var ekkert mál svo framarlega sem þú getur útvegað inn/útflutnings heimild.

Skrifað þann 28 October 2012 kl 12:01

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

Takk aftur Byssur Ynfo nú fer þetta að koma. HV flokkur er vinsælasti og fjölmennasti keppnisflokkurinn hérlendis í dag ef ég skil þig rétt og þar er hámarksþingd 6,123 kg með sjónauka. Er það þá flokkur sem keppir á 100 - 200 m ? Þegar þú nefnir að 6PPC sé kóngurinn á þessu færi, Ég þekki þetta ekki nóu vel þegar talað er um 6 PPC er þá verið að tala um caliber eða ?
Magnús takk fyrir ábendinguna með sjónaukann en það kemur seinna.

Skrifað þann 28 October 2012 kl 12:17

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

Ágæti félagi Vagn.

Þér er velkomið að hringja og við gætum rætt þetta
áhugaverða prjójekt.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
611 - 5489

Skrifað þann 28 October 2012 kl 13:00

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

Algengasta keppnisfærið er 100-200m þar sem mjög fá skotsvæði hafa lengri færi, HV flokkur í benchrest er því á 100-200m

6ppc er 6mm kúla í formuðu .220 russian hylki..
Smá vinna við hylkin en ekkert jafnast á við þá nákvæmni sem 6ppc býður uppá.

En áður en þú ákveður þig kíktu þá á skotsvæðin og fáðu að skoða og jafnvel prófa..
Margir sem leyfa þér að taka eina grúppu og þá er ekki aftur snúið smiling

Skrifað þann 28 October 2012 kl 13:01

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

guffi, ég mæli eindregið með því að þú hringir í benchrest forever. hann getur veitt þér öll svör.

Skrifað þann 28 October 2012 kl 16:06

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

Geri það en takk í bili
kv Vagn I

Skrifað þann 28 October 2012 kl 16:15

Guðsteinn

Svör samtals: 80
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

En afherju að skoða ekki 30BR? Betri hlaupending en í 6PPC og þetta caliber er að gera betur í "Varmint for Score".
http://www.6mmbr.com/30BR.html

Annars er þessi riffill flottur:
http://www.hlad.is/index.php/spjallbord/til-soelu-oska-eftir/jalone...


Kv.
Guðsteinn

Skrifað þann 28 October 2012 kl 19:32

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

Hvað eru þið að borga fyrir lása eins og Stiller eða BAT hér heima ?

Skrifað þann 28 October 2012 kl 20:29

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

Jú.... 204 ruger....... 4300fps....

kvhr

Skrifað þann 28 October 2012 kl 20:34

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smíði á riffli eða öllu heldur samsetning á góðum hlutum.

verð á lásum er bæði háð gengi og hvernig hann er pantaður.

sé pantaður einn stakur lás og notuð þjónusta Sans-Nom .inc þá er lásinn að kosta rúmar 280þ. en sé hann tekinn í magnpöntun eins og hjá Hlað getur verðið farið niður í ca 230þ.

svo eru til dýrari lásar eins og Stiller Viper SS sem er á $1600 á meðan flestir hinna eru $1050-$1200

Skrifað þann 28 October 2012 kl 20:59