SR Skotfélag Reykjavíkur SR Skautafélag Reykjavíkur

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu Hlaðverjar.

Afsakið að þetta efni er ekki tengt veiði.
En ég er að velta fyrir mér hvort einhver hér á spjallinu geti
sagt mér hvort félaganna á þessa SR styttingu?
Getur valdið misskilningi en auðvitað ekki þeirrar stærðargráðu
að nokkur skaðist alvarlega. Bara forvitni.

Takk fyrir að skoða.

Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 16 March 2015 kl 19:28
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: SR Skotfélag Reykjavíkur SR Skautafélag Reykjavíkur

Held að enginn eigi þetta, bæði félögin heita fullu nafni, skammstöfunin er örufglega ekki skrásett vörumerki eða fyrirtækjanafn

Skrifað þann 16 March 2015 kl 19:42

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: SR Skotfélag Reykjavíkur SR Skautafélag Reykjavíkur

Takk fyrir svarið Daníel.

Kannski eru fleiri þarna úti sem hafa skoðun á málinu?

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 16 March 2015 kl 21:21

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: SR Skotfélag Reykjavíkur SR Skautafélag Reykjavíkur

Tek fram að ég er ekki sérfróður. En gefum okkur að bæði nöfnin séu skráð. Þá er góður möguleiki að bæði fái að halda sér þar sem um mismunandi markað er að ræða, skotfimi og veiði annars vegar og íshokkí hins vegar.
það er tíl mýgrútur af fordæmum. Til dæmis Knattspyrnufélagið Þróttur og Vörubílstöðin Þróttur.

Þessu tengt. Hér á landi var til fyrirtæki sem hét Bónus tölvur. Lágvöruverðsverslunin fór ef ég man rétt, í mál og tölvuverslunin varð að breyta nafni sínu í BT tölvur. Samt seldi Bónus matvöruverslun ekki tölvur og Bónus tölvur seldu ekki matvöru.
Efast um að SR eða SR hafi burði eða nennu til að spá eitthvað í þessi mál en Skotfélag Reykjavíkur er óumdeilanlega eldra félag.

Sjálfur er ég að slefa yfir þessu nýja dóti sem Hlað er að selja. Líst vægast sagt vel á gripinn, Sauer 101 Alaska

Skrifað þann 17 March 2015 kl 11:58

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: SR Skotfélag Reykjavíkur SR Skautafélag Reykjavíkur

Sælir/ar.

Hef í nokkur skifti orðið var við það að það eru ekki aðeins við í Ósmann sem notum SKÓ sem skammstöfun. Nágrannar okkar á Ólafsfirði hafa einnig verið að nota þessa skammstöfun.
Myndi sam telja að við í Ósmann hefðum réttinn okkar megin þar sem við höfum frá upphafi haft merkið okkar skráð hjá einkaleyfastofu .Það er heiti og merki félagsins í réttum litum, ásamt skammstöfun.
KV, Jón P.

Skrifað þann 17 March 2015 kl 12:14

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: SR Skotfélag Reykjavíkur SR Skautafélag Reykjavíkur

Takk fyrir svörin ágætu félagar.

Eins og fram kemur í svari Jóns þá finnst honum að hans félag hefi meiri rétt til
ákveðinnar skammstöfunar vegna þess að hans félag er eldra.
Ég deili þeirri skoðun með Jóni.
En eins og ég skrifaði í opnunarpósti mínum þá þetta ekki eitthvað sem maður
missir svefn útaf.
En þetta vekur aftur á móti upp þá spurningu hvenær mitt gamla félag
Skotfélag Reykjavíkur varð raunverulegt íþróttafélag?
Á tilidögum er því haldið fram að íþróttafélagið Skotfélag Reykjavíkur sé stofnað 2. júní 1867.
Hræddur er ég um að þessi fullyrðing standist ekki nánari skoðun og sé í besta falli aðeins
boðleg til heimabrúks.
Jafnvel "endurreisn" félagsins 1955 markar ekki endilega upphaf þess sem íþróttafélag.
Að margra mati varð Skotfélag Reykjavíkur ekki íþróttafélag fyrr en við stofnun
Skotsambands Íslands 16. febrúar 1979.
En það er önnur saga.

Takk fyrir svörin.

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 March 2015 kl 17:48

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: SR Skotfélag Reykjavíkur SR Skautafélag Reykjavíkur

Sæll Magnús.
'Ég er ekki að segja að okkar félag sé eldra
Skotfélag Ólafsfjarðar var stofnað 1989, en Ósmann var stofnað 1991.
Hef bara grun um að okkar merki sé lögvarið vegna skráningar á því.
Held að skráning á okkar merki hefði ekki verið samþykkt á sínum tíma, ef annað skotfélag hafi verið skráð með sömu skammstöfun í sínu merki.
Það er alls ekki víst að skotfélögin skrái sitt félagsmerki þegar búið er að hanna það, en hver veit.
Kv, Jón P.

Skrifað þann 17 March 2015 kl 18:49

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: SR Skotfélag Reykjavíkur SR Skautafélag Reykjavíkur

Ágæti Jón P!

Takk fyrir svarið.
Í pósti mínum hér að ofan skrifaði ég að SR hafi verið
endurvakið 1955...það átti auðvitað að vera 1950.
Hér var vissulega um að ræða inssláttarvillu en
ekki þekkingarskort.

Mbk.
Magnús .

Skrifað þann 17 March 2015 kl 19:24