Stærð haglabyssu fyir stelpu

Le Hamster

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Daginn,

Er að leita uppls um hvað henti best handa smávöxnum kvennmanni. Er betra að reyna að finna 16ga frekar en að setja styttra afturskefti og hlaup á 12ga. Ég er að spá bæði í meðfærileika og höggþyngd.

Gekk ágætlega með 24gr skeet skot um daginn en stærri voru aðeins of mikið högg, allavega í fyrstu tilraun. Það er aðallega verið að leitast eftir að skjóta á markdót og leirdúfur.

Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Aron

Tags:
Skrifað þann 15 October 2012 kl 23:33
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stærð haglabyssu fyir stelpu

Sæll, það sem skiptir mestu máli er að byssan passi viðkomandi,skepti þarf í flestum tilfellum að stytta
og einnig getur þurft að breyta "pitch-i".Konur þurfa yfirleitt skepti með minna droppi en karlar.
Varðandi bakslag þá fynnst alltaf minna fyrir því ef byssa kemur rétt upp og skepti passa,annað sem hefur mikil áhrif á bakslag er þyngd byssunnar,þung byssa slær alltaf minna en létt með sömu skeptismálum.
Eitt sem maður hefur tekið eftir í gegnum árin þegar ég hef verið að kenna konum er að þær hafa mikla tilhneigingu til að halla sér aftur á bak þegar þær eru að skjóta og þess vegna er ballansinn ekki til staðar þegar skotið ríður af og bakslagið bankar á öxlina.
Það hvort byssan er 12ga,16ga eða 20ga hefur ekki jafn mikil áhrif á þetta og menn halda þar sem byssur í smærri kaliberum eru oftast léttari en hinar.
Ég myndi mæla með 12ga gasskiptri byssu með viðarskeptum (það er auðveldara að vinna með þau en plastið í flestum tilfellum),láta fitta skepti fyrir viðkomandi og setja góðan púða aftan á skepti t.d. KickEez rocker en hann er með tá sem sveigist fram og þar afleiðandi þægilegri fyrir kvenkyns skyttu.

Kv.
Guðmann

Es. Annað sem þarf að passa vel uppá er hvoru megin ríkjandi sjón er, uppundir 75% kvenna og unglinga eru með ríkjandi sjón á vinstra auga.

Skrifað þann 16 October 2012 kl 7:43

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stærð haglabyssu fyir stelpu

þetta er með því betra sem ég hef lesið um hvernig eða hvernig ekki byssur "passa" fyrir konur.http://www.shotgunworld.com/bbs/viewtopic.php?f=9&t=286474...

Og hvað er það í líffærafræðinni sem gerir það að konur og unglingar séu í 75% tilfella með vi augað ríkjandi?
http://en.wikipedia.org/wiki/Ocular_dominance... Held að það sé ekki rétt fullyrðing.

Skrifað þann 16 October 2012 kl 8:02

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stærð haglabyssu fyir stelpu

Byggi fullyrðingu mína varðandi ríkjandi sjón á vinstra auga hjá konum og unglingum á bókinni "Gunfitting The quest for perfection for shotguns and rifles" eftir Michael Yardley (www.positiveshooting.com) en hann hefur unnið við kennslu í skotfimi ansi lengi og er mjög virtur á því sviði,auk þess sem hann hefur skrifað og gefið út nokkrar bækur um málefnið.
Þó að reynsla mín við leiðsögn í skotfimi sé ekki nema 10-12 ár þá verð ég að segja að það er ekki fjarri lagi að 2/3 þeirra kvenna sem ég hef umgengist á skotsvæði hafi átt við þetta vandamál að etja. T.d. var ég með hóp á skotsvæðinu um síðustu helgi og þar var rúmur helmingur af þeim konum með ríkjandi sjón á vinstra auga og allar rétthentar smiling

Greinin á shotgunworld er góð, og eins og bent er á í henni þá skiptir líkamsstaða skotmanns höfuðmáli og þarf að vera komin í nokkuð réttar skorður til að hægt sé að meta þær breytingar sem gera þarf á skeptum....vandamálið við það er að oft er það skeptismál sem er að stuðla að rangri skotstöðu og þá þarf reynslu til að greina það rétt.


Mbk.
Guðmann

Skrifað þann 16 October 2012 kl 12:45

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stærð haglabyssu fyir stelpu

Við snögga leit á netinu: "Which Eye is Your Dominant Eye?

Here’s another difference between the sexes. A new study has found that men are more likely to have their right eye be their dominant eye than was the case with women. According to the study, 70 percent of men vs. 65 percent of women were right-eye dominant, a statistically significant difference. Your dominant eye is the eye that your brain favors for receiving visual images. (Think of which eye you rely on when you look through a camera lens finder.)

Having a dominant right eye doesn’t mean that your vision will be better or worse, but it does matter if you are being fitted with monovision contact lenses or undergoing monovision refractive surgery, where one eye is adjusted for distance and the other for near. In monovision, your dominant eye will be corrected for your distance vision and your non-dominant eye will be corrected for your near vision, thus eliminating your dependence on reading glasses. By the way, being right-eye dominant doesn’t necessarily mean you are right-handed; there isn’t always a direct match between which eye you favor and which hand you favor.

This article reprinted with permission from the American Academy of Ophthalmology's EyeSmart™ campaign.

(birt í blaði bandaríska augnlæknafélagsins 2009).
og:http://www.basc.org.uk/en/how-to/shooting/eye-dominance-test.cfm... (um miðja síðuna)

en reyndar snérist nú þráðurinn ekki upphaflega um eye dominance ;) en hitt er annað að ef svo væri nú í raun að meirihluti kvenna myndi vera með vi augað ríkjandi þá væru nú þegar komin "kvennaskepti" ekki satt? Því þó konur séu bara um 10 % skotmarkaðarins, þá myndu þeir framleiðendur sem fyrst kæmu fram með slíka standard byssu vera með mjög gott forskot á þessi 10 %.

Skrifað þann 16 October 2012 kl 14:01

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stærð haglabyssu fyir stelpu

Spurning hvort það sé ekki verðugt rannsóknarefni að skoða hvort konur með ríkjandi sjón á vinstra auga séu líklegri til að sýna skotfimi og veiðum áhuga en hinar smiling

En aftur að upphaflegu spurningunni þar sem spurt var hvort betra væri að fara í t.d. 16ga byssu, þá má benda á að 16ga er orðið frekar sjaldgæft í dag og lítið úrval af skotum til í þær,sama má segja um 20ga og 28ga,lítið úrval og dýr skot.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 16 October 2012 kl 17:42

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stærð haglabyssu fyir stelpu

hehe.
Get alla vegana sagt að þær konur sem ég hef séð til á skotvellinum í Álfsnesi eru allar með 12 ga.
Þegar ég var að leita mér að byssu leitaði ég mikið að bæði 16 ga og 20 ga, og 20 ga byssur voru þá (hef ekki kíkt mikið eftir þeim síðustu 5 árin eða svo) alveg til hér í nk. úrvali. Málið var að skeet skot í þær voru ekki mjög aðgengileg og svo áttaði ég mig á því að stærðin á þeim er bara ekki svo mikið minni, þ.e. umfangið, heldur eru þær léttari. Og það skiptir máli fyrir konur, það bara virðist vera auðveldara að nota þær fyrir okkur, heldur en þyngri byssurnar. Þannig að við erum frekar með 12 ga í léttari kantinum en minni hlaupvíddir. Þetta val hefur ekkert með bakslag að gera.

Skrifað þann 16 October 2012 kl 18:33