Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir Hlaðverjar,

Í morgun var ég mættur í birtingu til að gæta svæðis sem mér hefur verið falið að gæta. Alls gerðu fjórir bílar með um 12 skyttum sig líklega til að ganga til rjúpna og báru þeir allir fyrir sig að þeir vissu ekki að um einkaland er að ræða.

Mig langar því að koma því hér á farmfæri að Geldingadragi (milli Skorradals og Svínadals) er einkaland. Jarðirnar sitthvorumegin við Geldingadraga leyfa ekki veiðar. Í raun veit ég ekki um jörð í Skorradal og Svínadal sem leyfa veiðar. Auðvitað er sjálfsagt að athuga það mál hafi menn áhuga.

Þessu er þá komið til skila og vonandi minnkar umferðin í kjölfarið.

Ég mun gæta þessara svæða í birtingu alla þá daga sem veiðar á rjúpu eru leyfilegar - og hugsanlega aðra daga líka. Ég hef reynt að benda mönnum á svæði þar sem leyfilegt er að veiða rjúpu í nágrenninu og mun gera það áfram.

Með von um góða skemmtun og hóflega veiði.

Sanko.

Tags:
Skrifað þann 26 October 2012 kl 16:49
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Værir þú til í að senda póst með upplýsingum um þessa staði svo ég þurfi ekki að fara leita að þér í birtungu á þessum stöðum grin jrp@simnet.is

Skrifað þann 26 October 2012 kl 19:13

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Ætli þessi slóð fari ekki langt með að svala forvitni manna um hvar eru einkalönd um þessar slóðir?
http://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=landsn&zoom=5&lat=44...

Skrifað þann 26 October 2012 kl 19:32

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Sæll sanko
Þú upplýsir okkur kannski hvaða jörð það er sem þú ert að passa? Ástæða spurningar minnar er sá að þarna hefur viljað brenna við að menn hafa stundum passað meira heldur en þeir hafa átt eða haft umboð til þess að passa,
Til dæmis var mönnum sem gengu land Stóru Drageyrar meðan það var heimilt stuggað burt af einhverjum drengjum tengdum Draghálsi, og meira segja gekk það svo langt að lögreglan var send á eftir mönnum sem voru þar í fullu leyfi á þeim árum þegar jarðir Skógræktarinnar voru opnar öllum sem vildu.

Þú vonandi passar líka vel að stugga sjálfum þér til baka ef að þú skildir álpast yfir hreppamörkin, er það ekki?

Skrifað þann 26 October 2012 kl 20:40

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Sjalfsagt mal ad upplysa hvada jardir eg passa. Litla Drageyri, Draghals og Geitaberg.

Sanko.

Skrifað þann 27 October 2012 kl 1:48

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Vertu mættur FYRIR birtingu á Sunnudaginn góði því að ég er morgunhani,,og verð kominn Í BIRTINGU UPP'I 800M, OG MEÐ SKRIFLEGT LEYFI UPP'A VASANN..

Annars þá passa ég líka eitt og annað fyrir Pálma og fleiri þarna beggja megin fjalls ; og þar á meðal rjúpurnar,

Skrifað þann 27 October 2012 kl 2:08

kúla

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Þetta birjar vel allir farnir að væla kver á kvað ?

Skrifað þann 27 October 2012 kl 3:19

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Gott mal "fiskur" - sjáumst á sunnudaginn. Pálmi verdur líklega sjálfur á ferdinni ad ná í sídustu rollurnar.

Skrifað þann 27 October 2012 kl 7:31

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Hann er nú ekki vanur að gá að þeim fyrr en eftir áramót, annars er hann eini maðurinn sem hefur fengið á sig kæru þarna, og það var fyrir að hleypa lofti úr dekkjum á bíl sem þarna stóð.

Skrifað þann 27 October 2012 kl 9:52

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Saell "fiskur",

Var ad koma ofan af Draga. I dag var engin skytta sjaanleg. Stoppadi i kaffi hja Palma thar sem vid forum yfir skrif thin herna a hladinu. Hann kemur ekki fyrir sig hver thu ert. Thu talar vaentanlega vid hann i kvold til ad fa leyfi thitt skriflegt.

Palmi var i dag ad na i rollur thannig ad hann sinnir thessu nu eitthvad fyrir aramot.

Hlakka til ad hitta thig i fyrramalid.

Kvedja,

Sanko

Skrifað þann 27 October 2012 kl 16:34

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Jæja sanko
'Eg nenni nú varla að svara þessu, En þér til fróðleiks þá á umræddur bóndi bara alls ekkert land þarna uppi þó að rolluskjáturnar hans gangi þarna sumarlangt og stundum allan veturinn,
Ég hef aftur sem starfsmaður ákveðinnar ríkisstofnunar leyfi til þess að ganga land þarna uppi sem tilheyrir engri af þessum jörðum sem þú hefur fyrr nefnt, og ég frábið mér nokkra afskiftasemi með það hvorki frá huldudraug eins og þér sem alls ekki er hægt að taka alvarlega, og ykkar vegna þá ætla ég rétt að vona að það verði allt loft ennþá í dekkjunum mínum þegar að ég væntanlega kem lúinn af fjalli undir kvöld

Skrifað þann 27 October 2012 kl 17:18

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Saell "fiskur"

Nu held eg viti hver thu ert elskulegur. Tharna ert thu vaentanlega ad vitna ti Storu Drageyrar sem eins og allir vita er i eigu Skograektarinnar. Gott og vel, tha er thad vissa manna ad enn er leyfilegt ad veida i theim lendum, th.e nordanmegin i draganum og mun eg benda monnum a thad.

Thegar samskipti okkar her a vefnum eru skodud held eg ad thu hafir a.m.k slegid heradsmet i heimsku thar sem eg hef gaett thessara lendna i leidinni, enda veidi oheimil thar fyrir obreytta. Opinber stada thin gefur ther hinsvegar aukin rettindi til veida, ad thinu mati, sem hlytur ad teljast frettaefni i hinu nyja Islandi sem menn keppast vid ad mota.

Thad er osk min ad eg sjai thig a veidislod i fyrramalid thannig ad "fiskur" fai baedi nafn og andlit. Hvorki eg ne Palmi munum eiga vid dekkin hja ther, thvi getur thu treyst Hvort thu hafir raunverulegt leyfi mun hinsvegar reyna a og hvet eg thig til thess ad hafa thad skriflegt,

Kvedja,

Sanko - Skorri Aikman / GSM: 8216707

Skrifað þann 27 October 2012 kl 19:59

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

sælir
ég hef oft verið að spá og speglurera í þessum svæðum þarna upp frá en allt í einkaeign
en ein forvitnis spurning er eitthvad af rjúpu þarna ?

k.v. pétur

Skrifað þann 27 October 2012 kl 20:31

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Thad er rjupa i flestum fjollum. Thad eru morg ar sidan magnveidi var stundud tharna. Baedi er mikid af veidimonnum tharna (i leyfi eda ekki) svo og mikid af ref.

Kvedja,

Sanko

Skrifað þann 27 October 2012 kl 20:34

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Farðu nú að leggja þig Hr Skorri svo að þú vaknir örugglega nógu snemma því að ég verð genginn til fjalls í svarta myrkri.

Skrifað þann 27 October 2012 kl 21:26

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Sjaumst.

Skrifað þann 27 October 2012 kl 21:57

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Sjaumst.

Skrifað þann 27 October 2012 kl 21:58

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

...er leyfishöfum sama þó fyrir forforvitnisissakir maður sláist í hópinn til að verða vitni af þessu sögulega uppgjöri? Verð náttúrulega bara með kort og gps tæki til að staðsetja okkur, nestisbita og kannski haglara sem sjálfsvörn af rjúpan ræðst á mig á leiðinni.
Kv. Hnulli

Skrifað þann 27 October 2012 kl 22:13

sanko

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

Velkominn Hnulli, en vertu snemma a ferdinni ef thu vilt verda vitni af thessu.

Skrifað þann 27 October 2012 kl 22:33

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Svínadalur / Skorradalur - einkaland.

...hehe, geri það, gangi ykkur vel, góða nótt

Skrifað þann 27 October 2012 kl 22:41
« Previous12Next »