Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Eflaust algeng spurning hérna á spjallborðinu en fann engan þráð um þetta við fyrstu leit.

Hafa menn einhverja reynslu af þessu? Hver munurinn á gæðum sem réttlætir næstum því helming í verði?

kv.

Tags:
Skrifað þann 18 September 2012 kl 13:49
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Það er sára lítill munur á þessum gervigæsum fyrir utan verðið smiling meira hef ég ekki um það að segja.

Skrifað þann 18 September 2012 kl 16:19

primo

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Það er ljóst að það er mikill munur á gæðum,en hvort það réttlæti verðmunin
Það verður hver og einn að meta!

Skrifað þann 18 September 2012 kl 17:36

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Ok. Ég er ekki að leggja mat á það þar sem ég hef ekki neinar forsendur til þess. En í hverju liggur þessi mikli munur? Þykkara og endingar betra plasti? Stærð? Lit? Þjóðerni?

kv.

Skrifað þann 18 September 2012 kl 21:40

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Þetta er kínversk gæs...


Sennilega erfitt að lokka grágæsina með svona útlítandi gæsum grin

Skrifað þann 19 September 2012 kl 10:16

atlih

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Er einvher með alvöru svar við þessari spurningu? Ég hef líka verið að velta þessu fyrir mér. Sjálfur er ég með kínverskar og virka ágætlega. Allavega lentu nokkrar heiður beint ofan á þeim

Skrifað þann 19 September 2012 kl 14:23

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Ég á hvoru tveggja til og er munur nánast enginn , það munar einhverjum millimetrum á stærðinnni.

Skrifað þann 19 September 2012 kl 14:30

remi700

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

búinn að eiga kínverskar í nokkur ár og félagi minn ítalskar í enn lengri tíma. notum þvísem næst alltaf gæsirnar okkar saman. kínversu eru úr þynnra plasti og stökkara virðist vera, farnar að koma sprungur og brot í margar, þá aðalega við stélið og þar sem hausinn festist. Hinar virðast halda sér heilar mun betur. allavega finst mér mínar vera orðnar töluvert þreyttari en hans að þessu leyti.

Skrifað þann 19 September 2012 kl 18:32

GoldenEye

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Sjálfsagt er verið að tala um endinguna. Þar sem þetta eru svo til eins útlítandi skeljar þá ættu þær að virka jafn vel.

Skrifað þann 19 September 2012 kl 19:10

JonHrafn

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Sammála remi700

Plastið er þykkara og endingabetra í ítölsku.

Við höfum nú samt slarkað með okkar kínversku í 5 ár en það er núna farið að springa aðeins út frá hausafestingum og vindjárnafestingum. En þessi hópur okkar á alveg einver ár eftir.

Skrifað þann 19 September 2012 kl 19:14

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Ítalskar vs kínverskar


Skrifað þann 19 September 2012 kl 20:02

ArnarsonO

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 18 September 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir



Kínverskar

Skrifað þann 19 September 2012 kl 23:52

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Þakka góð svör. Augljóslega komið svar við spurningunni. Ítölsku eru stærri eins og sést greinilega á myndinni og endingarbetri samkvæmt lýsingu manna. Það er svo hvers og eins og að meta hvort það sé verðsins virði smiling

Skrifað þann 20 September 2012 kl 11:03

kapt1

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 20 September 2012

Re: Ítalskar vs. kínverskar gervigæsir

Gæðamunirinn er augljós, það er enginn spurning. Hausarnir passa verr á þessar kínversku og plastið greinilega ekki jafn vandað og gott og í þeim ítölsku. En þar sem þær eru nánast alveg eins kemur gæsin ekkert síður inn á þær frekar en hinar.

Skrifað þann 20 September 2012 kl 13:54