Tófukaliberið.....

Morri

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Tófukaliberið.....

Mig grunaði að það væri langt.

Hafa menn einhverja reynslu af 260rem ( 6.5-08 ) það er 6,5mm kúla og hylkið er 51,69mm að lengd held ég að ég hafi rétt eftir.??

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:25

Refaskyttan

Svör samtals: 42
Virk(ur) síðan: 10 August 2012

Re: Tófukaliberið.....

Stebbi Sniper hitti naglann á höfuðið smiling
Ég er með tvo Sako Varmint riffla, 6-284 og 22-250 AI
Nota 6-284, 70grain kúla á ca 3950fps, það dugir mér fyllilega, 30-50 tófur á ári.
Hef lítið notað 22-250AI, tengdapabbi á hann, held að hann sé alveg um 4000fps með 50 grain kúlu.

Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:52

Molinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Tófukaliberið.....

260rem (6.5-08) er aðeins öflugra en 6.5x47 Lapua og mjög svipað og 6.5x55, sem sagt mjög nákvæmt og gott kaliber, sameinar kosti 243 og 308 myndi ég segja. Mikið kúluúrval og hægt fá hylki frá Lapua, Norma og mörgum fleirum.

Skrifað þann 4 October 2012 kl 9:14

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Tófukaliberið.....

Til þess að setja saman 25-06AI þarf langan lás. 25-08AI kemst hins vegar mjög nærri standard 25-06 í hraða en fyrir það hylki dugar stuttur lás. Með 70 gr Blitzking er hægt að ná 3900 fps, mjög flatt á varg og 100-120 gr kúla á 3000-3300 fps. gott fyrir hreindýr.

Ég hef skotið tugi hreindýra með því og það dugað vel. Ég er hins vegar viss um að bæði .243 og .260 Rem hefðu gert sama gagn. Það kemur ekkert í staðinn fyrir nákvæman riffil með góðum sjónauka þannig að hægt sé að setja kúluna á réttan stað.

Sem refa kalíber hefur þetta hylki þann ávinning fram yfir .260 Rem og .308 að hægt er að nota léttari kúlu á meiri hraða og með minna bakslag.

Mun einfaldara er að nota standard cal og mæli ég ekki með því að menn séu að setja saman villiketti nema að menn hafi talsverða þekkingu á endurhleðslu og noti rifflana bæði við markskytterí og veiðar. Sé riffillinn eingöngu veiðitæki er óþarfa vesen að auka flækjustigið með villiketti.

Skrifað þann 4 October 2012 kl 9:56

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Tófukaliberið.....

Ókey strákar bara 2 spurningar ég er að drepa tófuna með 6,5x55 með 100 graina Nosler BT kúlu var með 120 kúlu sem átti það til að fara bara beint í gegn og það var ekki gaman að sjá dýrið hlaupa 400+ metra áður en það datt. Ef ég fer að auka hraðan of mikið þá bitnar það á nákvæmninni í mínu tilviki.
Svo spurningin er þessi er það ekki að gerast líka hjá ykkur, og hin spurningin er þessi skiptir ekki líka máli hvaða kúlutegund þú ert að velja miðað við hraða?
Berger 140 VLD opnast ekki fyrr en við mikla mótstöðu eða 5 tommur + í stöðugu mótlæti
100gr noslerinn splundrast strax en 120 er bestur á 2-400 metrum það er eins og þá sé hraðinn réttur fyrir hann.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 5 October 2012 kl 23:50

spazmo

Svör samtals: 39
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Tófukaliberið.....

en smá forvitni hérna.
afhverju að velja einhverja sleggju sem notast við haug af púðri til að koma þyngri kúlu á skikkanlegan hraða?
ég veit það vel að þung kúla á miklum hraða að tófan er ekki að fara neitt eftir að hafa fengið hana í sig, en er ekki skemmtilegra að vera með minna cal og léttari kúlu á meiri hraða og sjá allt sem er að gerast, og þú þarft ekki að fara að leita af því sem þú varst að skjóta á því riffillnn hoppaði út um allt.

kv. Grétar

Skrifað þann 7 October 2012 kl 8:05

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Tófukaliberið.....

Mér finnst athyglisvert að flestir sem hafa skrifað hér á undan eru að velta fyrir sér einhverjum "super ultra high speed" kaliberum en enginn minnist á nákvæmni,sem er afar nauðsynleg við veiðiskap smiling
Tófur drepast (líkt og aðrar lifandi verur) aðeins einu sinni og skiptir þær engu hvort kúlan sem veldur því er á 2500 eða 5000 feta hraða.
Tek undir með Grétari "spazmo", ég vil frekar riffil sem hreyfist lítið þegar ég er að skjóta og myndi í öllum tilfellum fórna hraða fyrir nákvæmni.
Ef ég fengi frjálsar hendur og gæti sett saman riffil ætlaðan í refaveiði þá myndi ég velja eitthvað 6-6.5mm cal
t.d. 6mmBR,6PPC,260rem,6.5x47 Lapua eða 6XC.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 7 October 2012 kl 10:40

Sveinn 6,5x55

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Tófukaliberið.....

Fáðu þér bara riffil. það er best

Skrifað þann 7 October 2012 kl 17:47

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Tófukaliberið.....

Jæja eiga menn að vera með riffil í refaveiðinni,og væntanlega þá með rauða vírlykkju aftast utan um
hlaupið.
Ég er búinn að vera með cal 22-250, 243,6,5x55,6,5x47 og 308, mér finst 308 vera sístur í þessa veiði
hin caliberin eru öll góð í þessa veiði,reyndar finst mér 6,5x47 standa uppúr mjög ljúfur að skjóta úr
honum enginn læti,lítið slit á hlaupi og alveg hárnákvæmur,er reyndar með góðan sjónauka en það er
mjög mikið atriði.

Skrifað þann 7 October 2012 kl 23:12
« Previous12Next »