Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir/ar

Mig langaði að spyrjast fyrir um hvað menn sem hafa notað Otterup rifflana sem hlað var að selja ( einskota - M70 að mig minnir ) , - hvaða árangri hafa menn getað náð með svona riffli ?

Ég var að æfa mig í hinu íslenska blíðviðri - stafalogn á 50 mtr færi
og eftir smá tækniútfærslur var útkoman þessi; um 11 mm í mið göt mælt lengst yfir... innan við 1/2 tommu

Notast var við Lapua Standard .22LR og má bæta því við, að meira að segja fúlsar hann við Match línunni frá Eley... grúppa á stærð við hlöðudyr.

Endilega láta heyra hvað menn ná að þétta grúppuna mikið... takk

kv Sigurþór

Tags:
Skrifað þann 7 May 2013 kl 23:12
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Minn er búinn að fara í gegnum breytingaferli og ég er enn að prófa mig áfram með skot.
Bestu grúppur hingað til á 50m hafa verið rétt um 13mm en ég hef fulla trú á að að þær eigi
eftir að þéttast meira ef ég kemst einhvern tímann í að æfa mig eitthvað af viti með honum.
(eða kem honum í hendurnar á almennilegri skyttu smiling.
Bestu grúppur með Fiocchi match
Á eftir að prófa RWS (eitthvaðvoðafíntogdýrt) og Federal Gold Medal...og örugglega eitthvað fleira.

kv.
Guðmann

Skrifað þann 8 May 2013 kl 8:44

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Skaut þetta með opnu sigtonum ,er að vísu ekki vanur að skjóta með sigtum er samt sáttur með þetta,þetta eru 10 skot
50 metrar

Skrifað þann 8 May 2013 kl 14:45

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Takk Ingvi, þetta er flott því allar svona teigjur á ákomu
skrifast á annað en riffilinn, en hvað varstu að nota ?

Mér þætti vænt um að menn héldu þessum þræði uppi því 22lr br
er allrar athygli vert. Og mér finnst að menn ættu að gefa þessu meiri gaum
því sjaldan hef ég skemmt mér jafnvel og að skjóta 100m br með 22lr, en fyrir
mig verður riffillinn að komast undir tommu á 100m við bestu skilyrði en þangað
er minn Savage ekki almennilega kominn awkward
kveðja siggi

Skrifað þann 9 May 2013 kl 9:17

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Lapua í dollu

Skrifað þann 9 May 2013 kl 17:21

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Minn skýtur mjög vel en líkar best við dyru skotin :/
Sendi nokkrar myndir af honum líka


Skrifað þann 9 May 2013 kl 19:14

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Ágæti Bc3.

Þetta er aldeilis glæsilegur riffill!
Ég er ekki hissa að svona gripur krefjist dýrustu skotanasmiling

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 9 May 2013 kl 19:52

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Sæll, Bc3

Hvað er þetta með leyfi frá guði.... er þetta otterup ?

Virkilega penn og fallegur riffill, er með keimlíkt í pípunum....

PS. ég sé áberandi mun á dolluskotunum og þeim í pökkunum, þó þau beri sama nafn, nota semsagt núna eingöngu Lapua Standard í pökkum....

NESIKA: - ég er svo að stefna á að taka 100mtr í sumar úti við og reyna á tæknina og riffilinn, það er svipað og að skjóta LongRange með góðum stórum riffli... rétt hjá þér að fátt er skemmtilegra og ódýrara....

kv Sigurþór

Skrifað þann 9 May 2013 kl 20:08

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Jã þetta er otterup m70 með S&L hlaupi sem ég var að leika mêr aðeins með en êg hef ekki skotið jafn góða grubbu og þú með standard plus skotum mitt er bara út og suður með standard plus. En ég ætla klárlega að kaupa annan þegar þeir koma aftur í hlað til að breyta svona og selja

Kv Alfreð F. Björnsson

Skrifað þann 9 May 2013 kl 20:14

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Já kíkir bara i keppnir hérna i höfnum það er reglulega 22lr benchrest keppnir . Síðasta var td líka á 100m.
Hefði mátt vera betri þattaka
http://www.keflavik.is/skot/frettir/urslit-ur-22cal-hladmotinu-/891...

Kv Alli

Skrifað þann 9 May 2013 kl 20:19

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Klárlega!

Æji... ég læt það sem ég er búinn með flakka....

kv Sigurþór

Skrifað þann 9 May 2013 kl 20:20

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Flottur ég var lika búin að hugsa að gera einn svona með stillanlegum kinnapúða. Hvernig sjónauka festingar eru þetta?

Skrifað þann 9 May 2013 kl 20:33

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Haha von þú spyrjir

heill stálbasi - prufusmíði...

kv Sigurþór

Skrifað þann 9 May 2013 kl 20:56

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Varðandi skotaprufur. Ég var í gær uppi á svæði og savage flaut með (tilraunaverkefnið mitt)
í stuttu máli það er búið að fóðra hann með hinum ýmsu kræsingum með mjög misjöfnum árangri
allt frá stórum hlöðudyrum og niður í teigð kýraugu. Það síðasta sem var eftir á matseðlinum
já og neðst.. var SK high-vel HP veiðikúla !!
Útkoma snyrtilegt auga 10sk 50m en dálítið lóðrétt á 100m..
Ég þarf eithvað að fara að hugsa þetta upp á nýtt confused
kveðja siggi

Skrifað þann 10 May 2013 kl 10:13

Hafst1

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Sælir. Það er svo merkilegt með það að þessar kúlur.
http://hlad.is/index.php/netverslun/skotfaeri/riffilskot/22-lr/lapu...

Voru að skila mér miklu MIKLU betri árangri en þessar hérna.
http://hlad.is/index.php/netverslun/skotfaeri/riffilskot/22-lr/lapu...

Var að skjóta hringi þar sem sá innsti var c.a. krónustærð. Með HP voru allar innan krónunnar meðan það voru svona 5cm milli ystu kúlna með hinum.

Ég er með CZ 452 og skaut af tvífæti.

Eru HP kúlur leyfðar í 22lr keppnum?

Skrifað þann 10 May 2013 kl 10:26

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Flott, ekki innandyra.
Bara subzonic innandyra.
TAKK nú kem ég við hjá Hlað og kaupi nokkra HI vel pakka smiling

Skrifað þann 10 May 2013 kl 11:29

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Til þeirra sem brúka Otterup .22 lr - ákoma

Fann í dag skot sem minn virðist vera alsæll með.
Fór á skotsvæðið til að stilla og ákvað að nota tækifærið og prófa
RWS og Federal Gold Medal,hvort tveggja eiga að vera (og eru örugglega virkilega góð skot),
grúppur á 50m voru hins vegar ekki neitt spes. Kom svo höndum yfir rest af Eley Practise...sem er nú með því ódýrasta frá Eley ef mig misminnir ekki og þá fóru góðir hlutir að gerast smiling

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 12 May 2013 kl 21:28