Um 22LR skotfimi

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Heil og sæl...

Ég get ekki annað en tekið undir þau sjónarmið sem hafa komið fram um skotfimi með 22LR sem góða byrjun fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í riffilsportinu.

Mér sýnist skotfélögin í landinu einmitt vera í þeim gírnum að efla skotfimi með 22LR eins og sjá má á fjölmörgum mótum um land allt. Það er svo annað mál að félögin þurfa að sameinist betur um reglur í td BR50.

BR50 er einmitt snildar grein til að byrja riffilsportið. Það eiga ekki að vera nein vandamál fyrir þá eldri að fara með unglingana á skotsvæðið og leyfa þeim að prófa. Þeir þurfa reyndar að vera 15 ára samkvæmt núgildandi reglum.

Ég held að flestir séu sammála um það að skjóta úr resti með 22LR er ein besta leiðin til að kenna undirstöðu atriðin í að skjóta með riffli.

Nú er vetrarstarfið að hefjast hjá mörgum skotfélögum og er tilvalið fyrir þá sem eru að byrja í riffilsportinu að mæta þar sem inniaðstaða er til staðar og læra að ná tökum á "réttum" aðferðum við skotfimi með aðstoð þeirra sem starfa fyrir félögin og kunna til verka.

Svo er mikil starfsemi í hefðbundnum greinum eins og td Ensku Keppninni (60skot liggjandi) ásamt öðrum greinum sem skotið er með 22LR, sem vert er að fólk kynni sér sem vill ná betri tökum á skotfiminni.

Það má samt ekki gleyma því að nokkur skotfélög leggja áherslu á að fólk sem byrjar í skofimi / íþróttum byrji á loftrifflum. Fyrir þá sem vilja ná betri árangi í riffilskofimi almennt er loftriffilinn tær snild. Nokkur skotfélög eru með riffla sem þau lána gegn vægu gjaldi á æfingum !

bestu kveðjur.....

Tags:
Skrifað þann 27 October 2013 kl 12:42
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Um 22LR skotfimi

Ég leyfi mér að ráðleggja þeim sem eru að byrja í skofimi einhversskonar að leita til næsta skotfélags um aðstoð og leiðsögn í þeirri skotfimi sem viðkomandi ætlar að stunda.

Aðstoð er veitt við veiðimenn með haglabyssum jafnt og þeim sem hyggja á riffilskotimi hverskonar.

Það eru ýmis atriði sem menn og konur þurfa að kynna sér umfram það sem kennt er á námskeiðinu fyrir skotvopnaleyfin.

Ég er ekki viss um að þeir sem eru að fá byssuleyfi í fyrsta skiptið - átti sig á td. mikilvægi þess að hreinsa byssurnar "rétt" - sem er eitt mikilvægasta öryggisatriðið í meðferð skotvopna !

Kynnið ykkur starfið hjá skofélögum landsins, þið sem eru að byrja í sportinu !

bestu kveðjur....

Skrifað þann 30 October 2013 kl 18:45