Þung kúla í .243 1-10 Twist

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hvað hafi þið náð að stapilesera þunga kúlu í .243 með 10 Twisti svo vel sé... og hvaða kúla kom bezt út?


kv
D

Tags:
Skrifað þann 22 September 2014 kl 23:58
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

zaxi69

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þung kúla í .243 1-10 Twist

87 grain er sú þyngd sem kom hvað best út hjá mér í fyrra þegar ég var að skjóta inn. Fann 100 grain kúlu, lámarkið fyrir hreindýr, sem virkaði vel en skv. því sem ég hef skoðað á vefnum þá þýðir víst ekkert að fara umfram 105 grain með þetta twist. Prófaði 105 eða 108 grain, man ekki hvort það var og kúlan byrjaði að haga sér mjög undarlega. Fastur í rest var hann að skjóta út um allt á 100 metrum með 105/108 grain kúlunni en náði 100 grain kúlunni inn á undir MOA á 100 metrum.

Skrifað þann 23 September 2014 kl 10:30

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þung kúla í .243 1-10 Twist

100 gr. er algjört hámark fyrir riffil með 10 twisti, en n.b. það ráða ekki allir rifflar með 10 twist við 100 gr. kúlu...sumir eru að skjóta þeim svona sæmilega aðrir vel !

Skrifað þann 23 September 2014 kl 10:42

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þung kúla í .243 1-10 Twist

75 og 87 V-max er að koma mjög vel út hjá mér. Sierra gameking 100grs. er áberandi besta 100grs. kúlan sem ég hef prófað og kostaði það töluverðar prófanir á bæði púðri og kúlusetningu að ná henni góðri á +500 metrunum ;)

Gleymdu hugmyndinni með 105grs. kúlu. Ef hún hittir á blað, þá lendir hún þvert á því !
Búinn að reyna það !

Skrifað þann 23 September 2014 kl 19:03

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þung kúla í .243 1-10 Twist

Takk fyrir svörin.

Var búinn að lesa mér til um að 100grs væri hámarkið og þá bara flatbase kúlur með frekar heitri hleðslu.
95 nosler, 87 v-max og 88 Berger væru það helsta og svo auðvitað annað sem er léttara....sem þið einnig staðfestið.
Ætla að byrja á Berger 88 og Nosler 95 og sjá hvert það leiðir mig.
kv
D

Skrifað þann 24 September 2014 kl 9:42

ppc

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þung kúla í .243 1-10 Twist

http://www.bergerbullets.com/twist-rate-calculator/

Skrifað þann 25 September 2014 kl 9:01

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þung kúla í .243 1-10 Twist

Sælir félagar
Ég prófaði á sínum tíma nokkrar tegundir af 100 grn kúlu í .243 W tvist 1:10 með ýmsum hleðslum en ekkert gekk. Fékk að lokum besta árangur með því að nota Federal verksmiðjuskot. Riffillinn grúbbaði mjög vel með 58 grn vmax frá hornady og enn betur með 70 grn bk frá Sierra en 100 grn kúlu fékk ég ekki til að grúbba vel þegar ég hlóð sjálfur. Ég held að það sé tímaeyðsla að reyna það, mæli með verksmiðjuskotunum á hreindýrið. Endilega látið okkur samt vita ef það tekst.
Kv. Guðmundur.

Skrifað þann 26 September 2014 kl 9:15

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Þung kúla í .243 1-10 Twist

Sama hvort þau séu verksmiðjuhlaðin eða ekki þá er lágmarkið 100gr fyrir hreindýrið og þá er .243 eiginlega út úr myndinni fyrir þær veiðar, þó eru örfáar riffiltegundir með hraðara twist, svo er hægt að endurnýja hlaup og velja sér td. 8 twist sem hentar fullkomlega fyrir 100-110 gr kúlur, smá kostnaður en gerir alla verksmiðjuriffla mun nákvæmari en upprunalegu hlaupin

Skrifað þann 26 September 2014 kl 10:52