Æðurinn

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Afi gamli var að segja mér gamlar veiðisögur (sá gamli er fæddur á fyrsta fjórðungi síðustu aldar) þegar hann og bræður hans fór á Æðarveiðar. Best þótti honum að reyta, svíða og léttreykja, kartöflusmælki soðið með. Herramannsmatur sagði hann.

Er æðurinn friðaður fyrir Æðarbóndann eingöngu, þekkið þið þessa sögu?

Nossarinn veiðir amk mikið af þessu feita fugli
http://www.youtube.com/watch?v=DEYgV9W_6Bk&feature=related...

Tags:
Skrifað þann 27 August 2012 kl 23:56
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

Æðinn er friðuð,því miður sad

Skrifað þann 30 August 2012 kl 22:56

Svartbakur

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

Sælir

Æðarfuglinn er sá íslenski fugl sem hefur notið friðunar hvað lengst, en hann var friðaður að nokkru með lögum árið 1786 og svo alfriðaður 1847. Þetta var gert fyrst og fremst vegna tekju æðardúns sem hafa lengi verið mikilvæg hlunnindi. Afi þinn, Cowri, var því að brjóta lög á sínum tíma.

Kv. Jóhannes

Skrifað þann 30 August 2012 kl 23:05

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

Takk fyrir uppl.
Ég var nú alveg með á hreinu að hann hafi og er friðaður shades þekkti bara ekki söguna um hvenær það byrjaði.

Afi gamli, sem var alinn upp í 50 m2 torfkofa, bjó ásamt 10 manna fjölskyldunni við erfið skilyrði. Þá var ekki hægt að var matvandur - menn skelltu sér á sjó og sá sjófugl sem komst í færi fór í soðið.

Hann hefur engu að síður ekki skotið Æðarfugl síðan 1937 þ.a. þetta ætti að vera fyrnt.

lifið heil,
C

Skrifað þann 31 August 2012 kl 10:44

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

Þessi fugl er veiddur í danmörku og þar er hann bæði reyksoðinn og léttreyktur, bæði eru hin mestu hnossgæti og hefur verið flutt hér inn til landssins og selt á veitingahús.
Fékk svona í einu veiðihúsi og var undrandi á því að þetta var kolla og fékk því að sjá umbúðirnar og jú þetta var frá danmörku og sellt ferskt til íslands en reyndar sem frosnar bringur.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 12:07

Svartbakur

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

Að sjálfsögðu, Cowri. Í erfiðri lífsbaráttu var lítið annað hægt en að éta það sem að kjafti kom, burtséð frá því hvort að það samrýmdist endilega landslögum. Í dag er það reyndar svo að hellingur af æðarfugli ferst í grásleppunetum en þetta er stór stofn sem þolir ýmiskonar áföll. Það mætti ábyggilega að ósekju skjóta slatta af æðarfugli hérlendis án þess að það skaðaði dúntekjuna. Það mætti hafa skilgreind bannsvæði á ákveðnum radíus í kringum þekkt æðarvörp og e.t.v. banna veiðar á ákveðnum landssvæðum þar sem mest er nýtt af dún, t.d. við Breiðafjörðinn. Það frýs samt sennilega í helvíti áður en þetta verður að veruleika smiling

Kv. Jóhannes

Skrifað þann 31 August 2012 kl 14:47

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

ha ha ha mæltu manna heilastur Svartbakur.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 17:03

Örn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

Ef ég man rétt þá er þetta einhvern veginn svona:

Stokkönd, 30þús. Má veiða
Grágæs 180þús, má veiða.
Toppönd 12þús, má veiða.

Æðarfugl 800þúsund, má ekki veiða...........

Segið svo að bændur ráði engu lengur.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 17:41

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Æðurinn

Mætti ég spyrja þig Örn, veistu hvað þarf margar kollur til að gefa eitt skitið kg af dún?
Þetta snýst ekki um hversu mikið er til af fuglinum

Skrifað þann 31 August 2012 kl 17:51

Örn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

Ég hef verið að verja æðarvarp og hef staðið aðeins í þessu, en man ekki hvað þarf mikið til.

Það er ekkert málið hér. Það er hægt að veiða úr stofninum án þess að skaði hljótist af fyrir æðarbændur.

Þessi fugl er búinn að vera heilagur hér lengi, spurnig hvort það breytist þegar kræklingaræktin tekur við sér.

Er eitthvað sem segir að bændur eigi einkarétt á að nýta æðarfugl?

Skrifað þann 31 August 2012 kl 18:02

Kjartan Lorange

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Æðurinn

Ef gefin væru leyfi á Blika eingöngu frá Nóv og fram í Mars þá væri þetta ekki mikið mál og allir fengju sitt! Hef ekki enn séð æðarblika sem verpir eggjum eða reytir af sér dún í hreiður.

Hef skotið Æðarfugl Ameríku og þetta var bara hin skemmtilegasti veiðiskapur, þar var lögð áhersla á að skjóta bara blika þótt sannarlega hafi mátt veiða kollur líka.

Kv

K.L.

Skrifað þann 1 September 2012 kl 9:13