Þurr viður í skepti

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Sæl(ir)

Er að vandræðast með viðarskepti sem mér er sagt að sé hnota (ekki lakkað). Viðurinn er þurr og litlaus að verða. Ég er að velta fyrir mér hvort að venjuleg matarolía dugi til að fá rétt rakastig og lit til baka eða þarf ég að kaupa flösku af einhverju fíneríi á 3000 kall til að gera þetta almennilega?

Með fyrirfram þökk

Tags:
Skrifað þann 7 November 2012 kl 20:43
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þurr viður í skepti

Þú splæsír í schaftoil.....sem sagt þú kaupir 3000 kr. Luxus olíuna.....riffillinn/haglarinn á það skilið smiling

Skrifað þann 7 November 2012 kl 20:56

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þurr viður í skepti

Eða ferð í Byko og kaupir "Danish Oil" frá Liberon. 3x stærri brúsi á 3x lægra verði en Schaftoil smiling
Hef notað báðar gerðir og held mig við Liberon bæði þegar þarf að laga svona bletti eins og þú talar um og líka þegar ég er að vinna skepti frá grunni.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 7 November 2012 kl 21:36

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Þurr viður í skepti

Takk fyrir þetta strákar. Ætli ég prófi ekki Danish oil enda sýnist mér þegar að ég googla vöruna að það sé hægt að nota hana í hvað sem er.

Skrifað þann 8 November 2012 kl 11:44

hallhalf

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þurr viður í skepti

Ég prófaði að nota svo kallaða Lin seed oil sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir á íslensku (hörfræ ?) og blandaði hana til helminga með terpentínu. Schaftoil olían er líka góð en töluvert dýr. Einhver staðar las ég að gott væri að nudda olíunni í skeptið með fínni stálull og það hefur líka komið ágætlega út. Annars er bara að gúgla "stock finishing" og opna fyrir gáttir internetsins.

Halldór, Molastöðum

Skrifað þann 8 November 2012 kl 12:00

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Þurr viður í skepti

Jú ég las þetta með stálullina einversstaðar en ætli það sé ekki vissara að renna yfir fyrst með fínum sandpappír t.d 200.
Svo var mér lika sagt að nudda olíunni inn, ekki bera hana á.
Ég hef eitthvað til að dunda mér við á aðventunnismiling

Skrifað þann 8 November 2012 kl 12:57

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þurr viður í skepti

Linseed olía heitir á íslensku línolía og er unnin úr hörfræjum. Lín og hör eru sem sagt það sama.

Skrifað þann 8 November 2012 kl 14:43

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þurr viður í skepti

Jú..... Rakastig er svona spurning... Þar sem eðlilegt timbur sem ekki er úti nema nokkra daga ári er í kringum 14% vatn.... 7% sagði snillingur að hentaði vopni.... Ég er á öðru máli.... Langbest er að láta hrátt skeftið liggja í Línolíu í 1 til 5 daga (Eftir grófleika) eftir 99% fínvinnu, láta það svo þorna við stofuhita í nokkra daga.. Þá má fara með póleringardúska yfir og bera svo á parketolíu....

kv hr

Skrifað þann 9 November 2012 kl 0:06

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þurr viður í skepti

Hvaða viðartegund er í Remington 870 express byssunum,þeim sem eru eldri en 15 ára og hvernig ber mig að hantera það að pússa upp og fríska aðeins uppá viðinn Efni og alles smiling

Skrifað þann 9 November 2012 kl 10:11