Val á tvíhleypu.

Maggik

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir.

EF þið ættuð að velja y/u haglabyssu og hefðuð til þess 200 þúsund +/- hvaða byssa yrði valin, þá vopn sem væri eingöngu hugsað til veiða ekki skeet eða keppnisskotfimi.

kv
Magnús

Tags:
Skrifað þann 30 August 2012 kl 15:36
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Til dæmis þessa.
http://www.targetsportsmagazine.com/features/view/10362/shotgun-rev...

Ég held að hún sé til í Hlað.
Svo má alltaf kíkja á notaðar Bredur eða Berettur

Skrifað þann 30 August 2012 kl 15:49

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Ef að þú ætlar eingöngu að nota byssuna til veiða þá byrjar þú á að velja 3" byssu og sleppir öllu Ítölsku punt drasli sem að má ekki blotna og velur byssu sem að þolir allt
Baikal IZH-27EM-1C O/U Shotgun
notar síðan 85.þ.kallinn sem að þú átt afgangs í eitthvað gáfulegt

Skrifað þann 30 August 2012 kl 16:46

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Ítölsku puntdrasli? þú ert greinilega alveg meðetta.

Skrifað þann 30 August 2012 kl 17:04

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Hækkaðu fjárlögin í 250-300.000 og fáðu þér Berettu Silver Pigeon1.

Kv.Guðmann

Skrifað þann 30 August 2012 kl 17:41

Maggik

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

http://www.veidimadurinn.is/Default.aspx?mflID=39&flID=43&tflId=4&modID=1&id=42&vID=163

Hefur einhver reynslu af þessari ?

Skrifað þann 30 August 2012 kl 22:17

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Er þetta ekki tyrkjadót? Þá tæki ég frekar Baikalinn. En taktu orð mín með fyrirvara. Ég hef aldrei skotið úr þessari byssu né öðrum optima/escort byssum. En miðað við mína reynslu af Baikal þá veit ég að það er byssa sem einfaldlega klikkar ekki, þótt hún sé ekki sætasta stelpan á ballinu.
Svo var hér annar sem benti þér á að athuga með að fara uppí 250 kallinn og þá ertu kominn í Beretta. Kannski geturðu fundið slíka notaða, Veljir þú Beretta þá þarftu ekkert að spá frekar.

Skrifað þann 30 August 2012 kl 22:51

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Til hvurs að velja Berettu ef Bakailinn klikkar ekki ? bara fyrir snobbið

Skrifað þann 30 August 2012 kl 23:18

feykir

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 31 August 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Sæll..
Já hækaðu aðeins standardinn og fáðu þér Berettu-Silver-Pigon..(típa bara eftir vali)
Búin að nota þannig byssu yfir 15 ár... aldrei klikkað á einu einasta skoti...shades

Enda af hverju ætti hún að gera það þetta er Beretta...5 þrengingar og tekur stálskot í nefið..
Á reyndar 2 skíttþrengingar...Bara til gamans...tongue out

bj.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 0:38

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Tja rjúpur, af hverju að kaupa sér Land cruiser 200 á 20 mills þegar Patrol gerir sama gagn? Sumir eru bara þeirrar skoðunar að það sé skemmtilegra að eiga fallega og vandaða hluti, kallaðu það snobb ef þú vilt. Þú skilur þetta þegar þú verður eldri og fjáðari

Skrifað þann 31 August 2012 kl 8:00

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Má ég leggja orð í belg, ég er búinn með allt þetta ferli. Þetta snýst ekki bara um að drepa, að fara úr automat yfir á tvíhleypu til fuglaveiða er svipað og að fara úr maðkaveiði yfir í fluguveiði.
Ég gerði mistök á sínum tíma ég keypti miðlungs O/U í staðin fyrir vandaða (spara aurinn).
Í dag mæli ég með vandaða O/U sem er fittuð fyrir þig. Gretta sig einu sinni yfir verðinu en brosa restina af veiðiferðunum. Hún má samt ekki vera svo dýr að maður tími ekki að skriða skurð... smile
Mbk Sigurður Hallgrímss.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 10:15

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

He.he.he. Silfurrefur.
Ætli að ég teljist ekki gamall og fjáður, allavega búinn með Cruser pakkann seldi eftir síðustu fjallaferð þegar að viðgerðakostnaður var á við góðann Patról.
Jú,jú það er gaman að vera með fallega konu sér við hlið þó svo að það sé kanski betra að ríða þessari ljótu.
Maður labbar inní apótek og kaupir pakka af smokkum og sleipiefni.
Afgreiðslukonan ,, Má ég bjóða þér poka ? "
Maðurinn ,, Nei takk, hún er ekki það ljót "

Skrifað þann 31 August 2012 kl 11:08

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Góður !

Skrifað þann 31 August 2012 kl 13:34

Dadij

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Sæll

Erum tveir félagarnir sem eigum Optima S12, þær eiga báðar til að skóta tveimur. Samt bara í miklu frosti.
Tveir aðrir félagar mínir eiga Baikal. Önnur byssan á líka til að skjóta báðum, hin tók þá ákvörðun á rjúpnagöngu að leyfa honum að ekki að taka öryggið af.

kv Daðij

Skrifað þann 31 August 2012 kl 15:51

feykir

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 31 August 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Svolítið magnað hvað menn meta hlutina..

Vinur minn keypti Berettu nýja ..undir /yfir nýja 1962... Hún hefur aldrei klikkað skoti enda er hún til sýnis á Stokkseyrrsafninu....sennilega skotin 250000 skotum mín áælun þarf að spyrja eigandann...

Það sér ekki á hlaupinu innan eða að það sé nokkuð að byssunni...Já og svo halda menn að Berettur séu ekki í lagi sumir...sérlega Benellikalarnir þessar bysur eru ekki sambærilegar..nema sem nafnið haglabyssa.

Stór orð en stend við þaug..

kv. BJ.

Skrifað þann 31 August 2012 kl 20:25

boli

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Sælir

Búið að selja yfir 1500 Marocchi byssur hér samkvæmt upplýsingum innflytjandans, segir nokkuð ekki satt.

Ekki heyrt um neitt vesen með þessr byssur.

Tel að Beretta Pigeon sé ekki alvöru Beretta, verður að vera 682 í það minnsta til að komast í Berettu hóp, fjölmargar staðfestingar á því i bæði Sporting Gun og sambærilegum ritum.

Forðast tyrkjadót en gamli Baikalinn er traustur, en ekkert augna-eða handayndi.

Góðar stundir, boli

Skrifað þann 31 August 2012 kl 23:31

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Já.... Ég á reyndar tvær o/u.... eina sem ég keypti í Kaupfélaginu á Króknum 1982 Sabatti Armi (Ítolsk) alldrei klikkað en 2 3/4" án útkastara, skemtileg rjúpnabyssa.... Og eina Baikal SP 310 3" sem er stillanleg útdrag/útkast og er sú einungis notuð á önd, en það er mikill munur á smíðinni og sú Ítalska mun léttari.....

Við veiðar á gæs sé ég mikil þægindi í að hafa útkastara.....

kv hr

Skrifað þann 31 August 2012 kl 23:32

bhauks

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Sæll

Ég hef góða reynslu af Marocchi tvíhleypum (Zero3 Field) - virðast vera vandaðar byssur - ekkert vesen verið með þær og kosta ekki alveg helvítis helling.

Kv
Björgvin Hauksson

Skrifað þann 1 September 2012 kl 0:09

feykir

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 31 August 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Sæll Boli...

Svar 23-07-2012..þú hlítur að vera eitthvað ruglaður af einhvrju..

Segir tel að Beretta Pigion sé ekkialvöru Beretta...auðvitað er eithvaða að þér sjálfum.

Veit ekki alveg hvað þú getur lesið en ég sagði Beretta-Silver-Pigion og það Sporting sem er hrein og tær elska...Og no II......

Já menn eru misjafnlega skráðir í skotvopnunum.. en fattir þú þetta ekki þá veistu nákvæmlega ekkert um byssur en þaðer landlægur vandi hér á Íslandi.

kv. BJ

Skrifað þann 1 September 2012 kl 16:08

AndriOlafsson

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 20 September 2012

Re: Val á tvíhleypu.

Ég er með Optima y/u. Hef átt hana í tvö ár og hún hefur aldrei klikkað, er mjög ánægður með hana. Þegar ég skoða hana í samanburði við baikalinn þá finnst mér baikalinn mun hrárri smíði.
Hefði keypt þessa hefði ég haft örlítið meira á milli handana, berettan er mun eigulegri.
http://www.veidimadurinn.is/Default.aspx?mflID=39&flID=43&tflId=4&m...

Skrifað þann 20 September 2012 kl 15:21
« Previous12Next »