Varðandi að grafa rjúpu

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hafið þið prófað það og lumið þið á góðri einfaldri uppskrift og er hægt að fá einhverstaðar tilbúna blöndu til að grafa? Og má frysta bringurnar aftur ?

kv. Shotgun

Tags:
Skrifað þann 24 November 2013 kl 12:47
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

rannuG

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi að grafa rjúpu

Þessa hef ég notað á gæs og prufaði á lamb sem var líka gott
1 stk gæsabringa
2 msk gróft salt
1 tsk sykur
2 msk villijurtablanda frá pottagöldrum
1/2 tsk mulinn svartur pipar
1/2 tsk mulinn rósapipar
Blanda kryddinu saman og láta bringuna vera í ískáp með saltblöndunni í
4-6 tíma, þrífa af og strá vel yfir af villijurtablöndunni frá pottagöldrum
og geyma í ískap í ca. 1 dag.

Sósa
1. dl ólífuolía
2 msk balsamic edik
1/2 lítill fínt saxaður rauðlaukur, jafnvel aðeins minna
1/2 msk rifsgel
1/2 msk bláberjasulta
Borið fram með klettasalati, klikkar aldrei.

Skrifað þann 26 November 2013 kl 18:28

rannuG

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi að grafa rjúpu

Hlýtur að mega frysta aftur eins og með gæsina. Ef hún hefur verið lengi þá þarf stundum að snyrta aðeins

Skrifað þann 26 November 2013 kl 18:29

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi að grafa rjúpu

ég hef notað uppskrift fyrir gæs í bókinni hans Úlfars, er að koma vel út en þar sem rjúpnabringurnar eru mun þynnri en gæsabringurnar, þá læt ég þær liggja styttra í saltinu/sykrinum eða aðeins 1-2 tíma. Ég læt þær hinsvegar liggja jafn lengi og gæsin í kryddinu. Minnir að það sé yfir nótt.

Það er í lagi að frysta þetta aftur eftir kryddun.

Feldur

Skrifað þann 26 November 2013 kl 21:27

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi að grafa rjúpu

Takk fyrir þetta

Ég hef einmitt heyrt mismunandi hluti um að grafa rjúpu. Sumir segja að þetta sé viðbjóður og það sé miklu betra að grafa gæsina.

kv.

Skrifað þann 30 November 2013 kl 19:21

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi að grafa rjúpu

Mér finnst rjúpan miklu betri en gæsin og margir sem hafa smakkað þetta hjá mér eru sama sinnis. Allavega hverfur rjúpan mun hraðar en gæsin.

F

Skrifað þann 30 November 2013 kl 19:47

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi að grafa rjúpu

Ertu þá að nota þessa uppskrift í bók Úlfars sem þú vitnar í að grafa rjúpuna ?

kv.

Skrifað þann 30 November 2013 kl 20:33

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi að grafa rjúpu

Já, ég nota hana jafnt á rjúpuna sem gæsina. Hef bara rjúpuna styttra í sykri/salti þar sem þær eru mun þynnri.

Feldur

Skrifað þann 1 December 2013 kl 0:05

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi að grafa rjúpu

Takk fyrir þetta

kv.

Skrifað þann 6 December 2013 kl 9:20