Varðandi Breda - Echo Black

Svenni Har

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir hlaðverjar.
Vinur minn keypti Breda Echo Black hjá hlað núna í sumar, búinn að fara í gæs núna í haust og það er búið að rigna eins og gerist nú oft. Skeptið er farið að bólgna/þenjast út og vill söluaðilinn kenna rigningunni um hvernig farið er fyrir henni,
Öll umhirða er til fyrirmyndar, alltaf þurkuð eftir volkið,
Á þessi byssa ekki að þola íslenskt veðurfar ?

Myndir, þetta vonandi sýnir eitthvað









Tags:
Skrifað þann 29 September 2013 kl 22:56
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

GunniGunni

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Breda - Echo Black

Ég fékk mér svona grip fyrir tæpum 3 árum og hefur skeptið ekkert þanist út á henni. Ég nota hana í gæs, önd og rjúpu í allskonar veðri. Svo jú hún ætti að þola íslenskt veður. Hef bara alltaf passað uppá umhirðu á henni.

Skrifað þann 30 September 2013 kl 0:46

tototgudna

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Breda - Echo Black

Félagi minn lenti í því saman, með sömu byssu, keypt í sumar. Notuð 1 hring á skeet velli og eina gæsahelgi. Augljóslega einhver framleiðslugalli

Skrifað þann 30 September 2013 kl 12:33

Svenni Har

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Breda - Echo Black

Fékk hann sína bætta ?

Þykir þetta alveg ótrúlega lélegt að bæta þetta ekki, því þetta er klárlega einhver framleiðslugalli. Halda þeir að þetta sé innanhús byssa ?
Þegar maður kaupir sér nýja byssu á maður ekki að þurfa gera við hana sálfur eftir kannski 3 mánuði í notkun.
Ætla senda þeim línu út og myndir, verður gaman að sjá hvað kemur útur því.
Finnst að hlað eigi ekki að komast upp með þetta.

Skrifað þann 30 September 2013 kl 22:01

Fiocchi

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Breda - Echo Black

Svenni miða við hvað Skeptið er bólgið á myndunum þá hefur ekki vantað vatnið sem hefur náð að fara inn með skeptis púðanum hvað hefur valdið því?
Það er ágætt að loka viðnum inn í skeptinu með epoxy enda er ekkert lagt í að lakka eða loka viðnum þar hjá framleiðendum.

Skrifað þann 30 September 2013 kl 22:56

kattabani

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 27 September 2013

Re: Varðandi Breda - Echo Black

Arfaslök frammistaða sölumanns.
Það á ekkert að þurfa að byrja á að gera einhverskonar breytingar svo að þetta dót þoli veður.
Ég á bredu og búinn að eiga í 11 eða 12 ár. Hugsa skammarlega illa um hana en hún hefur alltaf funkerað vandræðalaust.
Þetta er bara verkfæri og er gert fyrir utandyranotkun.

Skrifað þann 1 October 2013 kl 0:55

tototgudna

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Breda - Echo Black

Held það sé ekkert við sölumanninn að sakast, félagi minn fær nýtt skepti eftir rjúpnatímabilið. Vill ekki taka sénsinn á að hún sé ekki komin úr viðgerð. Augljóslega galli sem þeir hafa vonandi ekki vitað af.

Skrifað þann 1 October 2013 kl 12:11

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Breda - Echo Black

þurka skeptið vel og verja það að innan með viðarolíu , þá ætti þetta ekki að gerast aftur ,, hef átt Bredu í 12,til 13 ár og nákvæmlega ekkert vesen ,,,,, Viður er bara viður og hann þennst út ef það kemst vatn í hann
svo það þarf að verja viðinn alveg eins og restina af græjunni,,,
kveðja Kalli tömrer

Skrifað þann 1 October 2013 kl 18:56

Bjarnithor

Svör samtals: 53
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Breda - Echo Black

Sælir
Ég er nú eldgamall hundur og ég hef aldrei séð annað eins. Mér finnst með hreinum ólíkindum að þetta sé svona illa farið eftir svo stuttan tíma og litla notkun. Auðvitað hefur komist raki í viðinn annars væri hann ekki svona bólginn og verptur, en það er alveg ljóst að frágang er stórlega ábótavant og spurning hvort ekki sé um galla að ræða. Aldrei hef ég heyrt að menn þurfi að byrja á því að framkvæma fyrirbyggjandi viðhald áður en haldið er á veiðislóð. Ég er búinn að vera með haglabyssur í allskonar volki í mörg ár og aldrei lent í eða séð neitt álíka. Umboðsaðilli hlýtur að bregðast við þessu með opnum huga.

Skrifað þann 1 October 2013 kl 20:25