Varðandi hreinsun á haglabyssum

sigbsig

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hvaða efni og olíur hafa menn verið að nota til að hreinsa og smyrja???

Tags:
Skrifað þann 6 September 2012 kl 10:41
Sýnir 1 til 20 (Af 20)
19 Svör

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Það er allur gangur á því. Hingað til hef ég notað Remington byssuolíu og hreinsi úr úðabrúsa og það hefur gefist ágætlega. Margir nota Hoppe's og ku vera gott efni.

Kv. Stefán Jökull

Skrifað þann 6 September 2012 kl 17:36

JonHrafn

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Bremsuhreinsi ( Brake parts cleaner ) til að smúla burt óhreinindum. Fituhreinsandi og mikill kraftur. Passa bara að það fari ekki mikið á skepti og þá sérstaklega plast,.

Besta olían sem ég hef fundið er frá Outers, Ég fékk hana í veiðihorninu en vesturröst er líka með hana, 300ml brúsi sirka , dugir heillengi.

Prófaði núna síðast Fin Lub en mér finnst hún of yfirborðskennd, outers olían smýgur betur inn finnst mér allavega.

En það hafa nú allir sína skoðun á þessum hlutum en þetta er allavega mín.

Skrifað þann 6 September 2012 kl 20:19

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Sæll, við félagarnir höfum nú verið að notast við bremsuhreinsi (brake cleaner) og Interflon teflon olíu frá Kemi. Það virkar ágætlega.

Kveðja Keli

Skrifað þann 7 September 2012 kl 8:12

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Ég er með sett frá Hoppe´s og þar er brúsi með hreinsiefni fyrir hlaupið innanvert og svo brúsi með smurningu. Annars nota ég bremsuhreinsi til að þrífa allt annað eins og gikkverkið og skotfærarörið að innan og utan.

Skrifað þann 7 September 2012 kl 9:11

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Ég hef notað Barrel foam frá Forrest til að hreinsa hlaupin hjá mér, veit að þetta er ætlað í riffilhlaup en virkar mjög vel á haglarann líka...og er fljótlegt.
Bremsuhreinsir er snilldar efni sem allir byssu eigendur ættu að eiga til, frábært til að hreinsa þrengingar og þess háttar.
Einu olíurnar sem ég nota er Interflon Fin lube frá Kemi (Er búinn að prófa óteljandi afbrigði af olíum á mínar byssur í gegnum tíðina en þessi er sú allra besta ) og FP-10 frá Shooters choice.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 7 September 2012 kl 12:49

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

er þessi bremsuhreinsir eitthvað sem keypt er í gallonum? eða litlum handhægum brúsum ;) ? Er sum sé afskaplega lítið í því að hreinsa bremsur ;)

Skrifað þann 7 September 2012 kl 18:37

krossdal

Svör samtals: 19
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Fæst á spreybrúsum á flestum betri bensínstöðvum.

Mbk.
Kristján Krossdal

Skrifað þann 7 September 2012 kl 20:06

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Getið þið nokkuð frætt mig um KROIL olíu er hún notuð í að þrífa byssur eða smyrja þær.

Skrifað þann 7 September 2012 kl 20:41

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

http://www.midwayusa.com/product/137203/kano-kroil-penetrating-oil-and-bore-cleaning-solvent-8-oz-liquid

Skrifað þann 7 September 2012 kl 22:51

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Svona til að bæta aðeins í umræðuna þá má ekki gleyma að setja feiti á þrengingarnar áður en þær eru skrúfaðar í.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 7 September 2012 kl 23:23

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Ég lærði af gamalli aflakló að nota steinolíu eða hráolíu til að hreinsa og smyrja um leið
og blása svo yfir með lofti á eftir. Helst láta liggja í baði dágóða stund.
Þetta var samt á þeim tíma sem olía var byrlegri en loft : ) Og það var ekki mikið um plast í byssum í þá daga..
Sveinbjörn V.

Skrifað þann 7 September 2012 kl 23:58

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Jú.... Ha.... það besta sem völ er á og hefur verið lengi er dísel

kv hr

Skrifað þann 8 September 2012 kl 0:20

HafjallaAskja

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 8 September 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Ég nota alltaf fin lube á mína byssu og kann mjög vel við. Hún fæst í Kema.

Skrifað þann 8 September 2012 kl 6:36

bjossi

Svör samtals: 524
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

A þreingingar nota eg Grafit duft eða choke tube lube fra BC. Og i hlaup nota eg Bore Red. kv Jon

Skrifað þann 8 September 2012 kl 8:36

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

fara sum sé fáir eftir leiðbeiningum frá framleiðanda? ;)

Skrifað þann 8 September 2012 kl 8:40

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Þetta er mjög svipað og með framleiðendur bíla og véla,flestir mæla með að notuð sé olía frá ákveðnum framleiðanda á sína vöru þar sem þeir eiga oft hlut í viðkomandi fyrirtæki eða eru með einhvern samning í gangi.
Remington vill að sjálfsögðu að menn noti "REMOIL" á byssur frá þeim, Browning og Winchester mæla með Legia olíu o.s.f.

Þess má geta að dýrasta olían frá Beretta er einmitt Fin Lube frá Interflon (http://www.beretta.com/Accessories-2011/CLEANING/LUBRICANT-INTERFLON/index.aspx?m=82&f=2&id=1888
Kostar bara minna ef Beretta lógóið er ekki á umbúðunum smiling

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 8 September 2012 kl 9:31

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Hvaða smurningu á að nota þegar þrengirnarnar eru skrúfaðar í? og er það ekki bara 1 dropi sem fer í skrúfganginn?

Skrifað þann 9 September 2012 kl 9:24

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

Það er hægt að fá "sérstaka" choke lube frá t.d. Briley og Outers. Annars er þetta bara Bláa eða rauða koppafeitin smiling
smyrja bæði gengjurnar og legginn á þrengingunni til að annars vegar koma í veg fyrir að brunnið púður og sót komist á milli hlaups og þrengingar að innanverðu og hinsvegar til að vatn komist ekki inn á milli utanfrá.
Það getur verið spauglaust að losa þrengingar sem hafa fest í hlaupi.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 9 September 2012 kl 16:28

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi hreinsun á haglabyssum

coparslip í þrengingar

Skrifað þann 9 September 2012 kl 20:19