varðandi landsvæði

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: varðandi landsvæði

Öngvu að síður eru listasöfnin í opinberri eigu og þar með almennings enda er munurinn ekki eðlismunur heldur stigs.
Hvað varðar landssvæði í opinberri eigu er það svo að þeir sem með þau fara í umboði almennings, sem sagt þar til kjörnir fulltrúar, geta sett reglur um umgengi á þeim og aðrir ekki. Slíkar reglur verður síðan að auglýsa á viðeigandi hátt. Það er vitaskuld fjarstæða að hver sem er geti gefið sjálfum sér leyfi til að gera það sem þeim sýnist á slíku landssvæði, jafnvel þótt engin ummerki sjáist þegar þeir eru farnir. Setjum, bara til dæmis, að um sé að ræða land sem hefur verið nýtt af sveitarbúum til berjatínslu og útivistar. Liggur ljóst fyrir að allt í einu megi menn slá sér þar niður, gráir fyrir járnum og skjóta gæsir?
Sveitarstjórnir hafa almennt ráðstöfunarrétt á landi í eigu sveitarfélagsins og þar með vitaskuld rétti til dýraveiða sem slíkum eignarrétti fylgir. Einstakir sveitarmenn geta ekki tekið sér einhliða rétt og fram fyrir hendur sveitarstjórnar. Hitt er vitanlegt að slíkum ráðstöfunarrétti þarf að ráðstafa af sanngirni og á málefnalegum grunni.
En réttarheimildirnar „ég held“ og „mér finnst“ eru jafnan léttvægar þegar til alvörunnar er komið.

Skrifað þann 5 October 2012 kl 22:01

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: varðandi landsvæði

enda tók ég sérstaklega fram "Svo lengi sem sveitarfélagið hafi ekki lýst yfir banni við veiðum"

það er leyfilegt að skjóta í almenningi nema sérstakt bann hafi verið sett, þannig að maður gefur sjálfum sér veiðileyfi þar sem ekki liggur fyrir blátt bann við þeim.

Skrifað þann 5 October 2012 kl 22:24

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: varðandi landsvæði

Já. Þar sem veiði er ekki bönnuð í almenningi er hún vitaskuld leyfð. Af því leiðir að maður gefur sér ekki sjálfur leyfi heldur hefur einhver annar gefið leyfið. Það sem ég vildi vekja athygli á er vitaskuld að sjálftaka leyfa er hvorki lögleg né siðleg.

Skrifað þann 6 October 2012 kl 0:30

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: varðandi landsvæði

Ég vil árétta að öll veiði á íslandi er óheimil nema með leyfi landeiganda (sbr 8 grein veiðilaga). Hugtakið almenningur er á útleið og þjóðlenda að koma í staðinn - en í skilmingi framangreindra laga er almenningur land sem enginn á - og einatt átt viðheiðarlōnd og óbyggðir - ss sem núheita þjóðlendur og þar eru veiðar vissulega heimilar og án sérstaks leyfis.

Land í eigu sveitarfélaga (athuga muninn á umdæmi og eignarhaldi) er samkvæmt orðanna hljóðan í eigu sveitarfélaga og án leyfis þeirra er maður - ja - án leyfis landeiganda.

Þó sveitarfélag sé sameign íbúanna þá eru landareignir þess ekki almenningur.

Ég vona aðenginn verði af þessu veiðiþjófur.

Skrifað þann 6 October 2012 kl 19:38

gunnso

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: varðandi landsvæði

"
Landsvæði sveitafélaga er eign íbúa sveitafélagsins, ef maður er íbúi þá getur maður gefið sjálfum sér leyfi.. Svo lengi sem sveitarfélagið hafi ekki lýst yfir banni við veiðum.

Allt óbyggt landsvæði á landinu er eign ríkis eða sveitafélaga..
"
HALTU Á KETTI - ARE YOU KIDDING ?!?!? grin

Skrifað þann 6 October 2012 kl 19:49
« Previous12Next »