Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Jæja Magnús.
Vonandi líður þér betur. Við skulum samt hafa í huga að það sem ég setti á spjallið snerist um það hvort heimilt væri að leyfa tíu og tólf ára börnum að fara með byssu. Nú er það bannað, eins og ég benti á, og allir hlutaðeigandi fallast á það. Þó vilja sumir að það sé leyft, og það er svosem gilt sjónarmið og hefði fallið mér vel í geð á þeim aldri, og telja best að boð og bönn séu sem allra fæst. Því er ég ekki endilega sammála og leiddi dæmi um að skynsamlegt væri að hafa reglur og standa við þær því ekki hafa allir þroska eða skilning til að búa við algert frjálsræði. En kannski væri bara skynsamlegt þá að velja þá úr sem hafa skynsemi til að ala upp börn eins og Daníel leggur til og stoppa hina.
Sé það útúrsnúningar eða kjánaskapur að rökræða verður svo að vera. En þó finnst mér ekki sérstök reisn yfir svoleiðis málflutningi. En við verðum þá bara að vera ósammála um það.

Skrifað þann 14 January 2013 kl 23:29

GoldenEye

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

..

Skrifað þann 15 January 2013 kl 8:22

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

...veriði alveg rólegir drengir.

Stjórnvöld verða að setja línur sem ber að virða.
Ein aðalástæðan er sú að þarna úti eru líka vanvitar sem eru foreldrar og með byssuleyfi.
Foreldri sem slíkt gæti því jafnvel ofmetið sitt uppeldi, og ofmetið getu barna sinna til að umgangast skotvopn sem dæmi.
Eitt slys er of mikið..

þetta er kannski harðort dæmi hjá mér, og ég er ekki að ýja að því að þetta dæmi eigi við nokkurn ykkar félagar, en þannig er það bara að eitt slys er bara of mikið...

Hvað sem svo foreldri gerir með sínu barni, hvort það sé æfingarakstur, skotfimi eða eitthvað annað sem flokkast ótímabært samkv. lögum, verður seint komið í veg fyrir, það er þeirra mál, og ekki hægt að treysta á annað en dómgreind uppalanda. En þá held ég að gáfulegra sé að hafa það fyrir sjálfan sig heldur en að básúna það yfir vefinn og svo kenna skotfélaginu um.

kv.Hnulli

Skrifað þann 15 January 2013 kl 9:09

gisliunn

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

"Stjórnvöld verða að setja línur sem ber að virða.
Ein aðalástæðan er sú að þarna úti eru líka vanvitar sem eru foreldrar og með byssuleyfi.
Foreldri sem slíkt gæti því jafnvel ofmetið sitt uppeldi, og ofmetið getu barna sinna til að umgangast skotvopn sem dæmi".

Svona foreldri er ekki líklegt til að virða lög og reglur þær bitna frekar á hinum sem eru með hausinn í lagi.

gu.

Skrifað þann 15 January 2013 kl 9:56

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Þessi umræða er alveg galin.

Það hefur enginn neinn rétt til þess að skjóta á skotæfingarsvæði umfram það sem kveður á í vopnalögunum.

Því til viðbótar geta skotfélög enn takmarkað þau leyfi sem þau gefa til afnota af sínun svæðum en aldrei rýmkað heimildir umfram gildandi landslög.

Þeir sem skilja þetta ekki og tala um að aðrir misskilji það að ekki er í lagi að 10-12 ára börn séu að skjóta af stórum rifflum ættu að hugsa sinn gang. Kannski falla þeir aðilar einna helst undir þann hóp fólks að vera of heimskir til að ala upp börn. Þá kemur barnaverndarnefnd sterk inn eins og bent er á.
Barnaverndarnefnd trúir enn á boð og bönn í uppeldi ef ég veit rétt.

Það er greinilega margt sem hægt er að læra af snillingunum hérna inni.

Ekki einungis geta þeir kennt mönnum að skjóta heldur geta þeir líka tekið það að sér að kenna mönnum að ala upp börn.

Og allt saman algerlega ókeypis.

Það er reyndar svo komið að umræður hérna á vefnum eru orðnar á það lágu plani að flestir eru hættir að skrifa hér inn eitthvað af viti.
Það væri ef til vill orðið tímabært fyrir þá sem svara hér nánast hverjum einasta pósti og það út í hött að fara á sitt eigið spjallborð.
Þar geta þeir verið sammála í einrúmi með vinsemd og virðingu eins og hverjir aðrir Sigmannstvíburar, ég meinti Síamstvíburar.

Skrifað þann 15 January 2013 kl 15:57

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 15 January 2013 kl 16:04

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Dan Sig ertu að meina 24 ára gamla dóttur mína sem varð fyrir ofan þig í síðasta riffilskotmóti Áramótinu ?

Skrifað þann 15 January 2013 kl 16:28

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 15 January 2013 kl 16:35

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Sæll 25-08AI...

Þú segir...Þessi umræða er alveg galin....Hér er alhæfing...
Ég spyr... Hvað er galið við það sem ég setti fram hér í umræðunni..

Þú segir....Því til viðbótar geta skotfélög enn takmarkað þau leyfi sem þau gefa til afnota af sínun svæðum en aldrei rýmkað heimildir umfram gildandi landslög....

Ég get staðfest þetta...Á okkar velli fá 15 ára aðeins að nota einhleypu og tvíhleypu í haglabyssum
til að skjóta úr....(ekki pumpu)..

P.S. Og þau fá aldrei nema 1 skot í einu líka við notkun á tvíhleypu...

kvej...

Skrifað þann 15 January 2013 kl 17:03

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Þessi þráður er orðinn að þvælu. Svörin eru komin bæði frá Jónasi og mönnum sem starfa við skotæfingasvæði og fleirum. Ég þakka líflegar umræður á þessum þræði sem ég stofnaði en nú er mál að linni.
Þeir sem komu fram með gagnleg svör, ég þakka þeim

Silfurrebbi

Skrifað þann 15 January 2013 kl 17:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Ágæti Silfurrefur!

Gæti ekki verið meira sammála þér!!

Byrjum aftur og vöndum okkur.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 15 January 2013 kl 22:02

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Já.... Þetta er er einfalt.... 15 ára undir leiðsögn í loftbyssu í félagi.... Á skotvelli með byssuleyfi..... einfalt og gott....

kv hr

Skrifað þann 15 January 2013 kl 22:17

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Begur Arthursson skrifar;

Þessi umræða er alveg galin.

Það hefur enginn neinn rétt til þess að skjóta á skotæfingarsvæði umfram það sem kveður á í vopnalögunum.

Því til viðbótar geta skotfélög enn takmarkað þau leyfi sem þau gefa til afnota af sínun svæðum en aldrei rýmkað heimildir umfram gildandi landslög.

Þeir sem skilja þetta ekki og tala um að aðrir misskilji það að ekki er í lagi að 10-12 ára börn séu að skjóta af stórum rifflum ættu að hugsa sinn gang. Kannski falla þeir aðilar einna helst undir þann hóp fólks að vera of heimskir til að ala upp börn. Þá kemur barnaverndarnefnd sterk inn eins og bent er á.
Barnaverndarnefnd trúir enn á boð og bönn í uppeldi ef ég veit rétt.

Það er greinilega margt sem hægt er að læra af snillingunum hérna inni.

Ekki einungis geta þeir kennt mönnum að skjóta heldur geta þeir líka tekið það að sér að kenna mönnum að ala upp börn.

Og allt saman algerlega ókeypis.

Það er reyndar svo komið að umræður hérna á vefnum eru orðnar á það lágu plani að flestir eru hættir að skrifa hér inn eitthvað af viti.
Það væri ef til vill orðið tímabært fyrir þá sem svara hér nánast hverjum einasta pósti og það út í hött að fara á sitt eigið spjallborð.
Þar geta þeir verið sammála í einrúmi með vinsemd og virðingu eins og hverjir aðrir Sigmannstvíburar, ég meinti Síamstvíburar.

Að mínu mati er hér á ferðinni alger þvæla!

Ég á tíu ára gamlan dreng sem er að æfa handbolta...með Þrótti...ekkert mál.
Handknattleikur er viðurkend Olympíu íþrótt eins og öllum er kunnugt.
Skotfimi er líka viðurkend Olympíu íþrótt eins og kannski ekki öllum er kunnugt?
Því ættu að gilda aðrar reglur um aðgengi áhugasamra um handknattleik eða skotfimi??
Ég þekki persónulega slysatýðni þegar kemur að handknattleik...hún er mjög há!
Ég þekki líka slysatýðni þegar kemur að skotfimi::: ekki eitt dæmi þar um!!

Málið snýst um að koma okkur skotáhugamönnum upp úr þeirri gryfju sem
stjórnvöld hafa sett okkur í ....ekki að ala á sundrung meðal vor með
eihverju bulli sem er aðeins til heimabrúks....og þá eiðeins þegar
Bolludaginn ber uppá jólin!

Magnús Sigurðsson
sem er þreyttur á úrtölumönnum.
P.s Og Bergur bætir við: Kannski falla þeir aðilar einna helst undir þann hóp fólks að vera of heimskir til að ala upp börn. Þá kemur barnaverndarnefnd sterk inn eins og bent er á.
Barnaverndarnefnd trúir enn á boð og bönn í uppeldi ef ég veit rétt.

Þvílíkan hroka hefi ég ekki séð á prenti í mörg ár!

Skrifað þann 15 January 2013 kl 23:29

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Hó og já.... Bensrest.... Það er löngu vitað að menn fram til þessa dags hafi skotið úr byssu án aldurs og leifis.... En það er kannski óþarfi að gera það á opinberum vettvangi.... Það er nauðsinlegt að halda uppi aga varðandi vopn og meðferð þeirra... Sá agi verður alldrei skárri en kennarinn....... Þannig verðum við að tileinka boð og bönn í allri flóru til að minnka skaðann af óheppilegum slysum.... Og kennarinn hafi námsefni til að færa komandi kynslóð.....

kv hr sem heldur. ef allir hafi lesið manualinn, þá væri engin lögregla.......!!

Skrifað þann 16 January 2013 kl 0:05

6x6

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Benchrest Forever þú talar um hroka hjá Berg

en Bergur var bara að vitna í og endurskrifa það sem Dansig hafði skrifaði..
þannig að þú mátt endilega vísa Hrokanum til föðurhúsana ekki þann sem vitnar í og endurskrifar,,

lestu alla póstana vel og vandlega og dæmdu svo hver er með mesta hrokan !!!

Skrifað þann 16 January 2013 kl 8:16

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 16 January 2013 kl 8:31

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

[/quote]Ég á tíu ára gamlan dreng sem er að æfa handbolta...með Þrótti...ekkert mál.
Handknattleikur er viðurkend Olympíu íþrótt eins og öllum er kunnugt.
Skotfimi er líka viðurkend Olympíu íþrótt eins og kannski ekki öllum er kunnugt?
Því ættu að gilda aðrar reglur um aðgengi áhugasamra um handknattleik eða skotfimi??
Ég þekki persónulega slysatýðni þegar kemur að handknattleik...hún er mjög há!
Ég þekki líka slysatýðni þegar kemur að skotfimi::: ekki eitt dæmi þar um!![quote]



Með þínum eigin orðum

[/quote]Er ekki nóg komið af vitleysunni frá þér?
Endalausir útúrsnúningar og kjánaskapur.[quote]


Ættu semsagt að gilda sömu reglur um aðgengi að Rally og skák ?



Þetta er svipað og að segja að þar sem ekki eitt einasta barn hefur slasat við keppni í Rally en margir fullorðnir eigi að leyfa börnum að keppa þar en ekki fullorðnum.

Skrifað þann 16 January 2013 kl 10:13

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Þetta er útúrsnúningur. Meiðsli í boltaíþróttum koma þessu máli ekkert við, frekar en verð á hrísgrjónum í Kína. Málið snýst um brot á lögum, smávægilegt brot kannski, en brot engu að síður. Það er ástæða fyrir þessum lögum og ástæða fyrir því að börn eiga ekki að handleika skotvopn. Það væri nær fyrir byssur-info að láta þessari gagnrýni ósvarað, en að ekki keppast við að réttlæta sig. Hvort aðrir hefðu "örugglega" gert hið sama skiptir ekki máli.

Skrifað þann 16 January 2013 kl 10:15

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 16 January 2013 kl 10:29

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Piltar er þetta ekki nokkuð einfalt...!
SR getur ekki haft rýmri reglur en löggjafinn heimilar og ef félagið og eða félagsmenn eru uppvísir
að einhverju öðru að þá varðar það STARFSLEYFIÐ.
Þarf eithvað að ræða þetta nánar...
Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 16 January 2013 kl 14:21