Varðandi Riffla

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir

Hvaða merkjum í rifflum mæla menn með fyrir utan Tikka og Sako í stærri caliberum og hvaða caliberum mælið þið með sem alhliða en samt öflugt í alla veiði. Einnig væri gaman að vita hvað menn eru sjálfir með.

kv.

Tags:
Skrifað þann 10 December 2013 kl 15:44
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Ég er með Sako 6,5x55 og er frábær í alhliða veiði
mínir veiðifélagar eru báðir með 270 og er það pínu groddi í Gæs
Önnur er Tikka en hin er Howa og er hún bara þrusu nákvæm og hef ekkert heyrt nema gott um það merki svo miðað við spurninguna þá væri það
Howa Sporter Ambi í 243 eða 6,5x55
Þekki ekki weatherby rifflana enda fengir þú ekki nema 243 í augnablikinu.
Ps ég gef mér það án þess að þekkja að 308 sé of stór í gæs og þessháttar.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 10 December 2013 kl 16:16

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Takk fyrir þetta Gisminn

Er aðalega að spá hvað sé best á hreindýr og annað í þeim dúr, refinn og jafnvel stærri dýr. Ekkert endilega á fuglana

kv.

Skrifað þann 10 December 2013 kl 18:41

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Þá skaltu miða á 270 og stærra vegna meiri möguleika ef þér dytti í hug að fara erlendis og veiða.
6,5 er í flestum yilfellum ekki leyft því það er talið of lítið.
308 er góður og mjög nákvæmur kostur nánast allt þekkt um það cal
270 er líka skemtilegur kostur og almennt talið fanta veiði cal en er mjög nákvæmt þegar hleðslan er fundin
Þar með get ég ekki hjálpað þér meira því reynslan nær ekki ofar í rifflum.

Skrifað þann 10 December 2013 kl 20:45

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Varðandi Riffla

Ég held að það sé óhætt að mæla með flest öllu sem selt er í íslenskum veiðibúðum. Ég myndi sjálfur samt forðast Wheaterby sem eru/voru seldir í Intersport en að er önnur gerð í Hlað sem er i fínu lagi. Svo myndi ég kannski ekki spá mikið í Rem 770 en 700 línan er bara fín.
Hvað varðar kaliber, ég hef séð byrjanda skjóta gæs með 308, hálsskaut hana á 100m. Það var nú samt heppni held ég en hann var með fyrirmyndar græjur, Sako 85 og Zeizz sjónauka með alvöru festingum. Svo var nú lika logn, það skemmdi ekki fyrir skyttunni. Til að bæta gráu ofan á svart þá var hleðslan ætluð til hreindýraveiða enda hann á leið á slíkar veiðar. Sakoinn skaut líka beljuna án vandræða en þetta var nú útúr dúr og til skemmtunar. Í sömu ferð var stjarfur tarfur gorskotinn með Tikku og spes hleðslu frá Jóa byssusmið. Held að í dagslok skipti álfurinn á bakvið byssuna meira máli en græjan sjálf
Ef þú ert í riffilhugleiðingum áttu skemmtilegt vandamál fyrir höndum.
Ég hef það fyrir sið að kaupa hlutina dýru verði ef þeir eiga að endast, ef ekki þá velti ég verðinu meira fyrir mér.
Það sagði samt einn góður maður við mig og hann var hokinn af reynslu þegar kom að riffilveiðum (Siggi refraskytta) var hann oftast kallaður.
"Fáðu þér bestu festingar sem þú færð. Keyptu þér svo eins dýran sjónauka og þú ræður við og keyptu svo riffil fyrir afganginn" Þetta voru góð ráð fyrir 20árum og ég held að það hafi ekkert breyst.

p.s ef þú ert hins vegar í efri verðflokki þá eru Blazer, Heym og Jalonen eitthvað sem mig dreymir um á nóttunni

Gangi þér vel

Skrifað þann 12 December 2013 kl 15:10

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Takk fyrir þetta C47

Hvers vegna forðastu Weatherby rifflana í Intersport ? Og veistu munin á þeim í Hlað ?

kv.

Skrifað þann 12 December 2013 kl 22:17

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Get ekki verið sammála með að versla bara dýrustu glerin ég er með Vortex Viper sem kostar undir 150 í hlað hann er ekkert að gefa zeiss sem kostar um 240 nokkuð eftir sömuleiðis er sightron á um 150 og eru virkilega góð gler held að báðir séu með lífstíðar ábyrgð amsk er vortexinn minn það...

Gisminn er búinn að eiga sightron og á svoleiðis veit að hann er mjööög ánægður með þá og þjónustuna sem hann hefur fengið hjá umbanum..

Skrifað þann 13 December 2013 kl 16:52

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Varðandi Riffla

er ekki samála ísmanninum,var ekki að vísu vortex enn var með Elite 6500 2,5-16-50 á næturveiði í fullu tungli og var staur í 150 metra fjarlægð sá greina fyrir hinum ú elite enn var kristaltær í classig frá Zeiss

Skrifað þann 13 December 2013 kl 17:56

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Voru báðir 2,5-16x50 Ingvi?

Skrifað þann 13 December 2013 kl 19:18

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Varðandi Riffla

nei Zeisinn var 3*12-50

Skrifað þann 13 December 2013 kl 20:37

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Ágæti félagi.

Þú spyrð:
Hvaða merkjum í rifflum mæla menn með fyrir utan Tikka og Sako í stærri caliberum og hvaða caliberum mælið þið með sem alhliða en samt öflugt í alla veiði. Einnig væri gaman að vita hvað menn eru sjálfir með.

Mín skoðun er þessi: Ef þú ætlar að kaupa rifflil annarar tegundar en þú nefnir mæli ég með
Remington og Savage. Ég er Remington maður. Engin bolt action lás er jafn nákvæmur og
Remington 700. Einföld staðreynd sem auðvelt er að sýna frammá.
Hvað kalíber varðar ..þá eru hlutirnir flóknari!
Hafþór stakk uppá .270 Win sem er að mínu mati mjög gott calíber til ýmissa nota.
Kannski viltu skoða .25/06? Ýmis önnur calíber koma til greina...hvað viltu gera?

Me vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 13 December 2013 kl 21:09

Dude

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Sælir
Miðað við að þú sért mestmegnis að fara að skjóta stærri dýr það er það mín skoðun að riffillinn skiptir ekki öllu máli. Tomma til er frá á 100m er ekki aðal málið á stærri dýr þar sem skotmarkið er allt að 6 tommur. Alltaf er þó nauðsynlegt að hafa traustan sjónauka sem heldur stillingu. Held að æfingaleysi skotmanna sé miklu meira frávik en riffillinn þegar á reynir. Tel að margar skyttur missa marks og þá aðallega vegna æfingaleysis, þ.e. þegar ekki er til staðar grjónapungur undir skepti og steypt borð undir tvífót....heldur mjúkur mói eða flatur melur þar sem menn skjóta liggjandi.
Ekki það að góðar græjur séu allta nákvæmari....
kv
Dude

Skrifað þann 13 December 2013 kl 22:38

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Þetta er alveg hárrétt það sem Dude er að segja !

Skrifað þann 13 December 2013 kl 23:14

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Varðandi Riffla

Shotgun.
Intersport voru síðast þegar ég vissi með series 1 en Hlað series 2. Það sem ég hef lesið um series 1 t.d
http://www.thetruthaboutguns.com/2011/12/foghorn/gun-review-weather...

Þá er það mín skoðun að series 2 sem Hlað er með er bara betri en það er bara skoðun eins manns
En ég tek fram að ég er ekki eigandi að þessum rifflum, hvorki 1 eða 2 en eftir að hafa skoðað rifflana hjá Hlað sýnist mér þeir bara vera eigulegir og ég hef engan heyrt kvarta yfir þeim

Skrifað þann 14 December 2013 kl 16:57

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Sælir
Miðað við að þú sért mestmegnis að fara að skjóta stærri dýr það er það mín skoðun að riffillinn skiptir ekki öllu máli. Tomma til er frá á 100m er ekki aðal málið á stærri dýr þar sem skotmarkið er allt að 6 tommur. Alltaf er þó nauðsynlegt að hafa traustan sjónauka sem heldur stillingu. Held að æfingaleysi skotmanna sé miklu meira frávik en riffillinn þegar á reynir. Tel að margar skyttur missa marks og þá aðallega vegna æfingaleysis, þ.e. þegar ekki er til staðar grjónapungur undir skepti og steypt borð undir tvífót....heldur mjúkur mói eða flatur melur þar sem menn skjóta liggjandi.
Ekki það að góðar græjur séu allta nákvæmari....
kv
Dude

Ágæti félagi Dude.

Er að sumu leiti sammála þér en að sumu leiti ekki.
Auðvitað er nauðsynlegt að æfa sig...um það hljóta allir að vera sammála?
Ég var á staðnum þegar fyrstu hópar verðandi hreindýraskyttna þreyttu hið
svokallaða hreindýrapróf. Í fyllstu einlægni verð ég að segja að mér kross brá
að sjá getuleysi þessara manna hvað skotfimi varðaði!
Þarna voru innan um menn sem ekkert erindi áttu á veiðar hvorki hreindýrs né nokkurs annars!
Hvað varðar nákvæmni veiðiriffla vil ég segja eftirfarandi:
Af hverju ekki að sýna bráðinni þá lágmarks virðingu að nota riffil sem er eins nákvæmur
og frekast verður á kosið? Þótt skotmarkið kunni að vera (að einhvers mati) 6 tommur er þá
réttlætanlegt að mæta með ónákvæman riffil á veiðislóð? Ég held ekki .
Auðvitað er best að saman fari vel þjálfuð skytta og fyrsta flokks búnaður.
Ég veit að við erum sammála hvað þetta varðar.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 14 December 2013 kl 21:43

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Varðandi Riffla

Þarna mætast tveir heimar sem stundum virðast eiga erfitt með að skilja hvor annan. Annars vegar veiðimaðurinn og hins vegar nákvæmnis skyttan (Benchrest).
Ég ætla að taka svo stórt upp í mig að ef veiðiriffillinn, sama hvað hann kostar lítið og sama hvað hann er gamall, svo lengi sem hann er löglegur og í lagi þá er hann nógu góður á hreindýr. Það er bruðl og virðingaleysi gagnvart sjálfum sér og sinni fjölskyldu að fjárfesta í dýrum veiðigræjum nema að viðkomandi hafi efni á því. Flest færi á hreindýrum eru ca 150-200m og sum jafnvel undir 100m. Það þarf ekki riffil með háskólapróf til að ljúka því verki sómasamlega. Aðrir hlutir eru talsvert framar í röðinni en bestu hugsanlegu græjur. Svo ég nefni einhverjar, almennt líkamlegt og andlegt atgervi, Kunnátta og leikni skyttunnar við að handkeika og nota skotvopn. Veður og lengd færis og svo framvegis. Og síðast en ekki síst, að þekkja sínar græjur. Hversu margir sem þó komast í gengum hreindýraprófið þekkja feril síns kalibers og kúlu? Það þyrfti ekki að koma mér á óvart að margir myndu lenda í erfiðleikum með að rissa upp muninn á 308 og 270 svo tvö þekkt en nokk ólík kaliber séu nefnd. Hversu margir þekkja muninn tja eða eigum við að segja skyldleikann á milli 243 og 308. Ég held að þekking á sínu vopni, reynsla við að meta aðstæður og æfing sitji mun framar í röðinni en hvaða merki er grafið í byssuna og hvort útbúnaðurinn sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Enn og aftur, þetta er skoðun eins manns og ég skil vel sjónarmið Magnúsar.

Skrifað þann 15 December 2013 kl 14:26

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi Riffla

Ágæti félagi C 47.

Ég er sammála þessari greiningu.

Ágæti félagi Dude.

Heilt yfir erum við bara nokkuð sammála.

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 December 2013 kl 14:32