Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hér að neðan gefur að líta texta frá borði SR.:

Íslandsmeistaramótið í Benchrest fór fram um sl. helgi. Alls tóku átta keppendur þátt í mótinu við sæmilegar aðstæður, en þó var alls ekki auðvelt að lesa í ytri aðstæður og alls ekki auðvelt að skjóta. Það sem er sérstakt við þetta mót er fyrst og fremst þátttaka Sofíu Bergsdóttur. Fyrsta konan sem tekur þátt í íslandsmeistaramóti í Benchrest, í karlasportinu sjálfu. Soffía keppti fyrir hönd Skotfélags Reykjavíkur. Nokkrar konur eru að keppa í öðrum greinum Stí, s.s. loftgreinum, haglagreinum og .22 riffilgreinum og skammbyssugreinum).
Það sem vekur fyrst og fremst athygli er árangur Soffíu. Hún endaði í fimmta sæti í mótinu, sem var tveggja daga mót, og er að vinna reynslubolta sem hafa skotið þessa grein í áratugi. Hreint út sagt frábær árangur hjá Soffíu, til hamingju með þetta Soffía...

Þetta er allt saman gott og blessað og svo sannarlega er Soffía Bergsdóttir verðug alls þess
lofs sem á hana er borið!!!
En að halda því fram, eins og ritsjóri SR síðunnar (hver sem það nú er) heldur fram, að þátttaka
hennar á þessu móti hafi verið það athyglisverðasta sem þetta mót hafði uppá að bjóða, er
því miður þvæla!!
Fullkomið skipulagsleysi mótsins og skyndiákvarðanir einstakra manna (keppenda) algerlega óháð reglum International Benchrest Shooters er það sem stendur uppúr. Því miður.

Að láta sér til hugar koma að skipa keppanda á mótinu Mótsstjóra ber vott um ótrúleggt hugarflug!
Einnig skipun þessa stór undarlega

[/quote]Kviðdóms[quote]
eitthvað sem við þekkjum frá
spennumydum í Amerískum kvikmyndum, en á sér enga stoð í reglum IBS!!

Tags:
Skrifað þann 20 August 2013 kl 22:08
Sýnir 1 til 20 (Af 50)
49 Svör

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

...ertu á launum við að níða skóinn af sr...? ert alveg merkilega duglegur við að sjá að öllu sem þetta skotfélag gerir eða gerir ekki.

væri ekki betra ef þér finnst svona mikið að, að koma þér í stjórn og reyna að laga allt þetta sem er að, frekar en að vera með þessa endalausu leiðinlegu neikvæðni hér...? leiðinlegt að lesa svona, og hjálpar engum.

Skrifað þann 20 August 2013 kl 22:32

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Samkvæmt síðu sr er

Jóhannes G. Kristjánsson Mótsstjóri

Skrifað þann 21 August 2013 kl 11:25

AlwaysBenchRest

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 20 May 2013

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Gildandi Tölur teknar af Vefsíðu SR.

Hafsteinn Þór Magnússon 100 Metrar 0,286 MOA. 200 Metrar 0,430 MOA = 0,2505 MOA Grand Aggregate !

Kjartan Friðriksson 100 Metrar 0,240 MOA . 200 Metrar 0,523 MOA = 0,2507 MOA Grand Aggregate.

Reiknings skekkja hefur átt sér stað. Nýr Íslandsmeistari er Krýndur ! smiling
Hafsteinn Þór Magnússon Akranesi.

Dollurnar og viðurkenning, ættu að fara með Express upp á Skaga,
með afsökunarbeiðni frá SR og STÍ.

Og Leiðréttingar settar inn á vef SR til áréttingar. grin

Virðingarfyllst
Birgir Rúnar Sæmundsson

Skrifað þann 21 August 2013 kl 18:02

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Sæll Birgir

Hvernig er þetta reiknað, þá meina ég hvaða formúla er notuð til þess að reikna það sem er kallað "Heildar meðaltal MOA"?

Getur ekki verið að þig vanti nákvæmari tölur úr 200 metra skífunum til þess að reikna þetta rétt, þarna getur hver auka stafur skipt máli, eða hvað?

Það er miður ef þetta hefur verið vitlaust gert eða ef skekkja er í útreikningunum. En mér finndist fróðlegt að sjá hvernig þetta er reiknað. Er einhver til í að henda inn útskýringum á þessum útreikningum? Nenni ekki að leita að þessu í reglubókinni hér að ofan.

Skrifað þann 21 August 2013 kl 22:48

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Hér er hluti af svarinu.
e)
Championship aggregates shall be computed and posted promptly after the
last target of the last match for each course is scored.

The total of scores
for all 100 yard matches divided by the number of matches shall be the aggregate.

The total of scores for 200 yard matches divided by twice the
number of matches at 200 yards shall be the 200 yard minute of angle score.

The sum of the 100 yard and 200 yard aggregate divided by two shall
be the grand aggregate.

Skrifað þann 22 August 2013 kl 0:12

AlwaysBenchRest

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 20 May 2013

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Útreikningar á MOA.

Úrslitin eru gefin á vefsíðu SR. MOA tveggja efstu keppenda.

Einfalt að reikna þetta MOA. Deila með 2 í MOA töluna á 200. Leggja saman við MOA töluna á 100.

Deila með 2 í samanlagða MOA 100 + 200 tölu ! BINGO ! GRAND AGGREGATE !

Nýr Íslandsmeistari er fundinn ! Verðskuldað.

Skrifað þann 22 August 2013 kl 7:48

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

og svo kemur að við skjótum á metrum en þeir á yds.

Skrifað þann 22 August 2013 kl 8:51

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

.

Skrifað þann 22 August 2013 kl 11:34

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Birgir!
Nú veistu allt um MOA...þessi var góður hjá Harry!

Nýjustu fréttir um málið hérhttp://sti.is/frettir.htm

Skrifað þann 22 August 2013 kl 12:55

reynirh

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Hahahaha,
harry123!!!
það er gott hjá þér að segja þessum sem kallar sig alwaysbenchrest aðeins til í fræðunum.
Það vill nefnilega þannig til að hann er ekki mjög fróður um riffla!!!!
En samt er hann nú eini Íslendingurinn sem hefur átt heimsmet í riffilskotfimi og er sennilega okkar fremsti byssusmiður.

Skrifað þann 22 August 2013 kl 15:22

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Hér er endanleg tölfræði á síðu STÍ

http://sti.is/frettir.htm
endanleg úrslit
http://sti.is/Urslitmota/Bench%20Rest/2013%20Islandsmot%20BR%20GR%2...

Endurtalning
http://sti.is/Urslitmota/Bench%20Rest/BR%20Talning%20Islmot%202013%...
Sundurliðun
http://sti.is/Urslitmota/Bench%20Rest/BR%20Talning%20Islmot%202013%...

Skrifað þann 23 August 2013 kl 10:33

AlwaysBenchRest

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 20 May 2013

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest Opið Bréf til STÍ. Halldórs Axelssonar Formanns.

Af Gefnu Tilefni. Opið Bréf til STÍ.

1. Reglur IBS hljóða upp á að Fyrsta mælingarniðurstaða mælingarmanns GILDIR sem úrslit.
(Fyrstu mælingar niðurstöður Jóhannesar G Kristjánssonar "Jói" )
Þar sem kom í ljós að Vinningshafinn var vissulega í Fyrsta sæti, sem vera ber.

2. Keppendur mega alls ekki mæla spjöld annarra keppenda (Valdi og Egill ) Ólöglegt !
( Takið eftir stórum frávikum milli mælingarmanna )

3. Keppendur mega alls ekki skipta sér af eða koma inn í mælingarstofu hjá mælingarmanni !

4. Mælingar skulu fara fram með Sweeney Official IBS Skídmáli ! Eingöngu.
5. Mælingar skulu vera réttar.

N.B. Enginn keppenda kærði á staðnum þegar úrslit úr fyrstu mælingu birtust !
Samt er einn keppenda, neðarlega á vinningslistanum, sem fer að skipta sér af mælingamönnum, og láta mæla aftur og aftur til að fá falska niðurstöðu. Skammarlegt atferli hjá þátttakendum í því leikriti. !
Ritari STÍ horfði á þetta og þagði !


Best er að rétt sé Rétt, annars verður ALLT vitlaust.

Virðingarfyllst

Birgir Rúnar Sæmundsson

Skrifað þann 23 August 2013 kl 14:48

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Það er greinilegt að það hefur bara fjölgað rýtingunum í bakinu á þér Birgir þessa undanfarna áratugi sem þú hefur svo blessunarlega látið Benchrest íþróttina á Íslandi í friði.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 15:11

AlwaysBenchRest

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 20 May 2013

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Já Bergur, ég hef tekið eftir því að rýtingunum hefur fjölgað, jafnvel á Amerískum Chat síðum !
Þar sem þú hefur tekið að þér hlutverk talsmanns míns !

Ég minnist þess ekki að hafa ráðið þig til starfans.

Kveðjur Góðar.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 16:09

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 19:11

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Birgir, hafðu ekki áhyggjur. Í Ameríku ert þú ekki umræðuefni. Eina sem sem ég var spurður út í sem samlandi þinn var viðskilnaður þinn við þín mál gagnvart aðilum þar. Þau koma þessu máli ekki við og þarf ég ekki að ræða þau hér nema að þú óskir eftir því.

Hitt snýr að mér og mínum félögum þar sem þú sakar Egil og Valdimar um að hafa rangt við í mælingum og mig um að koma málum þannig fyrir að mælt yrði þangað til að fyrirfram gefin niðurstaða fengist. Allir þessir aðilar hafa reynt að auka veg riffil skotfimi og Benchrest á Íslandi öfugt við þig og fleiri sem hafa stundað markvissa niðurrifsstarfsemi ljóst og leint. Ef þér finnst að við höfum komið óheiðarlega fram vertu þá maður til þess að segja það hreint út.

Ljóst var alltaf í upphafi áður en mótið byrjaði að keppendur yrðu að koma að starfi við það með einhverjum hætti. Það er ekki eins og sjálfboðaliðar troði hvern annan niður í kapphlaupi við það að koma að starfi við mótshald eða aðra vinnu sem fram þarf að fara til að sumir geti mætt eins og fínir karlar og notið afrakstursins. Nefni ég sem dæmi að Valdimar var allan föstudaginn fyrir mótið að koma backerunum í stand og sjá til þess að dæmið gengi upp. Hans þakkir fyrir það eru að vera kallaður svindlari af þér Birgir hvernig svo sem þú telur þig vera þess umkominn að dæma um það eða á einhvern hátt yfir höfuð að tjá þig um mótið eða annað sem lýtur að þessu mótshaldi. Fyrir mótið hreyfði engin við andmælum við framkvæmd mótsins enda hefði það ef til vill kallað á einhverja vinnu eða framlag af hálfu viðkomandi.

Það er síðan kapítuli útaf fyrir sig að hóta Skotsambandi Íslands öllu illu og við því munu þeir bregðast en ekki ég.

Hvar varst þú þegar að mótið fór fram og hvaðan hefur þú þessar upplýsingar ? Til viðbótar hvað kemur þér þetta mál við og hvaða hagsmuna ert þú að reyna að gæta annarra en að reyna að rífa allt niður sem hér er gert hjá SR eða í Benchrest allmennt á Íslandi ? Hvers vegna samþykktu keppendur þetta fyrirkomulag að nota 3 mælingar til grundvallar útreikningum eins og allmennt er gert þegar það var borið undir þá en ekki eina frummælingu. Af hverju var það þá ekki kært á staðnum meðan kærufrestur var virkur ef menn voru því ósammála ?

Þú kemst svo réttilega að orði í lið 5 í þinni upptalningu að mælingar skuli vera réttar. Við því var brugðist á mótsstað með því að fá fleiri aðila en einn til mælinga þannig að þær gætu orðið sem réttastar. Það ætti ekki að koma þér spánskt fyrir sjónir þar sem að ég býst ekki við að þú viljir halda því fram að einungis einn aðili hafi komið að því og það í fljótheitum að mæla þínar grúppur í fortíðinni. Í fortíðinni NB.

Við þetta hef ég engu að bæta og mun ekki frekar tjá mig um þetta mót, Það var framkvæmt af heilindum og í þeim tilgangi að menn hefðu gaman af og að það yrði Benchrst á Íslandi til framdráttar. Það verður líka niðurstaðan. Enginn okkar mun láta niðurrifsstarfsemi einstakra aðila sem engan þátt hafa tekið í skotfimi á Íslandi í ára raðir hafa áhrif á þá niðurstöðu.

Þetta er ekki svar við bréfi þínu til Skotsambandisns ég tala ekki fyrir þeirra hönd, þetta er skrifað til þess að lesendur Hlaðvefsins sjá í gegn um þau niðurrifs skrif sem þú ert hér að birta og marg oft hafa birst áður. Ég vísa til skynsemi manna að sjá hið rétta í málinu og vonast til þess að það verði jafn langt í það þú komir að málum skotfélaga og var fram að þessu.

Skotsamband Íslands gerir síðan það sem þarf og telur rétt í kjölfar þessa bréfs þíns.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 20:54

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

Ágæti félagi harry 123.
(Nú get ég ekki ávarpað þig með nafni, sem mér finnst miður, en það er allt í lagi).

Þakka þér fyrir að spyrja gagnrýnna, en eðlilegra, spurninga!

Ég var fyrstur til að benda á að ekki var staðið að Íslandsmóti í Heavy Varmint
skotfimi með þeim hætti er slíku móti sæmir.
Og þetta voru viðbrögðin....

"...ertu á launum við að níða skóinn af sr...? ert alveg merkilega duglegur við að sjá að öllu sem þetta skotfélag gerir eða gerir ekki.
væri ekki betra ef þér finnst svona mikið að, að koma þér í stjórn og reyna að laga allt þetta sem er að, frekar en að vera með þessa endalausu leiðinlegu neikvæðni hér...? leiðinlegt að lesa svona, og hjálpar engum."

Þarna tjáði sig einhver ágætis maður sem kýs að kalla sig toti sesar.
Hræddur er ég um að þarna fari maður sem lítið þekkir til sögu Skotfélags Reykjavíkur!
Sá sem þessar línur ritar er fyrrverandi formaður umrædds félags og tók við forystu SR
á niðulægingar tímum félagsins þegar aðalfundur hafði ekki verið haldin í þrjú ár!!
Því til viðbótar hefur engin gengt embætti formanns rifflanefndar SR lengur en undirritaður!
Þar til viðbótar er sá hinn sami einn þriggja upphafsmanna Benchrest Shooting á Íslandi.
Hinir tveir félagar mínir eru Kári Jón Halldórsson og Birgir Rúnar Sæmundsson.
Það er í ljósi ofangreindra staðreynda að mér rennur blóðið til skyldunnar!!

Ég stend við hvert orð hvað varðar skipulagsleysi og furðulegheit hvað varðar
framkvæmd Íslandsmóts í Heavy Varmint skotfimi fyrir árið 2013.
Þeir sem eru mér ósammála vinsamlegast verið málefnalegir og forðist stóryrði
og skítkast....það dæmir aðeins þann sem í frammi hefur!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 23 August 2013 kl 21:13

hananú

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

:|

Skrifað þann 23 August 2013 kl 21:51

22LongRifle

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 13 December 2012

Re: Varðar ný afstaðið Íslandsmót í Benchrest

.

Skrifað þann 23 August 2013 kl 22:13
« Previous123Next »