Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

en er mönnum treystandi til að skjóta innan ramma starfsleyfisins?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 18:06

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

það ætti ekki að vera vandamál.. setja einn skilmála í samninginn um lykilinn..

"viðvera á svæðinu utan leyfilegs skottíma er undantekningalaust kærð til lögreglu"

helda að enginn vilji láta taka sig fyrir að skjóta í leyfisleysi...

Skrifað þann 30 November 2012 kl 18:18

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

ég er ekki tilbúinn að leggja starfsleyfið undir. líkurnar á að þetta verið misnotað er 100%

Skrifað þann 30 November 2012 kl 18:47

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Ágætu félagar!

Ég er líklega að henda inn sprengju hérna...en þetta þarf að gera opinbert.
Borgaryfirvöld gera enga athugasemd við hávaða frá riffilvelli SR. Alls enga!!
Það er gerð athugasemd við hávaða frá haglavöllum félagsins! Því miður.
Þar er engum um að kenna bara einföld hljóðfræðileg staðreynd.
Það er því ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir sunnudagsopnum á riffilsvæði
félagsins. Ekkert sem varðar starfsleyfið að minnsta kosti.
Skýringar stjórnar standast ekki skoðun og eru eingöngu til heimabrúks. Því miður.
Ég átti samtal við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits borgarinnar eftir síðasta
Big Bore mót félagsins, en embættismaðurinn hafði verið verið við hljóðmælingar
vegna áðurnefnds, og auglýsts, atburðar.
Á móti þessu voru menn að nota stærstu skothylki þessa heims og ekki óalgengt
að púðurskammturinn væri rúm 100 grain!!
Niðurstöður þessa fulltrúa borgarinnar voru einkar skýrar:
Eingar athugasemdir vegna hávaðamengunar!!!!
Þegar stungið hefur verið uppá að ræða sunnudagsopnun við borgaryfirvöld hrekkur
núvarandi stjórn í kút og talar um naðsyn þess að rugga ekki bátnum!!
Hvaða hagsmuni er verið að standa vörð um?
Spyr sá sem ekki skilur!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

P.s Sigurður minn Hallgrímsson! Það eru alltaf til þeir sem ekki fara eftir lögum og reglum
og gildur þar engu hvort einhverjir útvaldir skotstjórar hafi lykkla eða ekki!
Forsjárhyggja er mér eitur í beinum. Ég vil treysta fólki og að fólk geti treyst mér .
Ég er traustsins verður og það eru líka félagar mínir í Skotfélagi Reykjavíkur!

Skrifað þann 30 November 2012 kl 19:06

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

starsleyfið er einsis virði hjá félagi sem er alltaf lokað..

það væri betri kostur að skila inn þessu leyfi og leyfa öðru félagi að fá aðstöðuna til að þeir sem vilji skjóta fái aðgang að svæðinu til þess.

svæði Skotfélags Reykjavíkur er EKKI einkaklúbbur stjórnarinnar, þetta svæði á að vera fyrir félagsmenn og það eru félagsmenn sem eiga að hafa ákvörðunarvald um opnunartíma en ekki stjórnin afþví að hún er upptekinn í annarri vinnu og nennir ekki að sinna félags starfinu !

Skrifað þann 30 November 2012 kl 19:36

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

félagið er ekki alltaf lokað. og starfsleyfið er mikils virði af fjölmörgum ástæðum sem koma vetrar opnun félagsins lítið við.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 20:14

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

fyrir hverja er leyfi til skotfimi á Álfsnesi verðmætt ef félagsmenn fá ekki að skjóta þar ?
á þetta "félag" ekki að vera fyrir félagsmenn ?
eða er þetta kannski ekki lengur félag heldur einkaklúbbur stjórnar með helling af stuðningsaðilum sem borga "félagsgjöld" til að halda uppi stjórninni og þeirra einkaerindum ?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 20:21

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

ef SR er svona rosalega erfiður félagsskapur, af hverju ferðu þá ekki bara einhvert annað?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 20:30

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

afþví að þetta er eina riffilsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og það er alltaf lokað vegna þess að starfsmenn eru í vinnu annarstaðar...

ef það væri annað svæði innan 10km frá mér þá væri ég löngu farinn þangað, en að keyra 100km fyrir hverja skotæfingu er bara of langt.

af hverju ert þú að verja stjórn félagsins og opnunartímann ? finnst þér eðlilegt að skotfélag með hundruðum meðlima hafi bara opið 4 tíma á viku ?

það eru 18 borð á riffilsvæðinu, ekki nema ca 8 þeirra eru með nothæfa batta á 100-300m.

hver á að ákveða hvaða félagsmaður fær að æfa sig og hver á bara að borga félagsgjaldið án þess að fá eitthvað í staðinn ?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 20:36

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Þróunin mun bara halda áfram eins og hún hefur gert,
Ég á heima í mosó en eftir fáar ferðir þarna uppeftir þá keypti ég mig í skotfélag keflavíkur og sé ekki eftir því, það er bara skemmtilegra að taka smá rúnt ef eitthvað er, þar eru iðulega menn fyrir, þæginleg kaffistofa, wc og upplýstur skotvöllur (tala nú ekki um lengd hans)

Menn tala um að þetta sé mikið dýrara á ársgrundvelli en meti nú hver fyrir sig að borga töluvert hærra gjald í SR til að fá KANNSKI að skjóta í skikkanlegu veðri í 2-3 tíma einusinni í mánuði.

Á móti því að hafa lykil og geta rennt þarna hvenær sem er. (það er til dæmis alveg með einsdæmum frábært að renna þarna uppeftir í kringum miðnætti á góðum sumarkvöldum)

Kannski er ég harðorður en það þarf að fara að skipta þessum risaeðlum hjá SR út, þetta er bara til skammar.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:03

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

nei mér finnst opnunar tímin ekki vera til fyrirmyndar. hann mætti alveg vera betri.

aðstaðan þarna er ekki í stakk búinn að taka á móti mönnum um veturinn. þarna er enginn lýsing. þú ert í raun ekkert mikið betur settur þó að þú fengir lykil að svæðinu. nema þá að geta skotið á sunnudögum.

svo eru takmarkanir á opunar tíma samkvæmt starfsleyfi. og því verður ekki haggað með því að grenja á netinu.

http://sr.is/images/pdf/starfsleyfi_sr_2008-2020.pdf...

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:19

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Hvaða takmarkanir á opnunartíma á maður að sjá í þessu skjali?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:31

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Sæll Harry...

Láta sig hafa það að fletta niður á bls 3 af 7 og lesa grein 3 um opnunartíma....
Guði sé lof fyrir að þurfa ekki að búa við svona ofríki....

Greinilega stuð reglugerðalið sem þarna er að verki...

bs.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:47

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

það má vera opið frá 12:00 til 20:00 á veturnar og frá 10:00 til 22:00 á sumrin.

ef menn fá lyklavöld að svæðinu þá verður að fara eftir þessu. finnst ykkur líklegt að það muni ganga upp án vandræða?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:48

Kevin West

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Já.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:50

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

Sælir , byssur info og Magnús.

Er ekki allt í lagi heima hjá ykkur?? Spyr sá sem ekki veit..
Hvað á Daníel við, þegar hann talar um vinnu annarstaðar, ??? Fylgist þú ekkert með hvað er í gangi í dag? Ef ekki, þá ert þú í eigin heimismiling
Fullt af fólki sem er að reyna að vinna að málefnum skotmanna/kvenna vegna frumvarps til nýrra vopnalaga og fleira.
Alltaf pláss fyrir vinnufúsar hendursmiling

Ef þið viljið leggja lóð ykkar á vogaskálarnar fyrir áhugamál okkar, þá endilega hafið samband.

Kveðja, Jón Pálmason.

P,s. þetta er auma umræðan sad

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:51

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

það er mjög einfalt að leysa það vandamál.. tímalás á hliðið, opnar 15 mínútum fyrir leyfilegan skottíma, læsist 30 mínútum eftir að skottíma lýkur.

þeir sem ekki eru komnir út af svæðinu verða þá að kalla til starfsmann til að opna fyrir sér og þurfa við það að afhenda lyklana að svæðinu og greiða útkall starfsmanns við að koma að opna.

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:51

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

einfalt fyrir utan kostnað og viðhald. svo er ekkert mál að setja bara stein fyrir hliðið.

reyndu aftur

Skrifað þann 30 November 2012 kl 21:55

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

ef þetta virkar án vandamála hjá flestum skotfélugum á landinu af hverju ætti það að verða öðruvísi hjá SR ?

ekki ætla öðrum það sem þú gerir sjálfur.. flestir eru bara ágætlega heiðarlegir og kunna að fylgja reglum

þetta hugarfar hjá þér er það sama og hjá Ögmundi í sambandi við vopnalaga frumvarpið..

best að banna allt til að koma í veg fyrir að glæpamenn brjóti af sér !

Skrifað þann 30 November 2012 kl 22:02

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðar opnunartíma hjá Skotfélagi Reykjavíkur

eru önnur skotfélög á landinu með takmarkaðan opnunar tíma vegna ákvæða í starfsleyfi sínu?

Skrifað þann 30 November 2012 kl 22:08