Vargfugl á löngu færi.

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vargfugl á löngu færi.

Hér er skemmtilegt myndband sem sýnir að ýmislegt er hægt. Færið 1000yardar, rúmir 900m. Kaliberið er .308 sem sumir elska (en aðrir elska að hata). Sjónaukinn er sambærilegur Þeim sýnist mér sem Hlað er að selja á innan við 100.000
Góða skemmtun
http://www.youtube.com/watch?v=6GThtU1fL_A...

Skrifað þann 29 March 2014 kl 10:09

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

já ,,, maður á svolítið langt í land með að ná þessu ,,, takk fyrir þetta ,,,
kv:Kalli

Skrifað þann 29 March 2014 kl 13:43

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Takk fyrir svarið Þorvaldur.

Þú skrifar:
Mér er ljúft og skylt að svara þessum spurningum Magnúsar sem ég veit að eru settar fram af fróðleiksfýsi einni saman. Væri ég að skjóta á fugl með haglabyssu léti ég vera að skjóta lengra en kannski 35-45 metra og eitthvað svipað væri tófa eða minkur í sigtinu.
Með riffli, og minn stærsti riffill er .243, 150-200 metra. Handan þessa eru óvissuþættir orðnir of margir til að ég myndi taka áhættuna enda er það svo að eftir að ég hætti að búa á ég ekki í neinni samkeppni lengur við „varginn“ og þörf mín fyrir vargeyðingu hefur minnkað verulega. Ég þarf heldur ekki að sanna fyrir mér eða öðrum hvernig skytta ég er.

Ég skrifa: Ég er alveg sammála þér hvað varðar færin þegar haglabyssa er annarsvegar.
Ég verð hinns vegar að vera þér ósammála hvað getu riffilsins (í þessu tilviki .243 W)
varðar. Algengast er að stilla .243 Winchester inn á 200 m færi og almennt álitið að
skjóta megi minnst 100 m til viðbótar með þessu kalíberi með góðri nákvæmni.
Auðvitað má skjóta mikið lengra með .243 Win. ef rétt hjálpartæki eru með í för.
Hér er átt við hraðamæli, fjarlægðarmæli og ferilreikni.
En hér greinir okkur á og ekkert við því að gera.

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 29 March 2014 kl 21:01

stelkur

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Það er gott að menn velta fyrir sér hvenær bráðin er komin það nálægt að það sé verjandi að skjóta á hana. En hvernig væri að spá líka í hvað er vargur. Af hverju eru menn t.d. að skjóta máfa? Af því að þeir eru svo vondir, eða leiðinleg í þeim hljóðin? Eða er pælingin að með því að skjóta nokkra máfa þá eigi að lifa meira af einhverju öðru (góðum dýrum eða nytjadýrum)? Held að það sé erfitt að finna stofnvistfræði sem styður það. Nema þá heimatilbúna án allra gagna. Sting upp á að ástæðan fyrir svokölluðum vargaveiðum sé að menn hafi bara gaman af að skjóta dýr (það kitlar jú veiðihvötina þó maður ætli ekki að éta dýrið) og réttlæti það sem þeir ætla ekki að éta með þessum hætti. Að þeir séu að fækka vondum dýrum. Það var amk það sem ég taldi mér trú um fyrir áratugum þegar ég var unglingur og skaut máfa. Stundum sagði ég mér líka að ég væri að æfa hundinn. En hvernig er með ykkur? Hvernig réttlæta menn fyrir sér veiðar á "vörgum"?

St.

Skrifað þann 29 March 2014 kl 21:39

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Á mörgum stöðum hefur td svartbak og sílamáv fjölgað óhemju mikið með tilheyrandi óþrifnaði og mengun og þá þarf að fækka. td í rvk er svo mikið af honum að það er svakalegt hann hefur fjölgað sér mikið vegna þess hvað við mannskepnan erum miklir sóðar...

Skrifað þann 29 March 2014 kl 23:13

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Eru mannskepna og minkurinn ekki einu vargarnir,og það á ekki að skjóta á neitt sem er nær manni
en 1000 metrar, þetta segja snillingarni okkur, sem alt vita.

Skrifað þann 29 March 2014 kl 23:45

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vargfugl á löngu færi.

Ég hef æðarvarp til að hugsa um, þótt kríurnar séu ágætar þá þurfa þær samt hjálp. Þá er veiðibjallan, rebbi, kjói, (kjóa má skjóta í nálægð við æðarvarp) minkur ofl "réttdræpir vargar". Dýr sem trufla mig ekki mikið 9 mánuði ársins en eru miklir vargar í mínum huga á sumrin. Aðrir vargar vappa um á tveimur fótum og ná hátt í tvo metra upp í loftið, rölta um og stela eggjum sér til matar. Þeir eru víst friðaðir. Svo er til svipuð gerð af vörgum sem labba um með hundana sína í miðju æðarvarpi, ég hef stundum velt því fyrir mér hvort hundarnir séu friðaðir, jafnvel þótt ég vilti svarið en þegar þessari umönnun lýkur er ég hinn mesti hundavinur og er svo heppinn að hafa átt einn slíkan og langar í annan.

Hvað er ég að fara með þessu röfli? Jú, vargur er afstætt hugtak

Skrifað þann 30 March 2014 kl 9:57

willys

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Jú þetta er alveg rétt hjá þér stelkur, það er voða ljótt að skjóta máv en ég ættla nú samt að halda því áfram.
Samviska mín þolir alveg nokkur stykki á ári án þess að ég þurfi að rökstyðja það frekar.

Finnst þetta sport Magnúsar Sig. þó áhugavert.

Kveðja,
Jón Sig.

Skrifað þann 30 March 2014 kl 17:32

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Ég skít gæsir á stuttu færi.
Vil helst byrja á um 15 metrum og enda út undir 30.

Ég er veiðimaður og þokkalegur sem slíkur. Ef gervigæsunum er rétt upp stilt og allt eins og það er þá koma þær bara til mín. Nota helst 4, eða 5 sem er fínt á stuttum færum. Hef teigt mig óþarflega langt í einhverjum pirringi, eða eftir særðum fugl. Byrja einfaldlega á fugli mínumegin og hætti þegar hann er dottinn.

Hreindýr er stórt skotmark. Treysti mér langt með 300 wsm en vil helst komast í 150 m eða styttra með mína veiðimenn. Aftur svona skríða meira skjóta styttra skemtilegra. En ef ég þarf að teygja mig eftir særðu dýru undir myrkur að þoku þá toga ég í gikkinn lengar en mér finnst þægilegt einfaldlega þar sem þess þarf. hef hinnsvegar verið að leiðsegja mönnum sem ég treysti til að skjóta á 2-3 sinnum lengra færi en það eru bara svona 4-5 aðilar. Gæti nefnt þá hér þar sem þeir eru allir þektir veiðimenn.

Tófu teygi ég mig langt. 6,5-284 og 24 x stækkun og 7 cem grúppa á 300 m réttlætir það, ásamt b.tipp kúlu.

Hef lítið verið að skjóta máv í 20 ár eða svo, en fordæmi það ekki. Einfaldlega vegna þess að stofn td sílamávs er það stór að ég tel bara kost ef einhverjir eru að fækka þeim.

Í raun eru þetta siðferðislegar spurningar og verða altaf einstaklingsbundnar.

1. Prisippið er að skjóta ekki nema vera viss.
2. Hve góð skytta ertu ræður hvaða færi þú treystir þér í.
3. Á bara að skjóta dýr sem á að éta eða er eðlilegt að nota veiðar til að reyna að hafa áhrif á stofna?
4. Er ásættanlegt að skjóta dýr sem þú ætlar ekki að nýta?

Persónulega þá er ég ekki í neinum erviðleikum með þetta. Það hafa altaf verið aðilar sem eru á móti því að skjóta varg. Aðrir á móti veiðum, en fylgjandi markskotfimi. Sumir hrifnastir af skammbyssum sem eru hannaðar til að skjóta fólk.

Skrifað þann 31 March 2014 kl 11:11

stelkur

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Samviskan er drifin af efnafræði í heilanum. Hún hlýtur að vera misjöfn hjá fólki eins og annað. Það auðveldar auðvitað ýmsa hluti og sparar vangaveltur ef hún lætur lítið á sér kræla. Ég er því miður ekki einn af þeim heppnu hvað það varðar.

Varðandi punkt 3 hjá þér E. Har. Hvar eru gögnin? Er ekki að tala um að halda litlum blettum, t.d. æðarvörpum, hreinum heldur almenn áhrif af vargaskytteríi. Giska á að neikvæð áhrif vargaskytterís (t.d. í gegnum almenningsálit) á veiðiskap séu meiri heldur en möguleg jákvæð áhrif. En það er auðvitað ágiskun, hef engin gögn smiling

St.

Skrifað þann 31 March 2014 kl 11:53

carlos

Svör samtals: 62
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Já. Frá mínum bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu að eyða vargi. En hins vegar ber ég virðingu fyrir lífi og vil að svipting þess gangi sem sneggst og sársaukalausast fyrir sig. Því skýt ég varg á færi sem ég er öruggur um að drepa á og vil ekki hafa á samviskunni að frá mér sleppi sært dýr með tilheyrandi þjáningum. Því finnst mér það siðlaust að hafa lifandi dýr sem skotskífur og kanna hversu langt færi ég kemst upp með að skjóta á. kv kalli

Skrifað þann 1 April 2014 kl 1:43

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Hárrétt "Stelkur" þessavegna sagði ég reyna í lið 3.
Það eru takamarkaðar upplisingar um allt sem kemur að skotveiðum á Íslandi.
Í raun hefur ekki verið sýnt fram á að veiðar hafi nein áhrif á neinn stofn með óyggjandi hætti.

Spurningin er í raun siðferðilega og skil ég afstöðu þína og Carlosar vel. Síðan er spurning hvað er örugt færi hjá hverjum. Teld td að BRS (Byggi Sæm) sé öruggur svona 300 metrum lengra en ég smiling

Hvað almenningsálitið varðar þá er það bara með vargskotfimi eins og pappírsskotfimi eða veiðar almennt.
Sumu fólki er illa við Byssur, vill enga notkun aðra en veiðar á því sem við étum.
Finnst fáránlegt að skjóta með þessum ljótu tækjum á blað. Svo ekki sé minnst á skambyssur eða markriffla
eða hljóðdeyfa, eða ..........

Þetta er bara einhvað sem við þurfum að búa við sem stundum þetta sport.

Skrifað þann 1 April 2014 kl 11:02

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vargfugl á löngu færi.

Svo er annað í þessu, burtséð frá hvað menn kjósa að skrifa á netið. Ég hef engan veiðimann séð gráta úr sér augun þótt sært dýr sleppi. Ég heyri þá frekar bölv og ragn yfir að hafa ekki hitt betur. Dýr sem særist illa á hvort eð er ekki langa lífdaga fyrir höndum, náttúran sér um að einhver heppinn vargurinn fær veislu.
Að særa dýr og missa það út í buskann er einfaldlega hlutu af grimmri veröld. Við reynum að sjálfsögðu að lágmarka það en komum ekki í veg fyrir það.
Ekki alls fyrir löngu sat ég niður í fjöru og skaut önd, hún steindrapst en útsogið var það mikið að ég átti aldrei séns að vaða eftir henni. Áttaði mig á því þegar ég var kominn með sjó uppí mitti og fuglinn bara fjarlægðist. Þarna eyddi ég líklega hamingjusömu lífi fyrir ekki neitt en svona er veiðin, shit happens. Mér þótti leiðinlegt að ná ekki fuglinum en náði samt að festa svefn um nóttina sad

Skrifað þann 1 April 2014 kl 11:23

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Ágætu Hlaðverjar!

Ekki grunaði mig að þessir þankar mínir yrðu að svo góðum og
upplýsandi þræði sem raun ber vitni!
Ef frá eru taldir fáeinir nafnleysingjar sem hafa lítið annað fram að
færa en opinberun eigin þekkingarleysis í bland við dónaskap þá
hafa hér tjáð sig margir ágætis menn sem sumir hverjir eru allt
annarar skoðunar en ég...sem er þeim auðvitað ekki til hnóðs!

Hér hefur verið tæpt á ýmsu og ágætra spurninga spurt.
Til dæmis hvað við sem skjótum á löngu færi gerum ef við særum fugl
á t.d. 696 metrum. Hér er auðvitað verið að benda á þá staðreynd að langan
tíma taki að ganga að fuglinum til að aflífa.
Staðreyndin er sú að ég hefi aldrei þurft að bregðast við þessum kringumstæðum.
Ekki vegna þess að ég hitti alltaf...heldur væntanlega vegna hversu sjaldan ég hitti!
Staðreyndin er sú að ef þú hittir máf með t.d. 6 - .284, 7mm Rem Magnum eða .300 Win
er sá fugl ekki að fara eitt né neitt!!
Þó lenti Kári Jón Halldórsson, minn gamli vinu,einu sinni í því að særa fugl á rúmum 600 metrum.
Og hvað gerði hann? Axlaði hann sín skinn og labbaði til fuglsins?
Auðvitað ekki. Hann var með rétt mið og skaut einhaldlega aftur og drap fuglin.
Sem fær mig til að spyrja þá sem hér hafa tjáð sig af hvað mestri íþrótt og vandlætingu....
Hvað gerir þú, Heilagi veiðimaður, til að lina þjáningar þess vanmetna fjölda særðra morgunflugs
gæsa sem flogið geta marga kílómetra helsærðar til þess eins að drepast í sárri kvöl eða vera
jafnvel éttnar lifandi af vargi okkar ágæta lands?

Ágætu Hlaðverjar..Með þökk fyrir áhugaverð og þörf skoðanaskipti.
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 1 April 2014 kl 17:56

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Já. Af því ég er einn þeirra sem hefi talað gegn því að menn skjóti til marks á lifandi skotskífur hlýt ég að taka til mín orð Magnúsar um Heilaga veiðimenn.
Við veiðar særist óhjákvæmilega eitthvað. Veiðimaður, heilagur eða ekki, gerir það sem í hans valdi stendur til að aflífa slíkt dýr.
Mín afstaða er sem sagt þessi: Markskotfimi er iðkuð á föst skotmörk. Langi einhvern til að skjóta á löngu færi og verða góður í því kemur hann fyrir skotmarki á löngu færi og æfir sig þar til hann hittir. Veiðar byggjast ekki upp á því að sýna hversu góð skytta veiðimaðurinn er heldur hversu klókur hann er. Það er því einkenni góðs veiðimanns að hann þarf ekki að skjóta á löngu færi heldur getur haft færið stutt.

Skrifað þann 1 April 2014 kl 19:00

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Sæll Þorvaldur.

Þakka þér fyrir svarið.
Nokkurs misskilnings gætir í svari þínu en alkunna er sú staðreynd
að misskilningur er algengasti skilningurinn. En þetta vitum við auðvitað báðir.
Þegar þú skýtur rjúpur...er rjúpan þá ekki lifandi skotmark?
En þegar þú skýtur á gæs...er þá gæsin ekki lifandi skotmark?
Þegar ég skýt á svartbak er hann auðvitað lifandi skotmark.
Friðþæging þín fellst í því að þú og þínir borða bráðina.
Nokkuð sem er mér mjög að skapi. En engin lífsnauðsyn.
Það eru nefnilega afleiður af mínum gjörðum sem þér sést algerlega yfir.
Í upphafi þessa pistils lýsi ég ferðum okkar Birgis Rúnars Sæmundssonar um hraunið
umlykis Þorlákshöfn. Þar var ég tíður gestur og lærði margt nytsamlegt, enda gestgjafinn
heimsmeistari í skotfimi, sá ein i sem Íslendingar hafa nokkru sinni eignast, þótt hann njóti
ekki sanmælis sem slíkur meðal íslensku skotmafíunnar ( sem hefur áorkað hverju?).
Ég vona að engin liggi mér á hálsi fyrir að nýta mér þekkingu slíkrar afburðarskyttu!?
Hitt er annað mál að ég hefði átt að gera grein fyrir atkvæði mínu mikið fyrr en geri það hér með:
Ég á því láni að fagna að fjöldskylda mín á hlut í tveimur afbragðs eyðijörðum - veiðjörðum.
Annars vegar í Hrútafirði norðanverðum og hinnsvegar á Ströndum Norður.
Það er þar sem 99% af mínu vargfugla og seladrápi fer fram.
Á báðum þessum jörðum eru laxveiðiár og ábatasamt æðavarp sem lagt er mikil
áhersla á að verja fyrir ágangi vargs...lesist veiðibjöllu, sels og minks.
Slíkt breytni hefur verið í frammi höfð frá því land byggðist.
Þær lendur sem æðarfuglinn helgar sér eru þeirrar náttúru að ekki verður komist að
með haglabyssu, og 35 - 40 m metra drægni þess vopns gagnslaust með öllu.
Hér eru hólmar og sker sem fuglinn sest uppá og frá landi eru færin þangað út
412m - 996m (mælt ítrekað með Barr & Stroud fjarlægðamæli, tæki sem mælir með
magnaðri nákvæmni uppí að mk. 2500 m)
Þetta er minn veruleiki og mínar kringumstæður.
Einn ágætur þátttakandi í þessum þræði dregur mjög í efa að vargfugli verði fækkað með skotvopnum.
Ég skal í einlægni upplýsa að ég þekki ekki þessi fræði nóg til að tjá mig um, en hitt veit ég
af 51 árs reynslu að dráp vargfugls við æðarvarp skilar ríkulegum árangri!
Mér er ljúft og skilt að taka fram að sá ágæti félagi sem setti spurningarmerki við hvort fækka
mætti vargfugli með skotvopnum tók sérstaklega fram að hann átti ekki við staðbundin svæði svo
æðarvarp svo rétt sé eftir haft.

Höldum áfram að skiptast á skoðunum,

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 1 April 2014 kl 20:43

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Sæll enn Magnús.
Það er misskilningur að ég hafi misskilið nokkuð í þessu máli. Ég hef aldrei fett fingur út í veiðar. Ég hef veitt fleiri dýr en ég hefi tölu á, og get í því sambandi tekið fram að ég á jarðarpart á Vestfjörðum, á Skaga og í Skagafirði, og ólst upp meira og minna á veiðifangi. Það sem ég set spurningarmerki við er að skjóta dýr eingöngu til að vita hversu langt færi ég kemst upp með að nota, að nota lifandi dýr sem skotskífur.
„Við vorum sammála um að allt undir 300m væri svindl!
Enda komum við okkur upp búnaði til að skjóta og hitta á þrefallt því færi.
Eldhuginn og brautryðjandinn Birgir R. Sæmundsson fór fyrir þessum flokki og
aflaði, út á eigin reikning, þeirra tækja sem þarf til að stunda slíka skotfimi.“
Illa trúi ég sem sé því að ekki hafi verið hægt að komast nær máfum en 900 metra.
En, við verðum þá að vera sammála um að vera ósammála.

Skrifað þann 1 April 2014 kl 21:31

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Ágæti félagi Þorvaldur!

Hættu nú að láta sem þú sért fullkominn...svaraðu frekar þessum einföldu spurningum:

Auðvitað ert þú að skjóta á lifandi skotmörk þegar þú ert að skóta á rjúpu!!
Sama saga þeagar þú ert að skjóta gæs..eða hvað annað sem þú veiðir .
Er þetta eitthvað sem þarf að skýra út fyrir þér? Eitthvað sem þú skilulr ekki?

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 1 April 2014 kl 23:01

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Magnús.
Vitaskuld er ég að skjóta á lifandi dýr þegar ég skýt á rjúpu. Og gæs. Hef ég einhvern tímann neitað því? Hef ég einhvern tímann neitað að hafa drepið eitthvað? Það sem okkur greinir á um er ekki hvort viðunandi sé að skjóta dýr heldur hvort viðunandi sé að hafa dýr að skotskífu, athuga hvað komast má upp með að hafa færið langt. Þú telur að svo sé, ég ekki.
Svo kann ég fremur illa við tóninn sem felst í því að gefa í skyn að úr því ég er ekki sammála þér hljóti mig að bresta skilning á einföldum atriðum; sé með öðrum orðum frekar einfaldur.
Og þegar svo er komið nenni ég þessum skoðanaskiptum ekki lengur.

Skrifað þann 2 April 2014 kl 9:01

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Sæll (Þor) valdur.

Mér þykir leitt ef þú túlkar skrif mín þér til minkunnar.
Það var ekki þannig meint. Ef svo er bið ég þig afsökunar þar á.
Hitt er annað mál að mér er það illskiljanlegt hvers vegna þú
kýst að líta frammhjá pósti mínum þar sem ég greini frá hvar og
hvers vegna þessi skotfimi kom til.
Í ljósi þeirrar staðreyndar, hverja þú sjálfur upplýsir, að þú gengst við
að vera maður sem veiðir bæði rjúpu og gæs finnst mér skýringar
þínar á lifandi skotskífu beinlínis barnalegar.

Í ljósi ofanritaðs er ég þér fullkomlega sammála að við eigum ekki
að eyða tíma hvors annars

Óska þér og öllu þínu fólki gæfu og góðs gengis um alla framtíð!

Með vinsem,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 2 April 2014 kl 19:41